í júní 2019 heimsóttum við Adare Manor á írlandi. Það má segja að þar fer eitt glæsilegasta golfvallarhótel sem við höfum gist á. Gæðin eru á við Gleneagles í Skotlandi og að mörgu leyti betri en Gleneagles, til dæmis æfingasvæðið, umhirðan á vellinum og hótelið. Mikið er lagt í alla hluti á þessu resorti og má nefna að um 500 starfsmenn eru við vinnu á degi hverjum. Þetta gerir 5 starfsmenn á hvern hótelgest þegar hótelið er fullt. Á golfvellinum er mikið lagt í að hafa völlinn í sama formi og þegar stórmót væru á vellinum. 50 vallarstarfmenn eru við vinnu á hverjum degi. Völlurinn er stórskemmtilegur. Hann er krefjandi en þannig hannaður að þú átt auðvelt með að koma bolta í leik. Breiðar brautir og stórar flatir eru einkenni vallarins. 9 brautin (par 5) er meira en 100 metrar á breidd og 600 metrar af öftustu teigum. öll flatarstæðin eru einstaklega vel hönnuð og mikið um landslag í kringum þær, svokölluð “run off” svæði. Þar tapa flestir höggum. En það eru meiri líkur en minni að þú spilir völlinn á 32-26 puntum þannig a hver hringur er ánægjulegur. Það er skylda að vera með kylfusvein á vellinum og hann kostar EUR75.
Veitingastaðir hótelsins eru einstaklega góðir. Í Carriage House (klúbbhúsið) er gæðastaður sem er opinn frá 07.00 til miðnættis. Fine dining staðurinn á hótelinu er Oak Room. Morgunverður er borinn fram í The Gallery, sem er eitt fallegasta morgunverðarherbergi sem við höfum upplifað.
Innifalið:
Flug með Icelandair til Dublin, gisting með morgunverði, 1 handfarangur, 1 ferðataska, 3 x 18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
Aukagjald fyrir einbýli
EUR xx á dag.