The Sitzmark,Vail Colorado | GB - Ferðir
Vail
Púðurdagur í Blue Sky Basin í Vail
Vail
Vail
Vail
1 af 13

Vail er stærsta skíðasvæði Norður Ameríku og af mörgum talið það besta. Sitzmark hótelið er notalegt og vel staðsett hótel í Vail Village. Hótelið er vel útbúið og í 4 mínútna göngufæri frá One lyftunni. Stærð skíðasvæðisins er með ólíkindum eða 2.200 hektarar. Vail býður uppá stærsta flatarmál troðins skíðasvæðis í heiminum ásamt því að "Back Bowls" opnar nýjan heim fyrir þá sem vilja kanna ótroðnar slóðir. Skíðapassinn gildir ekki eingöngu í Vail heldur einnig í Breckenridge, Beaver Creek og Keystone. 

Vail er sannarlega flottur staður til að skíða á. Hef verið í Leech og mikið í Selva sem verður að teljast með betri skíðasvæðum í Evrópu. Verð samt að setja Vail í sérflokk, ótrúlega glæsilegt og fjölbreytt svæði fyrir skíði og bretti.
Ólafur Sveinsson
Að baki er frábær ferð til Vail, Colorado. Þetta svæði er hreint frábært. Veðursældin, færið, fjölbreytileikinn og umhverfið. Allt fyrsta flokks. Takk fyrir aðstoðina við að gera þessa ferð að því sem hún varð.
Þorsteinn Sverrisson, Natfish
Orð eins og “fullkomnun” og “meiriháttar” lýsa best skíðasvæðinu, þó því verði sennilega aldrei lýst með orðum frekar en öðrum meistaraverkum. í Vail fara saman magn og gæði, a.m.k. mælt í skíðabrekkum”
Arnar Sigurðsson
Nýjasti veitingastaðurinn í fjallinu heitir því hógværa nafni „10“ og er í miðri brekku. Glæsilegri veitingastað er vart að finna á skíðastað. Verð á réttum á bilinu $12-$39 verður að teljast hóflegt a.m.k. á íslenskan mælikvarða.
Arnar Sigurðsson
1 af 4

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 262.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

03 Mar til 11 Mar
kr. 299.000 á mann í superior herbergi
10 Mar til 18 Mar
kr. 299.000 á mann í superior herbergi
17 Mar til 25 Mar
kr. 299.000 á mann í superior herbergi

Flugáætlun

FI 671 KEFDEN 1700 1855
FI 670 DENKEF  1720 0635+1
    

Innifalið

Flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar og fuel gjöld, 9 nætur með morgunverði ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.  
 
Akstur til og frá flugvelli:
$ 198 á mann (1-3 saman)
$ 160mann (fleiri en 3 saman í bókun)
BÖRN 2-11 ára fá 50% afslátt
 
Skíðapassar: tilboð gildir til 19. nóvember
Epic local passi (árskort): $679 (+13 ára), $359 (5-12 ára)
Epic 7 daga passi: $ 679 (+13 ára) & $ 359 (5-12 ára)
Epic 4 daga passi: $ 459 (+13 ára) & $ 249 (5-12 ára)  
 
Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)

Evrópa 3.760 per. fluglegg
USA kr. 4.400 per. fluglegg

Nánar - þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum

Evrópa 4.700 per. fluglegg
USA kr. 5.500 per. fluglegg

 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 12 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.