Aspen/Snowmass, Colorado | GB - Ferðir
Séð yfir Aspen
Cloude Nine veitingastaðurinn í Aspen Highlands
1 af 8

Aspen/Snowmass er líklega þekktasta skíðasvæði Norður Ameríku, ekki síst vegna þess að ríka og fræga fólkið heldur þar gjarnan til. Hitt er þó mikilvægara að í Aspen eru bestu fjöll sem að völ er á og flóra veitingastaða, verslana og listagallería er með ólíkindum. Í dag eru yfir 120 veitingastaðir í bænum. Við erum að vinna með öllum hótelum á svæðinu og gerum tilboð í eftirfarandi: FLUG - GISTINGU - AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI OG LYFTUKORT.  bestu verðin færðu hjá okkur ásamt inside upplýsingum um bestu veitingastaði bæjarins.

Geggjað i Aspen, allt eins og á að vera. Mjög ánægður með herbergið. Glampandi sól og spáð púðri á morgun.
Halldor Larusson
Einn stærsti kosturinn við Klettafjöllin í Bandaríkjunum er snjórinn og þá nánar tiltekið s.k. púðursnjór. Þess skal þó getið að troðnar brautir eru að sjálfsögðu einnig í boði í öllum flokkum. Fyrir byrjendur er afar hentugt að taka fyrstu skrefin í mjúkum snjó en undirritaður hefur aldrei náð að upplifa hart færi í Klettafjöllunum. Besti tíminn til að upplifa púðursnjó, eða léttari útgáfuna ,,kampavínspúður“, er seinnihluta janúar auk febrúar þó reyndar snjói einnig mikið í mars sem þó er sólríkari.
Arnar Sigurðsson
1 af 2

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 379.000,-
á mann í Deluxe King

Dagsetningar

01 Feb til 09 Feb
frá kr. 379.000 á mann í tvíbýli.
08 Feb til 16 Feb
frá kr. 379.000 á mann í tvíbýli.
15 Feb til 23 Feb
frá kr. 379.000 á mann í tvíbýli.

Flugáætlun

FI 671 KEFDEN 1700 1755 
FI 670 DENKEF 1615 0635+1

Innifalið

Flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar og fuel gjöld, 8 nætur með morgunverði, ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.

Akstur til og frá flugvelli:

  • frá $236 á mann (1-3 saman)
  • frá $186 (BÖRN 2-11 ára)

Skíðapassar:  7 daga passar

  • $ 805 (18-64 ára)
  • Börn (7-12) ára skíða frítt í allan vetur ef þú leigir græjurnar hjá Four Mountain Sports. Leiga fyrir 9 daga er $173 fyrir venjulegan pakka en $239 fyrir premium pakka
  • $ 434 Child (7-17 ára)
  • $ 434 Senior (+65 ára)
  • FRÍTT (6 ára og yngri)

 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 12 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.