Trump International, Aberdeen | GB - Ferðir
MacLeod hótelið
Setustofa á hótelinu
14th
twin herbergi á MacLeod hótelinu
Klubbhúsið á Trump International
1 af 17

Aberdeen er stórkostlegt golfsvæði með fjölmörgum frábærum links völlum. Trump International fer þar fremstur í flokki sem sjöundi besti golfvöllur Skotlands. Í framhaldi af beinu flugi Icelandair til Aberdeen hefur þetta golfsvæði opnast fyrir íslenska kylfinga. Við höfum náð samningum við Trump International og MacLeod sveitasetrið "mansion" sem er í eigu sömu aðila.

Golf í Aberdeen er frábær viðbót fyrir íslenska kylfinga sem hafa unun af því að leika á skoskum "linksurum". Á svæðinu í kringum Aberdeen má finna nokkra af bestu strandvöllum Bretlandseyja og þó víðar væri leitað.
Jón Júlíus Karlsson, Markaðsstjóri Golfklúbbsins Odds
Mikið hefur verið skrifað um hversu glæsilegur og einstakur þessi golfvöllur er. Yfirleitt tekur maður slíkum skrifum með fyrirvara en í þessu tilfelli stenst hvert einsasta orð! Trump International völlurinn í Aberdeen er meistaraverk og ég fullyrði að stórmót á borð við Ryder-bikarinn mun fara fram á þessum velli í framtíðinni. Leikið er í einstöku landslagi þar sem golfbrautirnar hlykkjast meðfram risavöxnum sandhólum. Hönnun vallarins er á heimsmælikvarða - vel ígrunduð því völlurinn hentar breiðu getustigi kylfinga þökk sé fjölda teiga.
Jón Júlíus Karlsson, Markaðsstjóri Golfklúbbsins Odds
Trump International er einfaldlega stórfenglegur golfvöllur. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá völlinn fyrst, því mér leið eins og ég væri komin á settið í STAR WARS
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Á svæðinu eru fjölmargir gæðavellir innan 20 mín radius frá hótelinu, ss. Royal Aberdeen, Murcar og Cruden Bay. Allt vellir sem skora hátt á topp 50 listanum yfir besti velli Skotlands
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Þó framkvæmd vallarins kunni að hafa verið umdeild líkt og eigandinn þá ættu golfáhugamenn ekki að láta þessi perlu framhjá sér fara. Hver einasta golfbraut er einstök og völlurinn er merkilega léttur á fótinn þrátt fyrir að leikið að leikið sé eftir hæðóttri strandlengju. Ekki er hægt að leika völlinn á golfbíl nema að framvísa læknisvottorði er rétt er að hvetja sem flesta til að leika völlinn fótgangandi enda eykur það upplifunina margfalt.
Jón Júlíus Karlsson, Markaðsstjóri Golfklúbbsins Odds
1 af 5

Á Aberdeen svæðinu eru fleiri frábærir strandvellir og má þar nefna Royal Aberdeen, Murcar Links og Cruden Bay. Vinsældir golfsvæðisins hafa stóraukist með tilkomu Trump International Golf Links og því upplifa sífellt fleiri kylfingar þann munað að leika á frábærum, rótgrónum og klassískum strandvöllum þar sem haldið er í hefðirnar. Það er mikil upplifun að leika golf á Aberdeen svæðinu. Aberdeen er svo sannarlega innan seilingar fyrir okkur Íslendinga - hreinlega of stutt frá til að láta þessa golfperlu framhjá okkur fara.  

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 139.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

01 Sep til 04 Sep
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
08 Sep til 11 Sep
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
15 Sep til 18 Sep
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
22 Sep til 25 Sep
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
29 Sep til 02 Okt
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
06 Okt til 09 Okt
kr 139.000,- á mann í tvíbýli
13 Okt til 16 Okt
kr 139.000,- á mann í tvíbýli.

Flugáætlun

FI 424 KEFABZ  0745 1135                   
FI 425 ABZKEF  1340 1530

Innifalið

North East Links Experience.  Innifalið: flug með Icelandair til Aberdeen, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði og 3x18 holur á eftirstöldum völlum: Trump International, Royal Aberdeen og Cruden Bay.

Aukagjald fyrir einbýli:
Apríl kr. 40.000
Maí og sept kr. 48.000

Aukagolf:
Low Season £150.00
High Season £215.00

Annað:
Caddie: £45 plus gratuity
Golf Cart (driven by a caddie): £45 plus gratuity
Club Hire: £60.00
Electric Trolley: £20.00
Trolley: frítt
“Dram off the 18th hole”: £10 to £20*
Engraved bag tag£5.00

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið er miðast við Visa gengi 12.10.2016 GBP 146. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.