Á næsta ári verður Ryder keppnin haldin á Le Golf National í París. Að því tilefni bjóðum við ferðir þangað í beinu flugi til Parísar með Icelandair. Le Golf National er fyrir löngu orðið eitt af þekktari golfsvæðum í Evrópu enda hefur Opna franska mótið verið haldið þar frá árinu 1991. Vellirnir eru 3 talsins. Fyrstan ber að nefna Albatros völlinn (Par 71). Sá völlur er talin vera besti golfvöllur Evrópu af mörgum bestu leikmönnum heims. Völlurinn er svona risk and reward völlur og stórskemmtilegur fyrir hópa sem halda keppni sín á milli. Völlurinn er samt sanngjarn, þú sérð allar hættur, engin blind högg. Völlur númer tvö er Aigle (Örninn) sem er stórskemmtilegur links style völlur (par 71). 9 holu völlurinn heitir Oiselet (par 32). Skemmtilegur völlur sem hentar byrjendum vel. Eitt af 23 hliðum Verlsala er á vellinum, sem sýnir hversu gríðarelgt landflæmi var lagt undir höllina á sínum tíma undir stjórn Loðvíks fjórtánda. Þú sérð líka hliðið frá 14. holu á Albatrossinum.
Hótelið á svæðinu er Novotel, 4 sjörnu hótel með 131 herbergi. Veitingastaðir hótelins eru tveir, Gourmet Bar, sem eru m.a. með mikið úrval af tapasréttum. Hinn heitir því skemmtiega nafni Le Club House, sem er opinn frá 08.00 til 19.00. Þess má geta að það er ekki nema 10 mín akstur í bíl til Versala og 30 mín til Parísar. Geri aðrir betur.