The Chedi - Andermatt | GB - Ferðir
Deluxe herbergi
Lobbý svæðið
Deluxe herbergi
1 af 13

Við kynnum með stolti The Chedi Andermatt, fimm stjörnu hótel í hæsta gæðaflokki. Hérna fer að okkar mati hið fullkomna resort hótel, það er einfaldlega það langbesta sem við höfum gist á frá upphafi. Hótelið er vel staðsett í hjarta gamla bæjarins í Andermatt.  Þjónustan er hreint út sagt óviðjafnanleg. Íburður er mikill en allt gert af mikilli smekkvísi og efnisvalið eftir því, þar sem notast var við harðvið, náttúrustein, leður og stál í innréttingum hótelsins. Lýsing og hljóðvist eru einnig til fyrirmyndar um allt hótelið, sem skapar notalega stemningu og næði um allt hótelið. Jarðhæðin hýsir ýmis almenn rými, svo sem móttöku, bókasafn,  setustofu (e.lounge), vindlaherbergi, tískuvöruverslun, úra- og skartgripa verslun, skíðaverslun, bar og  aðalveitingastað hótelsins „The Restaurant“. Öll húsgögn á hótelinu eru glæsileg og íburðarmikil en áhersla lögð á þægindi. Allt er lagt upp úr því að gestir hótelsins njóti dvalarinnar og eru almenningsrýmin mjög hlýleg og afslöppuð og er unnt er að fá veitingaþjónustu í öllum almennum rýmum hótelsins. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir. Morgunverðurinn er framreiddur á aðalveitingastað hótelsins. Veitingastaðurinn er ótrúlega fallegur og satt að segja hægt að gleyma tímanum þar. Hægt er að panta af matseðli, en einnig er glæsilegt hlaðborð. Kaffið er lagað af kaffibarþjóni og þjónað til borðs. Í miðju rýminu er séstakt ostaherbergi, sem morgunverðargestir geta valið úr, gómsæta osta að eigin vali.

Best possible rating with 5 stars
Forbes Travel Guide 2019
Frábært vel staðsett hótel með æðislegum veitingastöðum
Hulda Pjetursdóttir
The South facing Andermatt-Sedrun SkiArena, with lifts linking Andermatt to the high plateau at Oberalp and onto Dieni, a small lift station near Sedrun. The final lift was completed for the 2018/19 season and the SkiArena is now the largest ski area in central Switzerland with over 120kms of lifts.
Langbesta hótel sem undirritaður hefur gist á. Allt eins og hugur manns. Eini gallinn er sá að ég nennti varla að fara á skíði. Svo þægileg var dvölin.
Jóhann Pétur Guðjónsson
Despite all the investment into the lift system linking Andermatt with Sedrun, it is still the high-altitude, snowsure, steep, North-facing Gemmsstock mountain that is the main attraction for freeriders, off-piste skiers, black-run lovers and strong intermediate skiers who fancy a challenge. A two-stage cable car ascends 1500 metres from Andermatt via Gurschen to reach the summit at 2,961m.
THE SNOW-SURE AREA ANDERMATT - Every year, hundreds of thousands of tourists come to Andermatt in Switzerland. They meet one of the most snow-sure areas in Europe, readily accessible off piste areas, pleasant elevation differences – and atmospheric village.
Best Activity Hotel on a Global Level - Best Luxury Hotel in Switzerland - Best Spa Retreat in Switzerland
2018 Haute Grandeur Global Awards
Top 10 Best Spas worldwide
Traveller’s World Awards
Top 5 among the 25 Hotels for Luxury in Switzerland
TripAdvisor Travelers’ Choice™ 2019
1 af 9

Herbergin á hótelinu eru í einu orði stórkostleg.  Minnstu herbergin eru tæpir 55m² af fegurð og þægindum. Útsýnið úr herbergjunum er ýmist yfir Svissnesku Alpana eða þorpið og svalir eru á hverju einasta herbergi. Arin er í öllum herbergjunum, falleg og þægileg húsgögn, heilsurúm frá Hästens og rúmgóðir skápar. Algjör friður er á herbergjunum. Fá herbergi eru á hverjum gangi auk þess sem sérstaklega hefur verið hugað að hljóðvist um allt hótelið. Baðherbergin eru glæsileg og vel búin. Á öllum herbergjum er frístandandi baðkar, óvenjulega stór og góð sturta, tveir vaskar, falleg lýsing, náttúrusteinn og baðvörur frá ítalska merkinu Aqua Di Parma og sloppar og inniskór fylgja öllum herbergjum. Annar útbúnaður á herbergjunum er míníbar með fríum óáfengum drykkjum, Illy kaffivél, tímarit, bækur o.fl. Heilsulindin er draumi líkust og stenst væntingar þeirra kröfuhörðustu. Þar er inni- og útisundlaug, heitir og kaldir pottar, þurr og blautgufur og falleg rými til slökunar. Hægt er að fá veitingaþjónustu að sundlauginni. Einnig er frábær og líkamsræktarstöð í heilsulindinni og fjöldi meðferðarrýma. Auk alls þessa er að finna á hótelinu ýmsa þjónustu sem ekki er algengt að finna á fimm stjörnu hótelum. Dæmi um slíkt er sérstakt vínherbergi, vindlaherbergi,  ostaherbergi, bókasafn, fjórir veitingastaðir, þar af einn sem hefur hlotið Michelin stjörnu, sérstakt skíðaherbergi, þar sem gestir njóta þjónustu starfsmanna hótelsins í upphafi og við lok skíðadagsins, skíðaleiga, skíðaverslun, úra- og skartgripaverslun og tískuvöruverslun. Við erum gríðarlega spennt að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þetta glæsilega nýja lúxushótel á nýjum áfangastað í Andermatt, Sviss og erum fullviss um að Íslendingar munu elska að fara þangað skíðafrí.

Tabbar

Verð

Verð frá kr.
kr. 249.000,-
á mann í tvíbýli

Dagsetningar

01 Jan til 05 Jan
kr. 319.000,- (4 nætur)
05 Jan til 12 Jan
kr. 375.000,-
08 Jan til 12 Jan
kr. 249.000,- (4 nætur)
12 Jan til 19 Jan
kr. 375.000,-
15 Jan til 19 Jan
kr. 249.000,- (4 nætur)
19 Jan til 26 Jan
kr. 375.000,-
22 Jan til 26 Jan
kr. 249.000,- (4 nætur)
26 Jan til 02 Feb
kr. 375.000,-
29 Jan til 02 Feb
kr. 249.000,- (4 nætur)
02 Feb til 09 Feb
kr. 420.000,-
05 Feb til 09 Feb
kr. 270.000,- (4 nætur)
09 Feb til 16 Feb
kr. 440.000,-
12 Feb til 16 Feb
kr. 280.000,- (4 nætur)
16 Feb til 23 Feb
kr. 440.000,-
19 Feb til 23 Feb
kr. 280.000,- (4 nætur)
23 Feb til 01 Mar
kr. 440.000,-
26 Feb til 01 Mar
kr. 270.000,- (4 nætur)
01 Mar til 08 Mar
kr. 375.000,-
04 Mar til 08 Mar
kr. 249.000,- (4 nætur)
08 Mar til 15 Mar
kr. 375.000,-
11 Mar til 15 Mar
kr. 249.000,- (4 nætur)
15 Mar til 22 Mar
kr. 375.000,-
18 Mar til 22 Mar
kr. 249.000,- (4 nætur)
22 Mar til 29 Mar
kr. 375.000,-
25 Mar til 29 Mar
kr. 249.000,- (4 nætur)

Flugáætlun

FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550

Innifalið

Flug með Icelandair til Zürich, flugvallarskattar og aukagjöld, gisting á í Deluxe herbergi (55m²)  með morgunverði, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Hálft fæði (3 course menu):
0-3 ára eru í fríu fæði
3-12 ára 65 CHF
12 ára og eldri 105CHF

Reglur um börn: 

*A sofa bed for two children up to the age of 12 years. No roll-away beds are permitted due to space restrictions. Maximum Occupancy 4 persons per room, max 2 adults

Lyftukort (á dag):

Fullorðnir (eldri en 17 ára): 50 CHF / helgar 55CHF
Unglingar (13-17 ára) 40 CHF / helgar 45 CHF
Börn (7-12 ára) 25 CHF / helgar 30 CHF
Börn (6 ára og yngri) Skíða Frítt

Akstur til og frá flugvelli: Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli.  Verðið fer eftir stærð hópsins. 

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur) : 3.760 per. fluglegg

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum: 4.700 per. fluglegg

 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 10 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 01.04.2019 CHF 127.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar