Í sumar verða 2 glæsiskip frá Ponant að sigla við Íslandsstrendur. Skipin eru LE DUMONT-D’URVILLE (2019) og LE CHAMPLAIN (2019). Þessar siglingar eru komnar í sölu. Allar skoðunarferðir, matur og vín innifalinn í verðinu. Siglt um Snæfellsnes, Breiðafjörð, Vestfirði, Eyjafjörð og Vestmannaeyjar. Á hverjum degi er morgunmatur, hádegisverður, kvöldverður ásamt ýmsum kokteilum og smakki (t. d. kavíar smökkun) Ponant er sannkallaður lúxus, 92 svítur, 184 farþegar og 112 áhafnarmeðlimir. Skipin eru svokölluð explorer skip sem þýðir að þau komast miklu nær landi og á afskekktari staði. Allar káetur eru með svölum. Stærð og verð eru mismunandi og við getum sent nánari upplýsingar um verð ef óskað er eftir því.

Ferðaáætlun
Dagur 1: Reykjavík (innritun á skipið á Miðbakka, Geirsgötu milli 16:00 og 17:00. Kokteill og kvöldverður (lagt af stað kl. 21.00)
Dagur 2: Snæfellsnes
Dagur 3: Grímsey
Dagur 4: Akureyri
Dagur 5: Ísafjörður
Dagur 6: Vestmannaeyjar
Dagur 7: Reykjavík
Miðbakki kl. 07:00 (Morgunverður og check out)
ATH. Skipstjórinn hefur vald til þess að breyta sigligarleið án fyrirvara ef hann metur það svo.