Meldrum House, Aberdeen | GB - Ferðir
Meldrum House
Hótelið
Meldrum House
Klúbbhúsið og 18.flötin
Meldrum House
1.hola
Meldrum House
6.hola
Meldrum House
Meldrum House
Cave bar
Meldrum House
Meldrum House
1 af 9

Meldrum House er nýjasta golfhótelið okkar í Skotlandi. Við bjóðum uppá ferðir þangað í samstarfi við Icelandair. Í framhaldi af beinu flugi Icelandair til Aberdeen hefur þetta golfsvæði opnast fyrir íslenska kylfinga. Við höfum náð samningum við Meldrum House, sem er huggulegt resort hótel með góðum 18 holu golfvelli.

Ferðalagið er þægilegt í nýjum Bombardier vélum Iceland Air Connect. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að fara í gegnum flugstöðina og 20 mínútum síðar ertu mættur á teig á Meldrum House. Eitt besta æfingasvæði á evrópskum golfvelli er að finna á Meldrum House. Drengirnir mínir, 15 og 19 ára, nýttu hverja mínútu við æfingar við frábærar aðstæður. Margir af betri kylfingum Skotlands æfa á þessum stað og má þar nefna Paul Lawrie sem sigraði á Opna breska meistaramótinu 1999. Meldrum House golfvöllurinn er í stuttu máli sagt frábær áskorun fyrir kylfinga á öllum getustigum og hótelið er í hæsta gæðaflokki - mæli með þessu.
Sigurður Elvar Þórólfsson Útbreiðslustjóri GSÍ / ritstjóri Golf á Íslandi
Ferðin var frábær í alla staði. Meldrum house er með fína aðstöðu og ákaflega góða þjónustu. Völlurinn þar er mjög skemmtilegur og vel hirtur. Murcar völlurinn var mjög góður en Trump bar nú af verður að viðurkennast. Stórkostlegur völlur að öllu leyti.
Gunnar Vidar
Ferðin var mjög fín. Hótelið er gott og við fengum fyrsta flokks þjónustu þar. Maturinn góður hjá þeim líka. Golfvöllurinn á Meldrum var fínn, gaman að spila hann. Trump völlurinn er bara upplifun og mjög minnisstæður. Fínir caddie-ar sem við fengum þar. Ákváðum að spila af grænum teigum til að hafa hann þægilegri. Í heild var hópurinn ánægður með ferðina, það var helst að hún hefði mátt vera degi lengri. Flugið gekk vel og maður er fljótur í gegn á þessu litla flugvelli.
Jón Benediktsson
Meldrum House kom mér þægilega á óvart. Virðulegt og fallegt golfhótel þar sem haldið er í hefðirnar. Ég átti afar ánægjulega upplifun af hótelinu og ekki síst af hótelbarnum sem er einkar eftirminnilegur. Hótelherbergin eru stór, rúmgóð og þjónustan fyrirtaks. Maturinn hótelinu jafnframt með þeim betri sem ég hef fengið á breskum golfsvæðum.
Jón Júlíus Karlsson, Markaðs- og skrifstofustjóri, Golfklúbburinn Oddur.
Meldrum House golfvöllurinn er mjög skemmtilegur, fjölbreyttur og vel hirtur parkland völlur sem ætti að skemmta kylfingum á öllum getustigum. Æfingaaðstaða er góð, með stórum pútt-og vippflötum ásamt driving-range. Meldrum House hótelið er hreint út sagt frábært, herbergin eru stór og vegleg, maturinn mjög góður og þjónustulund starfsmanna til fyrirmyndar. Ekki má gleyma “Cave Bar”, 800 ára gamalt barstæði þar sem yfir 100 tegundir af Malt Whiskey eru á boðstólnum!”
Rafn Stefán Rafnsson, Örninn Golf
Golfvöllurinn á Meldrum House golfsvæðinu sem mjög skemmtilegur en um leið ólíkur þeim þekktu strandvöllum sem eru allt í kringum Aberdeen. Völlurinn er krefjandi en um leið mjög sanngjarn parkland völlur með mörgum eftirminnilegum golfholum. Æfingaaðstaðan til fyrirmyndar.
Jón Júlíus Karlsson, Markaðs- og skrifstofustjóri, Golfklúbburinn Oddur.
Staðsetningin er einn helsti kostur Meldrum House. Stuttur akstur er af svæðinu til Aberdeen-borgar og einnig á aðra heimsþekkta golfvelli. Heimsókn á Meldrum House er svo sannarlega þess virði og frábær kostur fyrir hópa eða pör sem vilja leika mikið golf í heimsókn sinni til Aberdeen og jafnvel bæta við heimsókn á Trump International, Royal Aberdeen eða aðra frábæra velli nærri Aberdeen.
Jón Júlíus Karlsson, Markaðs- og skrifstofustjóri, Golfklúbburinn Oddur.
1 af 7

Á Aberdeen svæðinu eru fleiri frábærir strandvellir og má þar nefna Royal Aberdeen, Murcar Links og Cruden Bay. Vinsældir golfsvæðisins hafa stóraukist með tilkomu Trump International Golf Links og því upplifa sífellt fleiri kylfingar þann munað að leika á frábærum, rótgrónum og klassískum strandvöllum þar sem haldið er í hefðirnar. Það er mikil upplifun að leika golf á Aberdeen svæðinu. Aberdeen er svo sannarlega innan seilingar fyrir okkur Íslendinga - hreinlega of stutt frá til að láta þessa golfperlu framhjá okkur fara.  

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 109.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

01 Sep til 04 Sep
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.
08 Sep til 11 Sep
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.
08 Sep til 11 Sep
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.
15 Sep til 18 Sep
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.
22 Sep til 25 Sep
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.
29 Sep til 02 Okt
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.
06 Okt til 09 Okt
kr. 119.000,- á mann í superior double herbergi.
13 Okt til 16 Okt
kr. 109.000,- á mann í tvíbýli.

Flugáætlun

FI 424 KEFABZ  0745 1135                   
FI 425 ABZKEF  1340 1530

Innifalið

Innifalið: flug með Icelandair til Aberdeen, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði og 3x18 holur.

Aukagjald fyrir einbýli:
Apríl kr. 11.000 á dag.

Aukagolf:

Low Season £40,-
High Season £50,-

Annað:

Golf Cart: £20 
Electric Trolley: Not available
Trolley: £3

 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið er miðast við Visa gengi 12.10.2016 GBP 146. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.