Norður Írland - Open völlurinn 2019 | GB - Ferðir
Royal Portrush
Royal Portrush
Royal Portrush
Royal Portrush
Portstewart 16th
Portstewart
Portstewart
Portstewart
Castlerock Clubhouse and 1st tee
Castlerock
Castlerock
Castlerock
1 af 12

Undanfarin fimmtán ár höfum við spilað marga af bestu völlum heims. Margir þeirra eru á Bretlandseyjum. Það var ekki fyrr en 2016 sem að við kynntumst Norður Írlandi. Það má með sanni segja að þarna sé sofandi risi á ferðinni. Nú erum við byrjuð að selja golfferðir til Norður Írlands í beinu flugi Icelandair til Belfast. Tveir af bestu völlum heims eru á Belfast svæðinu, Royal Portrush, sem er Open völlurinn 2019 og Royal County Down sem er af mörgum fagaðilum talin vera besti golfvöllur í heimi. 

Í heimsókn minni til Norður-Írlands fékk ég einstaka golf upplifun. Norðurströndin býður upp á frábæra golfvelli í heimsklassa og fegurðin á þessu svæði er engu lík. Castlerock, Portstewart og Portrush eru ótrúlega ólíkir vellir þrátt fyrir að vera mjög nálægt hvorum öðrum. Þeir tveir síðastnefndu eru í hópi eftirminnilegustu golfvalla sem ég hef leikið - og golfsagan drýpur af hverju strái. Stórmót í atvinnugolfi fara fram á þessum völlum og hápunkturinn verður árið 2019 þegar Opna mótið fer fram á Portrush.
Sigurður Elvar Þórólfson, útbreiðslustjóri GSÍ.
Castlerock hefur verið svolítið í skugganum á nágrannavöllum sínum í Portrush og Portstewart. Á vellinum eru margar afbragðs golfholur í skemmtilegu landslagi. Sandhólarnir spila ekki eins stóra rullu eins og til dæmis á Portstewart en innan tíðar verður ráðist í mjög spennandi breytingar á vellinum sem munu taka Castlerock upp á næsta stig. Einn af helstu kostum Castlerock er vinalegt viðmót klúbbfélaga sem taka vel á móti erlendum kylfingum. Castlerock er frábær völlur.
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
"Royal Portrush is one of my favourite golf courses in the world. I think it will be a fantastic Open venue.
Rory McIlroy
Ég mæli hiklaust með heimsókn til Belfast í þægilegu flugi með Air Iceland Connect. Og litli sjávarbærinn Portrush hefur upp á margt að bjóða eftir frábæra golfdaga á bestu strandvöllum heims.
Sigurður Elvar Þórólfson, útbreiðslustjóri GSÍ.
Það er mögnuð tilfinning að standa á fyrsta teig á Strand vellinum í Portstewart. Þetta er líklega ein flottasta opnunarhola á golfvelli sem ég hef spilað. Teigurinn gnæfir yfir strandlengjuna í mögnuðu útsýni. Fyrri níu holurnar í Portstewart eru frábærar - hlykkjast á milli ógnarstórra sandhóla. Eftir flugeldasýninguna á fyrri níu dalar völlurinn aðeins en þegar upp er staðið er um að ræða afar heilsteyptan strandvöll með frábærklúbbhúsi. Einn af þessum eftirminnilegu golfvöllum sem var skiljanlega vettvangur fyrir Opna írska meistaramótið árið 2017
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
Portstewart is looking in perfect shape. You guys are lucky here that the course looks in great shape all year.
John Rham, 2017 Irish Open Champion
Einn allra besti golfvöllur Bretlandseyja og þær breytingar sem gerðar hafa verið á vellinum fyrir Opna mótið eru frábærar. Einn af þessum erfiðu keppnisvöllum sem er unun að spila um leið og kylfingar átta sig á því að skolli er bara býsna gott skor á mörgum holum. Portrush er erfiður golfvöllur sem þarf að leika af skynsemi. Par-3 holur vallarins eru sérstaklega krefjandi og í vindi er engin skömm af því að rífa upp dræverinn. Frábær völlur og ég hlakka til að sjá bestu kylfinga heims reyna að vera undir pari í Opna breska árið 2019.
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
1 af 7

Við byggjum pakkana okkar í kringum Portrush svæðið. Bærinn er mjög skemmtilegur, sérstaklega litla höfnin sem er sneisafull af líflegum veitingastöðum og knæpum. Við notum Atlantic Portrush hótelið sem er stærsta hótelið í bænum. Innifalið í pökkunum okkar eru 3 hringir á fræbærum völlum: Royal Portrush, Portstewart (Irish open völlurinn 2017) og hinn stórkostlegi links völlur Castlerock.    

Verð

Verð frá kr.
kr. 130.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

19 Apr til 22 Apr
kr. 130.000,- á mann í tvíbýli.
26 Apr til 29 Apr
kr. 130.000,- á mann í tvíbýli.
03 Maí til 06 Maí
kr. 145.000,- á mann í tvíbýli.
10 Maí til 13 Maí
kr. 145.000,- á mann í tvíbýli.
17 Maí til 20 Maí
kr. 145.000,- á mann í tvíbýli.
24 Maí til 27 Maí
kr. 145.000,- á mann í tvíbýli.

Flugáætlun

FI7910 19APR KEFBHD 0745 1140
FI7911 22APR BHDKEF 1340 1535

Innifalið

Flug með Icelandair til Belfast, 4 nætur á Atlantic Portrush hótelinu með morgunverði, 3 x 18 holur á Castlerock, Royal Portrush, Portstewart.
 
Golfið:
Castlerock Day 1
Royal Portrush Day 2
Portstewart Day 3 PM
 
Aukagjald fyrir einbýli: kr. 13.000,- á dag.
 
Akstur til og frá flugvelli: £150 á mann báðar leiðir
 
Aukagolf: Óski viðskiptavinir eftir að spila aukagolf þá er sjálfsagt að athuga það gegn greiðslu.

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 8 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 30.10.2017 GBP 144.