Arlberg 1800 Resort | GB - Ferðir
1 af 5

Næsta vetur munu GB ferðir bjóða uppá Arlberg 1800 Resort sem við völdum fyrir okkar viðskiptavini eftir að hafa heimsótt svæðið nýverið.  Arlberg 1800 Resort er staðsett í matar og vínmusterinu St. Christoph.  Bærinn er einstaklega fallegur og notalegur.  Aðbúnaðurinn er frábær í gistingu, mat og drykk en ekki síður þegar kemur að skíðaiðkun.  Skíðaskólinn er við hótelið og lyfturnar í nokkurra metra fjarlægð. Fyrir börnin er boðið upp á gæslu allan daginn í vel útbúinni aðstöðu, einnig fyrir og eftir skíðaskólann og börn í skíðaskólanum borða hádegisverð á veitingastöðum hótelsins og er ekkert slegið af í gæðum í mat fyrir börnin. Þetta er í raun ski-in ski-out.  Auk þess eru tvær góðar skíðaverslanir og skíðaleigur á staðnum og veitingahúsaflóran er með ólíkindum góð. Þeir sem hafa þörf á stærra rými geta gist í íbúðum á Arlberg 1800 Resort,  í Alm Residence svítunum eða Arlberg 1800 Chalet svítunum, sem eru líklega fallegustu íbúðir sem við höfum augum litið.

Arlberg skíðasvæðið er stærsta skíðasvæði Austurríkis. Á svæðinu eru 300 km af troðnum brekkum og 200 km af ótroðnum brekkum, s.k. „off piste“. Arlberg samanstendur af fimm þorpum og bæjum sem margir þekkja. Þau eru Lech, Zurs, St. Anton, St. Christoph og Stuben. Allt eru þetta skemmtilegir skíðabæir hver með sína sérstöðu.  Núorðið eru öll svæðin samtengd  með lyftum og því auðvelt að fara á milli þeirra sama hvar maður byrjar skíðadaginn.Það sem einkennir bæinn St. Christoph  er einstök matar- og vínmenning. Það er ljóst að staðurinn ber af  í gæðum á því sviði og veitingastaðir Arlberg Resort hafa þar mikið að segja. Við fengum að reyna það ekki alls fyrir löngu. Við prófuðum 6 veitingastaði og voru þeir allir stórkostlegir. Á hótelinu eru  5 staðir, hver öðrum betri og í fjallinu eru margir einstaklega góðir veitingastaðir.

Saga hótelsins er frá árinu 1400 þegar ákveðið var að byggja skála (Hospice on the Arlberg) fyrir þá sem áttu leið um fjöllin í viðskiptaerindum. Algengt var að fólk yrði úti á ferðalögum sínum um fjöllin en snarlega dró úr því eftir að skálinn var reistur. Hefur allt frá þeim tíma, verið gistiþjónusta í einhverri mynd á nákvæmlega þessum stað.  Frá árinu 1400 og eflaust fyrr hefur aldrei fallið snjóflóð á þeim stað er hótelið stendur og hefur af þeirri ástæðu verið notast við nákvæmlega sömu staðsetningu við enduruppbyggingu hótelsins í gegnum aldirnar.

Hótelið sem nú stendur þarna er frá árinu 1959 og hefur verið í eigu Werner fjölskyldunnar frá upphafi.  Florian Werner er núverandi hótelstjóri og er hann einstaklega þægilegur og gestrisinn og  er ævinlega  sýnilegur á hótelinu.  Ef hann er ekki í hótelafgreiðslunni má sjá hann á einhverjum veitingastaðanna að spjalla við gesti til að tryggja að allir séu ánægðir. Árið 2015 lét Florian byggja tóneikahús og listagallerí á resortinu Um er að ræða neðanjarðarbyggingu sem tengir saman hótelið sjálft við 1800 Chalet svíturnar.  Í hverri viku eru tónleikar (oftast klassískir) sem eru opnir hótelgestum án endurgjalds, oftast að undangegnum  kokteil í boði hússins.

Einnig munu hótelgestir sjá fjölda listaverka á göngum hótelsins, sem unnin eru af ungum listamönnum á hverju sumri auk þess að hafa aðgang að listagalleríinu án endurgjalds.

 

 

Arlberg skíðasvæðið er stórbrotið. Á svæðinu eru 300 km af troðnum brekkum og 200 km af ótroðnum brekkum, s.k. „off piste“. Arlberg samanstendur af fimm þorpum: Lech, Zurs, St. Anton, St. Christoph og Stuben. St. Christoph er talið vera matarmusterið af þessum þorpum og það kann maður að meta. Frá og með síðasta vetri eru öll svæðin samtengd með lyftum og því auðvelt að fara á milli þeirra sama hvar maður byrjar skíðadaginn. Það er hægt að skíða út mars á svæðinu við góðar aðstæður þar sem þetta liggur hátt uppi.
Jóhann Pétur Guðjónsson
1 af 1

Einnig munu hótelgestir sjá fjölda listaverka á göngum hótelsins, sem unnin eru af ungum listamönnum á hverju sumri auk þess að hafa aðgang að listagalleríinu án endurgjalds.

Að Florian ólöstuðum verður að segjast að aðalmaðurinn á hótelinu er Adolf Werner, faðir Florians.  Þarna er á ferðinni mikill  töffari og höfðingi, á níræðis aldri. Hann er einstakur gestgjafi og lætur sjá sig á veitingastöðum hótelsins alla daga, þar sem hann nýtur þess að gera vel við hótelgesti. Einu sinni í viku opnar hann eldhús veitingastaðanna fyrir hótelgestum, sem þá gefst tækifæri á að hitta kokkana og njóta ýmissa kræsinga í boði hússins.  Adolf er einn mesti vínáhugamaður Evrópu og á hann stærsta einkasafn vína sem vitað er um. Fyrir utan mörg þúsund flöskur af öllum stærðum og gerðum á hann eitt eftirminnilegasta Bordeaux safn sem sögur fara af.  Í safninu eru eingöngu vínflöskur af stærri gerðinni, einkum 12, 15 og 18 lítra Grand Cru flöskur frá Bordeaux.  Sagan segir að Adolf gamli hafi óskað eftir því að betri vínhús í Bordeaux framleiddu þessar stærðir og að það sé upphafið af þessari framleiðslu. Hótelgestir geta óskað eftir því að fara í skoðunarferðir í vínkjallara Adolfs Werner og er það upplifun sem vínáhugamenn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 400.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

09 Feb til 16 Feb
kr. 300.000,- á mann í tvíbýli

Flugáætlun

FI 532    KEFMUC 0720 1205    
FI 533    MUCKEF 1305 1600

Innifalið

Flug með Icelandair til München, flugvallarskattar og aukagjöld, gisting á Arlberg 1800 Reort með morgunverði, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

*ath. City tax bætist við reikninginn og er 1,80 EUR per night and guest.

Hálft fæði:
Halft fæði er XX EUR á mann á dag.  Það er einungis hægt að bóka alla dagana eða ekki.

Reglur um börn:
0-5 ára Gista frítt með fullorðnum og eru í fríu fæði
6-11 ára 50 EUR fyrir aukarúm og 22,50 EUR fyrir hálft fæði
12 ára og eldri 100 EUR fyrir aukarúm og 45 EUR fyrir hálft fæði
Maximum Occupancy 2 Adult(s) 1 Child(ren)

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)

Evrópa 3.760 per. fluglegg
USA kr. 4.400 per. fluglegg

Nánar - þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum

Evrópa 4.700 per. fluglegg
USA kr. 5.500 per. fluglegg

 

Lyftupassar eru seldir á hótelinu:

6 dagar
fullorðnir XXX EUR
Börn (fædd 2009-2000) XXX EUR
Unglingar (1999-1997) XXX EUR

 

Skilmálar

Tilboðið miðast við staðgreiðslu. Hægt er að fá endurgreitt innan 7 daga frá bókun ef bókað er með meira en 6 vikna fyrirvara, annars óendurkræft að öllu leyti.  Tilboðið er miðast við Visa gengi 18.10.2016 EUR129.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar