Um GB Ferðir | GB - Ferðir

Ferðaskrifstofan GB Ferðir var stofnuð árið 2002. Fyrirtækið sérhæfir sig í borgar-, golf-, og skíðaferðum. Áfangastaðir fyrirtækisins eru margir meðal þeirra bestu í heiminum. Innan GB ferða er yfir 50 ára reynsla af skipulagningu ferðalaga. Okkar metnaður liggur í að bjóða góða vöru sem við þekkjum af eigin raun ásamt góðri þjónustu. Þetta er ástæðan fyrrir því að viðskiptavinir okkar koma aftur og aftur. Eigendur fyrirtækisins eru Jóhann Pétur Guðjónsson og Guðjón Böðvarsson.

Umsagnir viðskiptavina

Ég hef margoft nýtt mér þjónustu GB ferða m.a. til North Berwick, St. Andrews, Flórída, Bowood, Hanbury Manor og the Grove svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki tilviljun að ég leita til þeirra aftur og aftur.“
Gestur Jónsson hrl. og fv. formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir frábæran stað og allt stóðst eins og stafur á bók á Hanbury Manor. Bílarnir og bílstjórarnir voru frábærir. Zodiac veitingastðaurin frábær. Golfvöllurinn algjör perla og margbreytileikin mikill. Notum GB ferðir aftur og aftur...Kveðja frá 8 golfurum úr GR
Jón Pétur Jónsson, Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur
Á sl. árum hef ég fylgst vel með uppbyggingu og vexti GB Ferða, sérstaklega hvað varðar golfferðirnar þeirra hingað til Bretlands. Samstarf okkar á þessu sviði hefur verið ákaflega gott og hefur verið gaman að fylgjast með því hversu mikið GB Ferðir leggur áherslu á öll smáatriðin við skipulagningu á þessum ferðum sínum. Það hefur líka sýnt sig að fólk er að koma aftur og aftur, ár eftir ár.
HJÖRVAR SÆBERG HÖGNASON, Icelandair, General Manager UK & Ireland
Við félagarnir úr Golfklúbbi Suðurnesja fórum á vegum GB Ferða þann 6 maí til Englands til að leika á Bowood. Golfvöllurinn, ævingarsvæðið og öll þjónusta bæði á hótelinu og veitingarstöðum var til fyrirmyndar. Takk fyrir okkur
Steinar Sigtryggsson, Golfklúbbi Suðurnesja
Það eitt, að nefna það á St Andrews svæðinu að við hjónin værum á vegum GB ferða, tryggði okkur fullkomið golfævintýri. Móttökurnar á Old Course hóteli, starfsfólkið, aðstaðan þar, umgjörðin öll og vellirnir, voru til fyrirmyndar. Bestu þakkir fyrir okkur
Snorri Hjaltason og Brynhildur Sigursteinsdóttir GKB
1 af 5

GB Ferðir

GB Ferðir / GB Travel
P.O. BOX 12150 
132 Reykjavík
Ísland

Tel int. +354 534 5000 
Fax int. +354 568 0477 
E-mail: info@gbferdir.is