Alpine Apartments, Andermatt

Verð frá kr. 99.000 á mann í 3 bedroom íbúð

Undanfarin ár sjáum við mikla aukningu á eftirspurn eftir íbúðum. Við svörum kallinu með því að bjóða uppá Alpine Apartments á frábærum verðum.  Þetta eru vandaðar íbúðir í fimm gæðaflokkum í Andermatt.

Andermatt er frábært skíðasvæði og snjóöryggi með því mesta í Evrópu. Bærinn sjálfur er í 1.447 metra hæð y­fir sjávarmáli og skíðabrekkurnar teygja sig upp í 2.961 metra hæð. Auk þess að vera stórt og fjölbreytt skíðasvæði þá er verðlag á mat og drykk mjög hagkvæmt. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguskíði í Andermatt. Ferðalagið á skíðasvæðið er mjög þægilegt, aðeins um 90 mínútna akstur frá Zürich flugvelli. Einnig er hægt að taka lest á milli flugvallarins í Zürich og Andermatt.

Þessar íbúðir eru fyrir þá sem vilja ferðast með sinni fjölskyldu eða vinum, gista í sameiginlegu rými og vera með stóra og góða stofu og eldhús. Það felast mikil gæði í að hafa nóg pláss í skíðafríinu, geta eldað heima eða farið út að borða. Við erum gríðarlega spennt að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þessar glæsilegu nýju íbúðir  á einu besta og snjóöruggasta skíðasvæði Sviss. Ekki skemmir verðið fyrir.

 

Andermatt er frábært skíðasvæði og frábært "off-piste". Þetta er mjög gott snjósvæði og öruggt. Frábært staður til að skíða á. Af 10 mögulegum fær þetta svæði 10 hjá mér.
Guðmundur Jakobsson
Það er hentugt að komast til Andermatt, beint flug til Zurich og 90 mínútna útsýnisakstur. Gaman að blanda saman góðum brekkum og frábærum gönguskíðasvæðum. Vinalegt lítið þorp og alls ekki yfirfullt.
Jóhannes Karl Sveinsson, hrl.
Takk fyrir að koma okkur hjónum svo fljótt og vel til Andermatt um daginn og sníða tímasetningar algjörlega að okkar þörfum. Þarna áttum við frábæra skíðadaga í himinsins blíðu alla dagana. Flottur veitingastaðir og góður maður. Skíðasvæðið er mjög spennandi og fjölbreytt. Það tók okkur tvo daga að læra á það og finna okkar uppáhalds staði. Notuðum líka gönguskíðabrautirnar.
Johanna Skaftadottir
Ferðin var mjög vel heppnuð. Skíðasvæðið er skemmtilegt með fjölbreyttum brekkum, við vorum virkilega heppin með veður. Við fengum sól alla skíðadagana
Guðlín Steinsdóttir

Innifalið

Við seljum þessar ferðir án flugs við getum sjálfsögðu séð um flugið líka.  Icelandair flýgur beint til Zürich. Ef hópurinn er 10 eða fleiri þá getum við boðið ykkur hópamiða sem hafa meiri sveigjanleika.

gisting í 7 nætur án morgunverðar og lokaþrif.  Íbúðirnar eru með handklæðum og það er alltaf hægt að fá aukahandklæði á meðan á dvölinni stendur

  • Aukamaður í herbergi 35CHF á mann fyrir alla vikuna.
  • Allar íbúðirnar eru með auka svefnsófa umfram rúmin í svefnherbergjunum
  • Eldhúsin eru fullbúin með öllum tækjum og tólum sem þið getið hugsað ykkur.

Stærð íbúðanna:
1 bdr – ca. 50-75m2
2 bdr 65-100m2
3 bdr 110-170m2
4 bdr 215-280m2

Flokkar:
Standard (1,2,3 bdr)
Superior – allar með arinn (1,2,3 bdr)
Comfort (1,2 bdr)
Prestinge (2,3,4 bdr)
LUXURY (1,2 bdr)

 

Flugáætlun

FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550

Lyftukort

Fullorðnir (eldri en 15 ára): 84 CHF 42 CHF

Unglingar (6-15 ára) CHF 42 CHF 21 CHF

Börn (6 ára og yngri) Skíða Frítt

 

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 21.04.2023 CHF 157

 

Dagsetningar

07 jan 2024
07 jan til 14 jan
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
14 jan 2024
14 jan til 21 jan
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
21 jan 2024
21 jan til 28 jan
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
28 jan 2024
28 jan til 04 feb
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
04 feb 2024
04 feb til 11 feb
kr. 119.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
11 feb 2024
11 feb til 18 feb
kr. 119.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman) örfá sæti laus
18 feb 2024
18 feb til 25 feb
kr. 119.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman) örfá sæti laus
25 feb 2024
25 feb til 03 mar
kr. 119.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
03 mar 2024
03 mar til 10 mar
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
10 mar 2024
10 mar til 17 mar
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)
17 mar 2024
17 mar til 24 mar
kr. 99.000,- á mann í 3 bdr (miðað við 6 saman)

Akstur til og frá flugvelli

Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli.  Verðið fer eftir stærð hópsins.

Flutningur á skíðabúnaði

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)
3.760 per. fluglegg

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum
4.700 per. fluglegg