Carton House, Írlandi | GB - Ferðir
Hótelið er stórglæsilegt
O'Meara völlurinn
1 af 9

Carton House er með skemmtilegri golfsvæðum að heimsækja á Dublin svæðinu. Einafaldlega frábært hótel, 2 mjög góðir vellir og góð þjónusta. Æfingaaðstaðan er mögnuð, enda er írska golfsambandið með höfuðstöðvar sínar á Carton House. Carton House hélt opna írska mótið á Evrópumótaröðinni 2005, 2006 og 2013. Heimsmeistaramót áhugamanna fer fram á svæðinu í haust dagana 25.ágúst-09.sept.

Carton House er virikilega flott golf resort. Algjör lúxus. Vellirnir tveir, Montgomerie og Mark O´Meara eru æðislegir vellir. Mikið landslag vatn og skógur. Seinni níu á Mark O'Meara er með skemmtilegri golfholum sem ég hef spilað. Í raun er óþarfi að fara af svæðinu en auðvitað líka skemmtilegt að spila aðra velli í grennd.
Eyvindur Sólnes
Carton House er frábært golfhótel 30 min frá flugvellinum í Dublin. Mjög fallegt umhverfi, góð þjónusta og dúndur golfvellir.
Jóhann Pétur Guðjónsson
1 af 2

Þess má geta að hótelið og golfvellirnir voru seldir nýjum aðilum í desember. Þeir hafa nú þegar ákveðið að setja 4 milljarða í endurbætur og viðhald á hótelinu og golfvöllunum. 

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 129.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

13 Sep til 17 Sep
kr. 149.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
20 Sep til 24 Sep
kr. 129.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
27 Sep til 01 Okt
kr. 139.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
21 Mar til 25 Mar
kr. 135.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
28 Mar til 01 Apr
kr. 135.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
04 Apr til 09 Apr
kr. 135.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
11 Apr til 15 Apr
kr. 135.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
18 Apr til 22 Apr
kr. 135.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
25 Apr til 29 Apr
kr. 135.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
02 Maí til 06 Maí
kr. 140.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
09 Maí til 13 Maí
kr. 140.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
16 Maí til 20 Maí
kr. 140.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
23 Maí til 27 Maí
kr. 140.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)
30 Maí til 03 Jún
kr. 140.000 á mann í tvíbýli (4 nætur)

Flugáætlun

FI 416 KEFDUB 0730 1050
FI 417 DUBKEF 1145 1305

Innifalið

Flug með Icelandair til Dublin, 4 nætur með morgunverði, 1 handfarangur, 1 taska og 1 golfsett, 4 x 18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli: €40 á dag

Kvöldverður: A supplement of €45 per person per night applies for a three course table d'hote menu in The Linden Tree.

Aukagolf:€55 um helgar og €45 í miðri viku.

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 03.09.2017 EUR 129.