Fraser Crossing - Winter Park | GB - Ferðir
Winter Park
Ávallt sól í Vetrargarðinum
Winter Park
WinterPark er fjölskylduvænt skíðasvæði
Fraser Crossing
Hótelmóttakan í Fraser Crossing
Winter Park
Forðist biðraðir Evrópu í ár og bókið ferðina til Colorado
Winter Park
Fjallaþorpið er vel hannað og allir eru fljótir að læra á það.
Founders Pointe
Útipotturinn á hótelinu
Týpiskt svefnherbergi
Founders Pointe
Hótelið
Fraser Crossing
Eldhús í Fraser Crossing
svefnherbergi í Fraser Crossing
Fraser Crossing
Hótelið
1 af 11

Fraser Crossing og Founders Pointe íbúðarhótelið er staðsett í fjallaþorpi Winter Park. Þetta eru rúmgóðar og vandaðar íbúðir fyrir þá sem vilja betra verð og nýrri íbúðir en Zephir Mountain Lodge bíður uppá.  Þetta er ekki strangt til tekið "ski-in ski-out" en engu að síður stutt að ganga í lyfturnar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Winter Park fjórða stærsta skíðasvæðið í Colorado. Hér er stórkostlegt að skíða allt tímabilið. Winter Park eru þekktir fyrir afbragðs púðursnjó í febrúar og eitt af þeim svæðum sem nægur snjór er á langt fram í apríl ár hvert. Á hótelinu eru rúmgoðar íbúðir (1, 2 og 3 bedroom). Skíðageymslur eru á jarðahæð þar sem hvert herbergi fær sinn skáp. Fjallaþorpið í Winter Park er stórskemmtilegt, með fjölda kaffihúsa (m.a. Starbucks), veitingastaða og verslana. Við eigum okkar uppáhaldsstaði í þorpinu sem við glöð deilum með okkar viðskiptavinum.   

Þetta var í einu orði sagt guðdómlegt, allt gekk vel og allir komu heilir heim. Frábærar brekkur. Gistingin var mjög flott, íbúðirnar rúmgóðar og vel útbúnar, gas arininn dásamlegur og heiti potturinn með útsýni upp í brekku. Það er ekki oft að maður kemst í heitan pott í útlöndum sem er svona stór og svona heitur. Þessi spölur út í lyfturnar var ekkert mál.
Einfríður Árnadóttir
Í aðeins 120 mínútna fjarlægð frá flugvellinum i Denver er skíðaperla sem heitir Winter Park. Winter Park ber nafn með rentu enda svæðið stórskemmtilegt og bærinn vinalegur og fólkið sem í honum býr. Hótelið er við hliðina á lyftunum, margskonar verslanir í kringum hótelið ásamt flóru af veitingastöðum við allra hæfi.Það er fátt sem toppar púðurdag í Winter Park nema þá helst ofurvinningurinn í Víkingalottóinu......
Böðvar Eggert Guðjónsson - framkvæmdastjóri Kexland.is
Winter Park skíðasvæðið er S T Ó R T. Svæðið samanstendur af fimm samliggjandi fjöllum: Winter Park, Mary Jane, Parsenn Bowl, Vasquez Cirque og Vasquez Ridge. Þetta er fjórða stærsta skíðasvæðið í Colorado: 1,521 hektara, 142 skíðaleiðir, 25 lyftur. Og rúsínan í pylsuendanum 490 hektarar af "off-piste" skíðasvæði fyrir fyrir þá hörðustu. Eftir góðan dag í fjöllunum er nóg af góðum veitingastöðum. Colorado mjöðurinn er líka dúndur!
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Best Resort for Families in North America - 2nd Best for Beginners in North America - Daily Telegraph Newspaper (UK) - 2nd Best for Value in North America
Daily Telegraph Newspaper (UK)
Einn af kostum Winter Park er að allir geta skíðað saman óháð getustigi. Langflestar lyfturnar liggja við mismunandi brekkur. Hver og einn getur skíðað brekku við sitt hæfi og hópurinn mætist við botn lyftunnar. Einfalt og þægilegt.
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
1 af 5

Aksturinn frá Denver er ekki nema 90 mínútur. Þú hefur meiri tíma í að skíða og minni tími fer í aksturinn. Við sjáum um ferðir til og frá flugvelli fyrir þá sem ekki eru á bílaleigubíl. Á undanförnum árum hefur verið varið miklum fjármunum í að endurbæta fjallþorpið og lyftukostinn, m.a. 4 nýjar stólalyftur. Upphæðin nemur tæplega þremur milljörðum króna. Skíðaferð til Winter Park er einn af ódýrari kostunum í Colorado. Þú færð gríðarlega mikið fyrir peninginn, enda svæðið stórt og fjölbreytt.  

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 199.000,-
á mann í studio silver íbúð

Dagsetningar

03 Mar til 11 Mar
kr. 199.000,- á mann í studio
10 Mar til 18 Mar
kr. 199.000,- á mann í studio
17 Mar til 25 Mar
kr. 199.000,- á mann í studio

Flugáætlun

FI 671 KEFDEN 1700 1755 
FI 670 DENKEF 1615 0635+1

Innifalið

Flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar og fuel gjöld, 8 nætur ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.

Akstur til og frá flugvelli:

  • $148 á mann (1-3 saman)
  • $120 á mann (fleiri en 3 saman í bókun)
  • $74 (BÖRN 2-11 ára)

Skíðapassar (árskort):
Adults $529
Teen Ages 13-17 ára $429
Child Ages 5-12 ára $289
4 & Under Ages 0-4 ára $29
Senior Ages 70+ $429

Aukamaður í herbergi: Í öllum herbergjum eru svefnsófar og því geta tveir til viðbótar gist í hverju herbergi án viðbótarkostnaðar. Eini kostnaðurinn er flug, skíðapassar og akstur til og frá flugvelli eftir því sem við á.

Dæmi:

Studio – 4 people; 1 queen bed, 1 sofa sleeper
1 bedroom – 4 people; 1 queen bed, 1 sofa sleeper
2 bedroom – 6 people; 2 queen beds, 1 sofa sleeper
3 bedroom – 8 people; 3 queen beds, 1 sofa sleeper

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)

Evrópa 3.760 per. fluglegg
USA kr. 4.400 per. fluglegg

Nánar - þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum

Evrópa 4.700 per. fluglegg
USA kr. 5.500 per. fluglegg

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 12 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.