Waldorf Astoria Berlin | GB - Ferðir
Berlin, with its rich cultural history has emerged
Berlin, creating a dynamic capital city offering an inimitable mix of culture, history, music, fashion, and design.
1 af 16

Þetta sígilda hótel í vestur hluta Berlínar stendur fyllilega undir öllum sínum fimm stjörnum. Hótelið er frábærlega staðsett og starfsfólkið einstaklega gestrisið og þjónustulundað. Staðsetningin er frábær að okkar mati,  í hjarta fyrrum Vestur-Berlínar, rétt við Kurfürstendamm. Nánasta nágrenni hótelsins er mjg fjölbreytt. Þar má finna frábæra veitingastaði og kaffihús, mikið úrval af verslunum, til dæmis Nike, Uniqlo, Apple, Lu Lu Lemon, Primark, H&M og dýrari merkjamerkjavara á við Burberry og Chanel. Dýragarður borgarinnar er í einungis 300 metra göngufæri við hótelið og kirkja Wilhelms Keisara (Kaiser Wilhelm Memorial church) er handan við götuna. Þá tekur innan við 15 mínútur að komast að Brandenborgar hliðinu, Þinghúsinu, checkpoint Charlie og Potzdamer torginu, sé notast við almenningssamgöngur. einnig er mjög gaman að leigja hjól á hótelinu og hjóla um alla borg.

 

Berlin, with its rich cultural history has emerged with a climate of tolerance and trendiness, creating a dynamic capital city offering an inimitable mix of culture, history, music, fashion, and design.
1 af 1

Hótelið er fágað og glæsilega og er innréttað í Art Deco stíl með nútímlegum viðbótum. Tignarlegur hringstiginn er áberandi, gólfin eru lögð með marmara og setustofan (Peacock Alley lounge) er margrómuð fyrir útlitið. Þá er stórgert stálhlið að innritunarsalnum í sama stíl og er að finna á flaggskipi Waldorf Astoria hótelanna í New York. Hótelið er á allan hátt ríkulega búið og fallega innréttað. Starfsfólk hótelsins hefur mikla þekkingu um borgina og er ávallt tilbúið að deila þeirri þekkingu með gestum hótelsins. Þá er starfsfólkið allt afar vinalegt og aðstoðar við að bóka akstur, leikhúsmiða, skoðunarferðir eða hvað sem er. Heilsulindin á fimmtu hæð hótelsins er hin glæsilegast og er fyrsta og eina heilsulindin í Þýkalandi sem bíður upp á Guelain vörurnar. Heilsulindin er 1000 fermetrar, þar eru átta meðferðarherbergi, falleg sundlaug, þurr- og blautgufa og sturtur af ýmsum toga. Einnig er æfingasalur sem opinn er allan sólarhringinn, þar eru góð æfingatæki og laus lóð.

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 110.000,-
á mann í tvíbýli.

Dagsetningar

01 Maí til 05 Maí
kr. 129.000,- á mann í tvíbýli (4 nætur)
30 Maí til 02 Jún
kr. 110.000,- á mann í tvíbýli

Flugáætlun

FI 528 KEFTXL 0740 1305                    
FI 529 TXLKEF 1405 1540       

Innifalið

Flug til Berlín með Icelandair, flugvallaskattar og aukagjöld, 1 taska og handfarangur, gisting með morgunverði og aðgengi að heilsulind hótelsins.

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 10 vikum fyrir brottför. Tilboðið er miðast við Visa gengi 02.11.2018 EUR 141.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar