Hotel Jerome, Aspen | GB - Ferðir
1 af 14

Hotel Jerome er ekki bara sögufrægt hótel, heldur það allra flottasta í Aspen.  Upphaflega opnaði hótelið árið 1889 og hefur frá þeim degi verið krúndjásn bæjarins. Árið 2012 var hótelið tekið algerlega í gegn og var opnað með pomp og prakt í desember sama ár. Í dag er hótelið rekið undir merkjum Auberge Resorts og hefur slegið í gegn. Þjónustan á hótelinu er óviðjafnanleg.

Eitt fallegasta hótel veraldar er krúnudjásn bæjarins, Hotel Jerome sem jafnframt er á söguminjaskrá byggt 1880. Gistingin er ekki ódýr en óviðjafnanleg og hugsanlega eftirminnileg því sögur fara af draugagangi frá þeim tíma þegar hótelið þjónaði hlutverki líkhúss. Drykkur á barnum hér er algerlega ómissandi.
Arnar Sigurðsson
Geggjað i Aspen, allt eins og á að vera. Mjög ánægður með herbergið. Glampandi sól og spáð púðri á morgun.
Halldor Larusson
Aspen er allt í senn venjulegur og upprunalegur bær með mikinn sjarma, gríðarlegt úrval veitingastaða af öllum tegundum auk verslana allt frá Prada og Ralph Lauren niður í J Crew og Gap, og rétt eins og í Vail er hér talsvert næturlíf.
Arnar Sigurðsson
Mittisdjúpur en fisléttur púðursnjór og ekki sálu að sjá. Við þessar aðstæður er ekki um neitt annað að hugsa en að komast sem fyrst upp aftur, hugsun sem reyndar hefur sótt á alla tíð síðan.
Arnar Sigurðsson
Eftir hnédjúpan púðurmorgun í Aspen Mountain er hádegisverður á fremur uppsköluðum veitingastað, Ajax Tavern. Ilmur af trufflusveppum í salnum er kunnuglegur enda einn þekktasti réttur staðarins parmesan og trufflubaðaðar franskar kartöflur. Matseðillinn er dæmigerður fyrir hádegisstaði af betri tegundinni, ostrur, steikur, hamborgarar og vínseðill í hæsta klassa.
Arnar Sigurðsson
1 af 5

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 710.000,-
á mann í Deluxe hótelherbergi.

Dagsetningar

03 Feb til 11 Feb
kr. 710.000,- á mann í tvíbýli
17 Feb til 25 Feb
kr. 710.000,- á mann í tvíbýli
24 Feb til 04 Mar
kr. 710.000,- á mann í tvíbýli
03 Mar til 11 Mar
kr. 710.000,- á mann í tvíbýli
10 Mar til 18 Mar
kr. 710.000,- á mann í tvíbýli
17 Mar til 25 Mar
kr. 710.000,- á mann í tvíbýli

Flugáætlun

FI 671 KEFDEN 1700 1755
FI 670 DENKEF 1615 0635+1

Innifalið

Flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar og fuel gjöld, 8 nætur með $30 morgunverðarkredit á mann á dag, resort fee og aðgengi að heilsulind hótelsins. 

*Resort fee: Includes Airport transportation (Aspen airport), in-town Aspen mountain transportation, Wi-Fi access, use of business and fitness center, lobby coffee, national newspapers, as well as other amenities to enhance the stay of our guests.  ATH. tveir til viðbótar geta gist í hverju herbergi án viðbótarkostnaðar. Eini kostnaðurinn er flug, skíðapassar og akstur til og frá flugvelli eftir því sem við á.

Skíðapassar:  7 daga passar

  • $ 805 (18-64 ára)
  • Börn (7-12) ára skíða frítt í allan vetur ef þú leigir græjurnar hjá Four Mountain Sports. Leiga fyrir 9 daga er $173 fyrir venjulegan pakka en $239 fyrir premium pakka
  • $ 434 Child (7-17 ára)
  • $ 434 Senior (+65 ára)
  • FRÍTT (6 ára og yngri)

Skíðaleiga: Fer eftir búnaði en verðin eru á bilinu $20.00 – $60.00 á dag.

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 12 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.