Lech am Arlberg | GB - Ferðir
Lech Lodge - Chalet Lech I
Der Berghof
Haldenhof
Hotel Krone
Lech Lodge - Chalet Lech II
Lech Lodge Chalet Lech I
Lech
1 af 7

Í vetur bjóðum við uppá ferðir til Lech í beinu flugi Icelandair til Zürich. Þaðan er ekki nema 2 tíma akstur til Lech. Samgöngur á milli Zürich og Lech eru einstaklega þægilegar og við mælum sérstaklega með Arlbeg Express. Annars önnumst við að sjálfsögðu þennan hluta sem og tillögur að veitingastöðum og þess háttar.

Við höfum sérvalið nokkur hótel sem hafa reynst okkur vel þannig að allir finna eitthvað við sitt hæfi. Der Berghof - Romantik Hotel Krone - Lech Lodge - Hotel Post Lech - Hotel Bergkristall Oberlech - Romantik Hotel Krone Lech - Haldenhof

Arlberg skíðasvæðið er stórbrotið. Á svæðinu eru 300 km af troðnum brekkum og 200 km af ótroðnum brekkum, s.k. „off piste“. Arlberg samanstendur af fimm þorpum: Lech, Zurs, St. Anton, St. Christoph og Stuben. St. Christoph er talið vera matarmusterið af þessum þorpum og það kann maður að meta. Frá og með síðasta vetri eru öll svæðin samtengd með lyftum og því auðvelt að fara á milli þeirra sama hvar maður byrjar skíðadaginn. Það er hægt að skíða út mars á svæðinu við góðar aðstæður þar sem þetta liggur hátt uppi.
Jóhann Pétur Guðjónsson
1 af 1

Arlberg skíðasvæðið er stærsta skíðasvæði Austurríkis. Á svæðinu eru 300 km af troðnum brekkum og 200 km af ótroðnum brekkum, s.k. „off piste“. Arlberg samanstendur af fimm þorpum og bæjum sem margir þekkja. Þau eru Lech, Zurs, St. Anton, St. Christoph og Stuben. Allt eru þetta skemmtilegir skíðabæir hver með sína sérstöðu.  Núorðið eru öll svæðin samtengd  með lyftum og því auðvelt að fara á milli þeirra sama hvar maður byrjar skíðadaginn.Það sem einkennir bæinn St. Christoph  er einstök matar- og vínmenning. Það er ljóst að staðurinn ber af  í gæðum á því sviði og veitingastaðir Arlberg Resort hafa þar mikið að segja. Við fengum að reyna það ekki alls fyrir löngu. Við prófuðum 6 veitingastaði og voru þeir allir stórkostlegir. Á hótelinu eru  5 staðir, hver öðrum betri og í fjallinu eru margir einstaklega góðir veitingastaðir.

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 355.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

16 Feb til 23 Feb
frá kr. 355.000 á mann í tvíbýli
23 Feb til 02 Mar
frá kr. 355.000 á mann í tvíbýli

Flugáætlun

FI 568 KEFZRH 0720 1205                   
FI 569 ZRHKEF 1305 1550

Innifalið

Flug með Icelandair til Zürich, flugvallarskattar og aukagjöld, gisting með morgunverði, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)

Evrópa 3.760 per. fluglegg
USA kr. 4.400 per. fluglegg

Nánar - þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum

Evrópa 4.700 per. fluglegg
USA kr. 5.500 per. fluglegg

Lyftupassar eru seldir á hótelinu.

Skilmálar

Tilboðið miðast við staðgreiðslu. Hægt er að fá endurgreitt innan 7 daga frá bókun ef bókað er með meira en 6 vikna fyrirvara, annars óendurkræft að öllu leyti.  Tilboðið er miðast við Visa gengi 15.11.2018 EUR 143.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.