Lingfield Park Marriott | GB - Ferðir
Marriott Lingfield Park
Marriott Lingfield Park
Exterior
Marriott Lingfield Park
18th hole
Marriott Lingfield Park
Junior suite
Marriott Lingfield Park
swimming pool
Marriott Lingfield Park
Chef's table
Marriott Lingfield Park
Relaxation room
Marriott Lingfield Park
KIng room
Marriott Lingfield Park
Lounge
1 af 15

Lingfield Park Marriot Hotel & Country Club er frábær áfangastaður fyrir kylfinga. Hótelið opnaði  í maí 2010 og samhliða því var tekið í notkun nýtt klúbbhús ásamt  mjög góðu æfingasvæði. Um er að ræða 4 stjörnu hótel, með mjög góðum 18 holu golfvelli á landareigninni. Völlurinn er frá árinu 1987 og liggur á 200 ekru landareign í Surrey. 

„Þá erum við komnar heim eftir frábæra ferð á Lingfield Park. Við vorum mjög ánægðar með allt: Fínt hótel, starfsfólkið 100% hjálpsamt og góður matur. Hótelið fær A+ fyrir matinn. Golfvöllurinn góður og veðrið gott. Það ber að þakka sérstaklega fyrir það“
Vigdís Sverrisdóttir
Allt var alveg frábært, hótelið golfið veðrið og maturinn. Ég mæli eindregið með þessum stað. Kær kveðja og bestu þakkir
Kristín R. Úlfljótsdóttir , Golfbúðin Hfj.
Vorum að koma frá Marriot Lingfield Park þar sem við spiluðum um páskanna. Það sem kom mest á óvart hvað þessi völlur er skemmtilegur og þjónustann til fyrirmyndar það er öruggt að þennann völl verður maður að spila aftur. Eins og venjulega hjá ykkur var gistiaðstaðan og móttökur til fyrirmyndar.
Guðmundur Óskar Hauksson
Ferðin hjá okkur hjónum á Lingfield Park Marriott var frábær. Allt stóðst, fínt hótel, góður matur og völlurinn frábær en nokkuð erfiður
Greta og Steinar Petersen
Lingfield Park Marriott eru gæði og þægindi uppmáluð, varla lentur fyrr en komin á teig á þessum skemtilega skógarvelli. Flott herbergi og mikil stemning að sjá veðreiðar eftir hring, eitthvað sem allir þurfa að upplifa.
Gunnnar Gunnarsson, GKG
Lingfield Park kom mér virkilega á óvart, Að vera 2 mínútur útá teig eða æfingasvæði er "priceless" fyrir pga golfkennara. Frábær 18 holu skógarvöllur í krefjandi landslagi. Æfingsvæðið er virkilega flott, hægt að æfa öll högginn fyrir hring. Aðstaðan og þjónustan á hótelinu er framúrskarandi og andrúmsloftið afslappað. Mæli með þessum velli!
Gunnlaugur Elsuson, PGA kennari
1 af 6

Völlurinn er fjölbreyttur, par 72 og er rúmlega 5900 metrar að lengd. Talsverður munur er á fremstu og öftustu teigum, til að mæta þörfum golfara af öllum getustigum. Í þrjú ár í röð hefur Surrey PGA Open verði haldið á vellinum, síðast í ágúst 2011. Aftan við hótelið er einnig veðhlaupabraut, þar sem haldnar eru veðreiðar nánast alla laugardaga árið um kring. Veðhlaupabrautin er sú eina á London svæðinu, sem er nýtt allt árið um kring og því eru mjög skemmtilegir viðburðir þar, sem trekkja að og skapast skemmtileg stemning. Þetta býður upp á ýmsa möguleika, t.d. fyrir hópa. Auðvelt er að fara inn til London með lest, sem gengur frá Lingfield (1,1 km) og tekur um 1 klst. alla leið inn í miðborg London.

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 79.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

21 Mar til 24 Mar
79.000,- á mann í tvíbýli
28 Mar til 31 Mar
79.000,- á mann í tvíbýli
04 Apr til 07 Apr
79.000,- á mann í tvíbýli
11 Apr til 14 Apr
79.000,- á mann í tvíbýli
18 Apr til 21 Apr
89.000,- á mann í tvíbýli
25 Apr til 28 Apr
89.000,- á mann í tvíbýli
02 Maí til 05 Maí
99.000,- á mann í tvíbýli
09 Maí til 12 Maí
99.000,- á mann í tvíbýli
16 Maí til 19 Maí
99.000,- á mann í tvíbýli
23 Maí til 26 Maí
99.000,- á mann í tvíbýli
30 Maí til 02 Jún
99.000,- á mann í tvíbýli
06 Jún til 09 Jún
100.000,- á mann í tvíbýli

Flugáætlun

FI 470 KEFLGW 0745 1145
FI 477 LGWKEF 2110 2310

frá og með 29 apríl 2019

FI 470 KEFLGW 0745 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310

Innifalið

Flug með Icelandair til Gatwick, flugvallarskattur, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði, kvöldverði, 4x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukahringur, £30
Golfbíll, £30 fyrir 18 holur og £50 fyrir 36 holur
Aukagjald fyrir einbýli kr. 10.000 á dag

 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 06.03.2018 GBP 143. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.