The Grove
Hótelið
The Grove
Golfvöllurinn
The Grove
Golfvöllurinn
The Grove
Golfvöllurinn
The Grove
Golfvöllurinn
The Grove
Deluxe West wing herbergi með svölum
The Grove
Hótelmóttakan
The Grove
Ein af mörgum setustofunum hótelsins
The Grove
Heilsulindin
The Grove
Séð frá Stables veitingastaðnum
The Grove
Glasshouse veitingastaðurinn
The Grove
Golfvöllurinn
Glasshouse veitingastaðurinn
Útisvæði heilsulindarinnnar
High tea
Players lounge í klúbbhúsinu
útisundlaugin
1 af 18

The Grove er eitt glæsilegasta golfvallarhótel Englands. Hótelið er norðan við London, 30 mínútur frá miðborginni. Völlurinn er ekki af lakari endanum, hannaður af Kyle Phillips. Hótelið er 10 ára gamalt. Byggingin, sem er frá 18.öld, var keypt árið 1996 af Ralph Trustees, sem eiga Athenaeum hótelið á Piccadilly í London. Staðsetning hótelsins er fullkomin, aðeins 20 mínútur frá Heathrow flugvelli og 30 mínútur frá miðborg Lundúna. Á hótelinu er 3 veitingastaðir, 3 barir, tvær sundlaugar, fjöldinn allur af fundarherbergjum, veislusalur fyrir 500 manns, fullkomin líkamsræktarsalur og lúxus heilsulind “Sequuoa Spa”. Garðarnir á landareigninni innihalda fjöldan allan af plöntum, tennisvelli, lendingarsvæði fyrir þyrlur. 45.000 tjám hefur verið plantað fyrir á landareigninni.

 

The Grove er enn eitt meistarastykkið hjá Kyle Phillips. Völlurinn er algjört augnkonfekt, einstaklega vel byggður og vel hirtur allan ársins hring. Kyle Philips hefur tekist einstklega vel til að byggja resort völl, sem er krefjandi en ekki of erfiður sé hann spilaður af skynsemi. Til að spila völlinn vel þarf leikskipulaga að vera í lagi. Hér eru glompur á erfiðum stöðum og innáhöggin þurfa að vera nákvæm. Flatirnar eru hraðar og gefa flötunum á Kingsbarns lítið eftir.“
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
1 af 1

Rúsínan í pylsuendanum er golfvöllur hótelsins. Hönnuður vallarins er Kyle Phillips en þar fer enginn aukvisi. Phyllips vann undir leiðsögn, Robert Trent Jones eldri í 16 ár áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1997. Eitt af hans frægustu afrekum hans er Kingsbarns völlurinn í St.Andrews. The Grove er einstaklega vel hirtur, ávallt í toppástandi, allan ársins hring. Þegar gengið er eftir brautum vallarins er eins og gengið sé á hundrað ára gömlum velli og er það það sem hönnuðurinn var á höttunum eftir. Frábært æfingasvæði fylgir hótelinu.      

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
129.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

22 Sep til 25 Sep
kr. 179.000,-
29 Sep til 02 Okt
kr. 179.000,-
06 Okt til 09 Okt
kr. 179.000,-
13 Okt til 16 Okt
kr. 179.000,-
20 Okt til 23 Okt
kr. 179.000,-
27 Okt til 30 Okt
kr. 179.000,-
16 Mar til 19 Mar
kr. 129.000
23 Mar til 26 Mar
kr. 129.000
30 Mar til 02 Apr
kr. 129.000

Flugáætlun

FI 450 KEFLHR 0740 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310

Innifalið

Flug með Icelandair til London, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði á Glasshouse, kvöldverði öll kvöldin á Stables, 3x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000,- á dag

Aukahringur:£145 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið er miðast við Visa gengi 26.06.2017 GBP 136. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.