Ferðaskilmálar

Ferðaskilmálar

Um ferðir sem keyptar eru hér á vefnum gilda bæði almennir skilmálar Samtaka ferðþjónustunnar og ferðaskilmálar GB Ferða. Þér er bent á að kynna þér þessa skilmála vel, bæði áður en kaup eiga sér stað og áður en ferð er hafin. Í þessum skilmálum eru m.a. upplýsingar um:

 • Endurgreiðslur
 • Breytingar
 • Takmörkun ábyrgðar
 • Skaðabætur

og fleiri þættir sem mikilvægt er að kynna sér bæði áður en ferð er bókuð og áður en ferð hefst.

Notkun á þessum vef er jafnframt bundin skilmálum sem mikilvægt er fyrir þig að kynna þér vel.

Pakkaferðir:

SKILMÁLAR GB ferða EHF. OG UPPLÝSINGAR UM PERSÓNUVERND

Hér á eftir fylgja ýmsar upplýsingar sem við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér.

VERÐ, VERÐBREYTINGAR OG SKILMÁLAR PAKKAFERÐA

Uppgefið verð er staðgreiðsluverð og miðast við netbókun. Bókunargjald vegna netbókunar er 0 kr. á mann. Bókunargjald vegna bókunar á söluskrifstofu er 3.900 kr. á mann.  Staðfestingargjald er mismunandi eftir tegund ferðar en er almennt 50% af pakkkaverði (flug, gisting).

Fullnaðargreiðsla þarf að hafa borist 6 vikum fyrir brottför, nema annars sé getið.

Staðfestingargjald greiðist við bókun og er óafturkræft ef meira en 7 dagar eru liðnir frá bókun.

Sérstakir skilmálar gilda um ferðir sem bókaðar eru í gegnum „GB Ferðir á eigin vegum“.

Farþegar eru ábyrgir fyrir að lesa vel yfir ferðagögn og ganga í skugga um að allar ferðaupplýsingar séu réttar. Við bendum farþegum okkar á að mikilvægt er að hafa ferðaskjöl meðferðis þegar ferðast er.

Einstaklingum undir 18 ára aldri er ekki heimilt að bóka þjónustu ferðaskrifstofunnar, án þess að skriflegt samþykki forráðamanns liggi fyrir hjá ferðaskrifstofunni.

Eftirtaldir þættir geta valdið breytingum á verði:

 • Flutningskostnaður, þar með talið eldsneytisverð
 • Álagðir skattar eða sérgreiðslur fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld
 • Gengi gjaldmiðla
 • Skilmálar og viðskiptareglur greiðslukorta

Verðupplýsingar á vefsvæði okkar og hjá starfsfólki eru réttar með þeirri undantekningu að verði miklar og hraðar breytingar á gengi gjaldmiðla áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að breyta verði í samræmi.

Við áskiljum okkur einnig rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu ferðar í tilfellum þar sem rangt verð er gefið upp vegna villu í uppsetningu eða af öðrum tæknilegum ástæðum. Við áskiljum okkur fullan rétt til leiðréttinga á villum í verði, texta og myndum.

INNIFALIÐ Í VERÐI PAKKAFERÐAR

Flug, flugvallaskattar og hótel. Akstur er ekki innifalinn í verði pakkaferða, nema annað sé tekið fram.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR Á NETBÓKUNUM ERU EFTIRFARANDI

 • Kreditkort: öll upphæðin greidd með eingreiðslu
 • Debetkort: öll upphæðin greidd með eingreiðslu
 • Pei: dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
 • Greiðslukort: skipta greiðslu á 2 greiðslukort (á ekki við um tímabil)

Bankareikningur: Hægt er að leggja inn á bankareikning ferðaskrifstofunnar 0101-26-22990. Tiltaka þarf bókunarnúmer

Staðgreiðsla: Hægt er að staðgreiða ferð á skrifstofu ferðaskrifstofunnar.

BREYTINGARGJÖLD

Ferðapöntun er fastsett með greiðslu við pöntun. Ef farþegi óskar breytinga er breytingargjald 7.000 kr fyrir hverja bókun og í hvert sinn sem óskað er breytinga.  Til slíkra breytinga teljast m.a. breytingar á fjölda farþega í bókun, nöfnum, breyting á gististað, breyting á dagsetningum eða áfangastað. Breyting er háð framboði ferða og skilmálum flugfélaga og hótela.

Breyting á brottfarardagsetningu ferðar með minna en mánaðar (30 daga) fyrirvara skoðast sem afpöntun og ný bókun. Ekki er hægt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð eða breyta í lægra flugfargjald og fá mismun endurgreiddan.

Ekki er unnt að breyta bókun ef minna en 3 dagar eru í brottför.  Ef fargjald, sem er endurbókað, er hærra en það fargjald sem upphaflega var bókað greiðir viðskiptavinur mismuninn.

Ef minna en 6 vikur eru í brottför  er ekki hægt að breyta um áfangastað.

Nafnabreytingar: Reglur flugfélaga og hótela eru breytilegar og hvert tilfelli þarf að skoða sérstaklega

AFPÖNTUN OG ENDURGREIÐSLA PAKKAFERÐA OG FARSEÐLA Í FLUGI

Eftir að bókun hefur verið gerð og að lágmarki séu 6-10 vikur í brottför, hafa viðskiptavinir 5 daga frá bókun til að draga ferðapöntun til baka að frádregnu 4.900 kr. þjónustugjaldi fyrir hverja bókun. Að þeim tíma liðnum er bókun bindandi og lýtur skilmálum um afbókanir.

Ferð afpöntuð meira en 5 dögum frá pöntun en þó 28 dögum fyrir brottför eða fyrr áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda eftir 50% af verði ferðar, þó aldrei lægri upphæð en staðfestingargjaldið sem er 40.000-80.000 kr. á hvern bókaðan farþega eftir tegund ferðar.

Ferð afpöntuð 8–27 dögum fyrir brottför heldur ferðaskrifstofan eftir 75% af verði ferðarinnar.

Ferð afpöntuð 7 dögum eða síðar fyrir brottför fæst engin endurgreiðsla.

Ef greitt var með kreditkorti verður endurgreitt inn á sama kreditkort og greitt var með.

Þegar reglur samstarfsaðila okkar ganga lengra en að ofan greinir, gildir sú regla sem gengur lengra.

Ef þátttakandi mætir ekki til brottfarar á réttum tíma eða getur ekki hafið ferðina vegna skorts á gildum ferðaskilríkjum, svo sem vegabréfi, áritun þess, vottorðs vegna ónæmisaðgerða eða af öðrum ástæðum, á hann ekki rétt á endurgreiðslu ferðarinnar.

Sérferðir og hópferðir fást ekki endurgreiddar þegar minna en 6 vikur eru í brottför.  

Ath. sérstakir skilmálar gilda fyrir ferðir sem eru bókaðar undir „Á eigin vegum“.

AFLÝSING OG BREYTINGAR Á FERÐAÁÆTLUN

Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirséða og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í slíkum tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu. Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er. Sé um verulega breytingu að ræða ber farþega að tilkynna ferðaskrifstofunni eins fljótt og unnt er hvort hann óski eftir að rifta samningnum eða gera viðbótarsamning. Sé ferð aflýst eða farþegi riftir samningi þegar um verulegar breytingar er að ræða á ferð áður en hún hefst, á farþegi rétt á að fá fulla endurgreiðslu eða taka í staðinn aðra ferða sambærilega að gæðum eða betri, ef ferðaskrifstofan getur boðið slík skipti. Ef ferðin sem boðin er í staðinn er ódýrari fær farkaupi verðmismuninn endurgreiddann. Ef ferðin er dýrari greiðir farkaupi mismuninn.

Tímasetningar sem gefnar eru upp við pöntun ferðar eru áætlaðar og geta breyst. Ferðaskrifstofunni er heimilt að aflýsa ferð, ef í ljós kemur að þátttaka er ekki næg. Tilkynna ber þátttakendum um aflýsingu eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaðan brottfarardag. Ferðum er vara í eina viku eða skemur má aflýsa með tveggja vikna fyrirvara.

FORFALLAGJALD/SJÁLFSÁBYRGÐARGJALD

Ferðaskrifstofan ráðleggur öllum sínum farþegum að verða sér út um forfallatryggingu hjá tryggingafélagi. 

Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í leiguflugi eða í öðrum farartækjum svo sem rútum og áætlunarbifreiðum. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli við komu.  Athugið að geyma þarf brottfararspjaldið og tjónaskýrsluna. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða ef hann berst farþega seint.

Á ÁFANGASTAÐ

Lýsingar á gististöðum byggjast að hluta á upplýsingum frá stjórn gististaðanna en að mestu á mati starfsfólks ferðaskrifstofunnar. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta gististaðanna er tímabundið ekki til staðar sökum bilana eða endurnýjunar, t.d. ef loftkæling bilar eða sundlaug er lokuð vegna hreinsunar eða viðhalds.  Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni er mjög áríðandi að hafa tafarlaust samband við fararstjóra sem reynir að greiða úr hvers manns vanda. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við GB ferðir meðan á ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta.

Fæði 

Hálft fæði er morgunverður og kvöldverður.

Vinsamlegast athugið að reglur geta verið misjafnar á milli hótela.

SÉRÓSKIR

Ferðaskrifstofan er umboðsaðili gististaða og hefur ekki yfirráð yfir gistirými. Yfirmenn gististaðanna sjá um niðurröðun farþega í herbergi/íbúðir. Starfsfólk ferðaskrifstofunnar getur ekki ábyrgst að séróskum farþega sé fullnægt umfram það sem getið er í gistilýsingum og verðlista. Oftast má leigja barnarúm ytra og í slíkum tilfellum skal láta ferðaskrifstofuna vita eins fljótt og mögulegt er svo hægt sé að koma slíkum óskum á framfæri. Í mörgum tilfellum kemur til aukagreiðsla vegna leigu á barnarúmi á gististað og skal greiða beint til gististaðar ytra.

VERÐMÆTI

Við mælum eindregið með að viðskiptavinir geymi alls ekki peninga né önnur verðmæti á herbergjum eða í íbúðum, heldur noti öryggishólf sem bjóðast ýmist í gestamóttöku eða í vistarverum. Hvorki gististaðir né ferðaskrifstofan eru ábyrg ef verðmæti tapast úr vistarverum.

BÍLALEIGUR

Ferðaskrifstofan er umboðsaðili fyrir bílaleigur, en ber ekki ábyrgð á vanefndum eða mistökum slíkra fyrirtækja sem ekki hafa orðið vegna mistaka hjá ferðaskrifstofunni. Athugið að leigutaki verður að hafa meðferðis kreditkort, skráð á sitt nafn og gilt ökuskírteini. Ekki er hægt að staðfesta ákveðna bílategund heldur er staðfestur flokkur, og tegundir bíla sem eru til innan hvers flokks geta breyst með litlum fyrirvara.  Leigutaki semur um beint við bílaleiguna á viðkomandi leigustað. Aðgætið vel hvað þið skrifið undir á leigusamningnum.

KVARTANIR

Komi af einhverjum ástæðum upp vandamál í ferðinni er mjög áríðandi að hafa tafarlaust samband við fararstjóra sem reyna að greiða úr hvers manns vanda eða starfsfólk gististaðar. Þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leysa málið á staðnum. Ef farþegi kemur ekki kvörtun sinni á framfæri við fararstjóra eða starfsfólk gististaða á meðan ferð stendur, hefur hann fyrirgert rétti sínum til hugsanlegra bóta.

Þjónustudeild ferðaskrifstofunnar sér um kvörtunarmál og aflar nauðsynlegra gagna, svo sem skýrslu frá fararstjóra. Þegar málið er afgreitt af okkar hendi fær viðkomandi senda skriflega niðurstöðu. Vinsamlegast athugið að til að athugasemdir farþega fái eðlilega afgreiðslu skulu þær sendar skriflega á netfangið info@gbferdir.is Að öðrum kosti sér ferðaskrifstofan sér ekki fært að svara athugasemdum formlega.

VEGABRÉF OG ÁRITANIR

Munið að skrá nöfn ykkar við bókun nákvæmlega eins og skráð er í vegabréf ykkar.

Upplýsingar um áritanir er að finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins.

Upplýsingar um vegabréf eru á heimasíðu Þjóðskrár

TOLLFRJÁLS INNFLUTNINGUR

Sjá heimasíðu Keflavíkurflugvallar

GOLFFERÐIR – SKILMÁLAR OG UPPLÝSINGAR               

BÓKANIR

Verð er miðað við netbókanir.Ef bókað er í gegnum síma eða tölvupóst leggst á bókunargjald, kr. 3.900 á farþega.

ÞYNGD FARANGURS

Flutningur fyrir golfsett 15 kg. er innifalinn í verði í öllum golfferðum til Írlands, skotlands og Englands (15kg) Þyngd farangurstösku má vera allt að 20-23 kg en er misjafnt milli flugfélaga.

GOLF

Við tökum ekki ábyrgð á ástandi golfvalla vegna framkvæmda, veðurfars eða óviðráðanlegra aðstæðna. Við höfum að leiðarljósi að bjóða ekki ferðir á sama tíma og vellirnir eru með venjubundið viðhald s.s. götun flata.

RÁSTÍMAR

Við bókum rástíma fyrir okkar viðskiptavini við bópkun ferðar. Í sumum tilfellum eiga golfvellirnir rétt á að breyta rástímunum fyrirvaralaust 30 dögum eða meira fyrir brottför og þess vegna bera GB ferðir enga ábyrgð á slíkum breytingum. Við viljum þó taka fram að slíkt er mjög fátítt og við látum viðskiptavin vita.

GOLFKENNSLA

Í öðrum ferðum er nær undantekningarlaust hægt að fá kennslu, hjá PGA kennara sem starfar á áfangastað. Ef áhugi er fyrir kennslu þá vinsamlega hafið samband tímanlega fyrir brottför og kannið hvað kemur til greina.

ÆFINGASVÆÐI

Æfingaraðstaða er mismunandi eftir áfangastöðum, en við leitumst ávallt við að velja áfangastaði sem hafa góða æfingaaðstöðu til að æfa lengri högg, stutta spilið og púttin.

GOLFKLÆÐNAÐUR

Almennt er gerð krafa um klæðaburð, t.d. er bannað er að leika golf í gallabuxum, íþróttabuxum, stuttbuxum með teygju í mittið og stuttermabolum án kraga. Flestir vellir gera kröfu um að kylfingar séu í golfskóm á golfvöllunum en það er ekki sama krafa þegar fólk er á æfingasvæðinu.

Endilega hafðið samband ef þið eruð í vafa. Einnig getur flest starfsfólk golfverslana hér heima ráðlagt fólki í þessum efnum.

PERSÓNUVERND OG MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

GB Ferðir ehf. er umhugað um persónuvernd og réttindi þín sem varða persónuupplýsingar.

Lög nr. 77/2000 veita öllum þeim, sem eftir því leita, rétt til að fá vitneskju frá GB Ferðum ehf. (hér eftir nefnd GB ) um það hvaða upplýsingar um viðkomandi eru skráðar hjá félaginu. Í því sambandi ber GB að veita upplýsingar um hvaða upplýsingar um viðkomandi eru skráðar eða unnið hefur verið með eða hver sé tilgangur vinnslunnar, hver fái eða muni fá upplýsingarnar. Telji notandi að upplýsingar um hann sjálfan, sem skráðar hafa verið í skrár GB séu rangar, villandi, ófullkomnar eða þær skráðar án tilskilinnar heimildar getur hann eftir atvikum óskað þess að upplýsingarnar verði leiðréttar, þeim eytt eða við þær aukið (sjá 25. gr. laganna). Viðskiptavinir eiga rétt á að persónuupplýsingum sé eytt, ef ekki er lengur málaefnaleg ástæða til að varðveita þær. Undantekning á þessu eru persónuupplýsingar sem félaginu ber skylda til að varðveita samkvæmt lögum eða öðrum reglum.  GB safnar persónuupplýsingum um viðskiptavini sína til að veita þeim aðgang að vörum og þjónustu fyrirtækisins, til að tryggja að þjónustan sé löguð að þeirra þörfum og til að miðla til þeirra upplýsingum og eru unnar á grundvelli viðskipta þinna við fyrirtækið.   GB safnar aldrei né vinnur persónuupplýsingar nema með sanngjörnum, málefnalegum og lögmætum hætti og gætir þess jafnframt að öll meðferð þeirra sé í samræmi við vandaða vinnsluhætti persónuupplýsinga. Að því leyti sem þessum skilmálum sleppir gilda viðeigandi lög og reglur hverju sinni.

Með því að nota vefsíðu, vörur eða þjónustu GB ehf. veitir þú samþykki þitt fyrir þessum skilmálum,  eða sbr. 1.tl. 1.mgr. 8.gr. laga um persónuvernd nr. 77/2000. Kjósi notandi að nýta sér þjónustu á vefsvæðinu, sem felur í sér sendingu tilkynninga á netfang notanda eða í farsíma hans er einnig nauðsynlegt að safna upplýsingum um netfang og/eða farsímanúmer notanda. Einnig er skráning og vistun á netfangi nauðynleg ef notandi kýs að eiga samskipti við GB í formi fyrirspurna og athugasemda sem sendar eru af vefsvæðinu og til útsendingar á ferðagögnum o.fl.

Notandi ber fulla ábyrgð á því að tilkynna okkur þær breytingar sem hann gerir á netfangi sínu og/eða farsímanúmeri. Sé ekki tilkynnt um breytingar á netfangi og/eða farsímanúmeri, rata tilkynningar frá vefsvæðinu okkar, sem sendar eru með tölvupósti og/eða textaskilaboðum í farsímanúmer, ekki til notanda.

GB safnar ekki greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina sinna. Þær greiðslur sem greiddar eru með kortagreiðslum á vefsíðum félagsins,  fara beint í gegnum greiðslusíðu Borgunar. Þær upplýsingar sem GB vistar varðandi greiðslukort eru síðustu fjórir tölustafirnir í greiðslukortanúmerinu. Einungis er sýndarnúmer korts vistað. Sýndarnúmer er öryggisráðstöfun til að minnka hættu á misnotkun kortaupplýsinga. Ofannefndum upplýsingum frá notanda er aldrei deilt með þriðja aðila. Við aðrar greiðslur eins og símgreiðslur,  er kortaupplýsingum fargað strax eftir greiðslu. Tölvupóststilkynningar og textaskilaboð frá vefsvæðinu til notanda innihalda aldrei efnislegar upplýsingar úr gagnagrunnum.

Hugtök skulu hafa sömu merkingu í skilmálum þessum og þau hafa í lögunum. Í samþykki þínu felst að GB safni og vinni persónuupplýsingar í samræmi við þessa skilmála, eða eftir því sem lög heimila hverju sinni.

GB safnar persónuupplýsingum sem viðskiptavinir skrá á vefsíðu félagsins, auk upplýsinga um hvernig þeir nota vefsíður GB,   t.d. með notkun smákaka (e. cookies). Tilgangur söfnunarinnar er að greiða fyrir bókhaldi, útsendingu reikninga og endurskoðun, útgáfu miða og annarra ferðagagna og sannreynslu greiðslukorta. Gögnin kunna að vera notuð til að auka öryggi við gæðaeftirlit, í markaðslegum tilgangi og í lagalegum tilgangi. Upplýsingar eru einnig notaðar í tengslum við þjónustu við viðskiptavini og í tengslum við aðrar upplýsingar vegna ferðalaga. GB kann að nýta persónuupplýsingar við markaðssetningu, kynningarstarfsemi og markaðsgreiningar. Þegar þú skráir þig fyrir tilboðum, kaupir þjónustu, bókar flug eða ferðir hjá GB samþykkir þú að fá sent markaðsefni reglulega. GB er heimilt að beina markaðssetningu að aðilum sem hafa samþykkt þessa skilmála, þrátt fyrir að þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá. Viðskiptavinir okkar geta þó ávallt afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila.

Félaginu er ætíð heimilt að hafa samband við viðskiptavini sína vegna tiltekinna viðskipta, svo sem vegna áminninga um bókanir eða ferðir, jafnvel þótt þeir séu bannmerktir í Þjóðskrá og hafi afþakkað samskipti vegna markaðssetningar félagsins. Persónuverndarstefna GB er endurskoðuð reglulega og áskilur GB sér rétt til þess að breyta þeim án fyrirvara, hvenær sem er og tekur þá gildi þegar uppfærð útgáfa hefur verið birt.   Þessi persónuverndarstefna var sett inn 12.júlí 2018.

Ábyrgðaraðili skv. 2. mgr. 7. gr. laganna, sbr. einnig 1. tl. 1. mgr. 20. gr. er: GB Ferðir ehf. Urðahvarf 4,  203 Kópavogi. Sími 534-5000