Marriott Hanbury Manor | GB - Ferðir
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
hotel exterior
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
Marriott Hanbury Manor
hotel room
Marriott Hanbury Manor
1 af 12

Helgarferð á Marriott Hanbury Manor svíkur engan enda um að ræða eitt besta golfhótel Englands. Þetta margverðlaunaða 5-stjörnu hótel sameinar glæsigistingu við einstaka upplifun í þjónustu og mat. Slappaðu af í heilsulindinni þar sem þú getur valið um 100 mismunandi slökunarmeðferðir og snyrtiþjónustu eða taktu sundsprett í rómönsku sundlauginni. Marriot Hanbury Manor hefur margsinnis haldið Opna enska meistaramótið og er völlurinn talinn einn sá allra besti á Englandi. Hanbury Manor völlurinn er parkland völlur, hannaður af Harry Vardon, en var endurhannaður árið 1980 af Jack Nicklaus II. Hringur á þessum velli er svo sannarlega eftirminnilegur.  Völlurinn er númer #7 í Hertforshire sýslu skv. Top 100 Golfcourses of the world 

Vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir frábæran stað og allt stóðst eins og stafur á bók á Hanbury Manor. Bílarnir og bílstjórarnir voru frábærir. Zodiac veitingastðaurin frábær. Golfvöllurinn algjör perla og margbreytileikin mikill. Notum GB ferðir aftur og aftur...Kveðja frá 8 golfurum úr GR
Jón Pétur Jónsson, Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Ég hef margoft nýtt mér þjónustu GB ferða m.a. til North Berwick, St. Andrews, Flórída, Bowood, Hanbury Manor og the Grove svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki tilviljun að ég leita til þeirra aftur og aftur.“
Gestur Jónsson hrl. og fv. formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Einfaldlega klassastaður. Hótelið er byggt á gömlum grunni og saga staðarins nær aftur um nokkrar aldir. Veitingastaðirnir eru hvor um sig mjög góðir, ef maður ætlar ekkert að vera of fínn á því er „Grillið“ alveg kjörið, en ef mann langar að fara alla leið velur maður að fara á the Zodiac, en sá veitingastaður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og er í glæsilegum salarkynnum.
HJÖRVAR SÆBERG HÖGNASON, Icelandair, General Manager UK & Ireland
Golfvöllurinn er tiltölulega opinn og gefur miðlungsspilara ágætis ástæðu til að vera bjartsýnn. En manni er refsað fyrir það að vanda sig ekki! Vötn setja mark sitt á völlinn og best er að vera á braut vilji maður ekki lenda í veseni í röffinu
HJÖRVAR SÆBERG HÖGNASON, Icelandair, General Manager UK & Ireland
1 af 4

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 109.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

16 Mar til 19 Mar
23 Mar til 26 Mar
30 Mar til 02 Apr

Flugáætlun

FI 450 KEFLHR 0740 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310

Innifalið

Flug til London með Icelandair, flugvallaskattar og aukagjöld, flutningur á golfsfetti, almenn farangursheimild,3 nætur með morgunverði, 3 rétta kvöldverði öll kvöldin, 4x 18 holur og aðgengi að heilsulind hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 15.000,- á dag.

Aukahringur: kr. 10.000

Akstur til og frá flugvelli (1 - 4 saman): £130.00 hvor leið

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 26.06.2017 GBP 136.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.