Ponant

Ponant skipin eru sannkallur lúxus, 92 svítur, 184 farþegar og 112 áhafnarmeðlimir.

Í sumar verða 2 glæsiskip frá Ponant að sigla við Íslandsstrendur. Skipin eru LE DUMONT-D’URVILLE (2019) og LE CHAMPLAIN (2019). Þessar siglingar eru komnar í sölu. Allar skoðunarferðir, matur og vín innifalinn í verðinu. Siglt um Snæfellsnes, Breiðafjörð, Vestfirði, Eyjafjörð og Vestmannaeyjar. Á hverjum degi er morgunmatur, hádegisverður, kvöldverður ásamt ýmsum kokteilum og smakki (t. d. kavíar smökkun) Ponant er sannkallaður lúxus, 92 svítur, 184 farþegar og 112 áhafnarmeðlimir. Skipin eru svokölluð explorer skip sem þýðir að þau komast miklu nær landi og á afskekktari staði. Allar káetur eru með svölum. Stærð og verð eru mismunandi og við getum sent nánari upplýsingar um verð ef óskað er eftir því.

Created in 2018, the PONANT EXPLORERS series consists of small-sized ships, which combine respect for the environment, elegant design and cutting-edge technology. They feature Blue Eye, a unique multi-sensory lounge, the only one of its kind in the world, which is located in the hull, below the waterline. These six exceptional yachts, with just 92 staterooms and suites, bear the names of French explorers who went in search of previously unknown territories
Ponant
Dynjandi falls looks great from the ship and the site was deserted, very exclusive when we stopped last times. Getting through the whole Arnafjordur is also a very scenic navigation.
Captain Christophe DUPUY | Master Le Bellot
Franskt eldhús A la carte með morgunverði, 4 rétta a la carte hádegisverði og 4 rétta a la carte kvöldverði. Þessu var öllu parað saman við frönsk gæðavín og kampavíni. Fyrir kvöldverðinn milli 16.00 og 18.00 var alla daga boðið upp á léttar veitingar í setustof­unni á 3 hæð og 6 hæðinni sem var svokallað „observatory lounge“. Einnig er hægt að panta af matseðli allan sólarhringinn. Á káetunum er „mini­bar“ sem er fyllt á á hverjum degi og Nespresso vél.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Ferðaáætlun

Dagur 1: Reykjavík (innritun á skipið á Miðbakka, Geirsgötu milli 16:00 og 17:00.  Kokteill og kvöldverður (lagt af stað kl. 21.00)

Dagur 2: Snæfellsnes

Dagur 3: Grímsey

Dagur 4: Akureyri

Dagur 5: Ísafjörður

Dagur 6: Vestmannaeyjar

Dagur 7: Reykjavík

Miðbakki kl. 07:00 (Morgunverður og check out)

ATH. Skipstjórinn hefur vald til þess að breyta sigligarleið án fyrirvara ef hann metur það svo.

Dagsetningar

16 jún 2021
16 jún til 23 jún
EUR 3.500 á mann í deluxe stateroom - (ekkert aukagjald fyrir einbýli)
23 jún 2021
23 jún til 30 jún
EUR 3.500 á mann í deluxe stateroom - (ekkert aukagjald fyrir einbýli)
30 jún 2021
30 jún til 07 júl
EUR 3.500 á mann í deluxe stateroom - (ekkert aukagjald fyrir einbýli)
04 ágú 2021
04 ágú til 11 ágú
EUR 4.200 á mann í Prestige stateroom - (ekkert aukagjald fyrir einbýli)
06 ágú 2021
06 ágú til 13 ágú
EUR 4.200 á mann í Prestige stateroom - (ekkert aukagjald fyrir einbýli)
20 ágú 2021
20 ágú til 27 ágú
EUR 3.380 á mann í Superior stateroom - (ekkert aukagjald fyrir einbýli)

Innifalið

Gisting með morgunverði, hádegisverði og kvöldverði, allt vín innifalið (kampavin, léttvín og sterkir drykkir) room service allan sólarhringinn, fjöldamörg stopp um allt landið.

Nánar um mat og drykk: Franskt eldhús A la carte með morgunverði, 4 rétta a la carte hádegisverði og 4 rétta a la carte kvöldverði. Þessu var öllu parað saman við frönsk gæðavín og kampavíni. Fyrir kvöldverðinn milli 16.00 og 18.00 var alla daga boðið upp á léttar veitingar í setustof­unni á 3 hæð og 6 hæðinni sem var svokallað „observatory lounge“. Einnig er hægt að panta af matseðli allan sólarhringinn. Á káetunum er „mini­bar“ sem er fyllt á á hverjum degi og Nespresso vél. Tvö kvöld um borð eru formleg og þá er boðið upp á 7 rétta máltíð og gestir klæða sig upp á. Svo má ekki gleyma að þjónustan er óaðfinnanleg og persónuleg

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Staðfestingargjaldið óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Sé afbókað með minna en 4 vikum fyrir brottför fæst ekkert endurgreitt. Farþegar eru skyldaðir til að fara í Covid 19 skimun hjá sinni heilsugæslu eða vera með gilt bólusetningavottorð á ensku þegar stigið er um borð í Miðbakka.

ATH.

Til að tryggja allar sóttvarnir þá hefur Ponant verið í samstarfi við Institut HospitaloUniversitaire í Marseilles, einni af fremstu miðstöðvum heims á sviði smitsjúkdóma. Skipin eru útbúin fyrsta flokks búnaði og það er sérfræðiteymi um borð sem samanstendur lækni og hjúkrunarfræðingi sem eru á vakt allan sólarhringinn.Ponant viðheldur „Covid-öruggu“ umhverfi í skipunum. Í fyrsta lagi eru ströng aðgangsskilyrði um borð (allir sem stíga upp í skipið þurfa að fara í Covid -19 skimun og afhenda vottorð á ensku við innritun sem sannar að viðkomandi er ekki með Covid -19. Vottorðið má ekki vera meira en 72 klst gamalt. Á skipunum eru strangar hreinlætisreglur og það eru hitamælingaskannar við inngang í veitingarými.