Undanfarin ár sjáum við mikla aukningu á eftirspurn eftir íbúðum. Við svörum kallinu með því að bjóða uppá Andermatt Alpine Apartments á frábærum verðum. Þetta eru vandaðar íbúðir í fimm gæðaflokkum.
Þessar íbúðir eru fyrir þá sem vilja ferðast með sinni fjölskyldu eða vinum, gista í sameiginlegu rými og vera með stóra og góða stofu og eldhús. Það felast mikil gæði í að hafa nóg pláss í skíðafríinu, geta eldað heima eða farið út að borða. Við erum gríðarlega spennt að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þessar glæsilegu nýju íbúðir á einu besta og snjóöruggasta skíðasvæði Sviss. Ekki skemmir verðið fyrir.
Andermatt er frábært skíðasvæði og snjóöryggi með því mesta í Evrópu. Bærinn sjálfur er í 1.447 metra hæð yfir sjávarmáli og skíðabrekkurnar teygja sig upp í 2.961 metra hæð. Auk þess að vera stórt og fjölbreytt skíðasvæði þá er verðlag á mat og drykk mjög hagkvæmt. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguskíði í Andermatt. Ferðalagið á skíðasvæðið er mjög þægilegt, aðeins um 90 mínútna akstur frá Zürich flugvelli. Einnig er hægt að taka lest á milli flugvallarins í Zürich og Andermatt.
Innifalið
gisting í 7 nætur án morgunverðar og lokaþrif. Íbúðirnar eru með handklæðum og það er alltaf hægt að fá aukahandklæði á meðan á dvölinni stendur
- Aukamaður í herbergi 25CHF á mann fyrir alla vikuna.
- Allar íbúðirnar eru með auka svefnsófa umfram rúmin í svefnherbergjunum
- Eldhúsin eru fullbúin með öllum tækjum og tólum sem þið getið hugsað ykkur.
Stærð íbúðanna:
1 bdr – ca. 50-75m2
2 bdr 65-100m2
3 bdr 110-170m2
4 bdr 215-280m2
Flokkar:
Standard (1,2,3 bdr)
Superior – allar með arinn (1,2,3 bdr)
Comfort (1,2 bdr)
Prestinge (2,3,4 bdr)
LUXURY (1,2 bdr)
Flugáætlun
Flug: Við getum útvegað flug til Zurich á verðbilinu 35.000-55.000 eftir atvikum
FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550
Lyftukort
Fullorðnir (eldri en 15 ára): 84 CHF 42 CHF
Unglingar (6-15 ára) CHF 42 CHF 21 CHF
Börn (6 ára og yngri) Skíða Frítt
Skilmálar
Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi.
ATH: Ef landamæri loka einhverra vegna Covid – 19 þá fá allir endurgreiðslu sem það vilja. Getum líka gefið út inneignarbréf. Ef einhver hættir við vegna persónulegra aðstæðna þá gilda almennar reglur og skilmálar.