Aspen Snowmass

Verð frá kr. 549.000 á mann í tvíbýli (Deluxe King)

Aspen/Snowmass er líklega þekktasta skíðasvæði Norður Ameríku, ekki síst vegna þess að ríka og fræga fólkið heldur þar gjarnan til. Hitt er þó mikilvægara að í Aspen eru bestu fjöll sem að völ er á og flóra veitingastaða, verslana og listagallería er með ólíkindum. Í dag eru yfir 120 veitingastaðir í bænum. Á næsta ári ætlum við að vinna með þrem hótelum sem eru í eigu Aspen Ski Company.  Þetta eru:

  • Limelight Hotel Aspen
  • Little Nell Aspen
  • Limelight Hotel Snowmass

Þú færð bestu verðin hjá okkur ásamt lyftukortum og inside upplýsingum um bestu veitingastaði bæjarins.

Einn stærsti kosturinn við Klettafjöllin í Bandaríkjunum er snjórinn og þá nánar tiltekið s.k. púðursnjór. Þess skal þó getið að troðnar brautir eru að sjálfsögðu einnig í boði í öllum flokkum. Fyrir byrjendur er afar hentugt að taka fyrstu skrefin í mjúkum snjó en undirritaður hefur aldrei náð að upplifa hart færi í Klettafjöllunum. Besti tíminn til að upplifa púðursnjó, eða léttari útgáfuna ,,kampavínspúður“, er seinnihluta janúar auk febrúar þó reyndar snjói einnig mikið í mars sem þó er sólríkari.
Arnar Sigurðsson
Geggjað i Aspen, allt eins og á að vera. Mjög ánægður með herbergið. Glampandi sól og spáð púðri á morgun.
Halldor Larusson

Innifalið:

Flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar og fuel gjöld, farangursheimild (ferðataska og handfarangur), gisting á Limelight Hotel Aspen (Deluxe King room) með glæsilegu morgunverðahlaðborði, ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.

Flugáætlun

FI 671 KEFDEN 1700 1755
FI 670 DENKEF 1615 0635+1

Dagsetningar

15 des 2023
15 des til 22 des
Verð frá kr. 549.000 á mann í tvíbýli (7 nætur)
19 des 2023
19 des til 29 des
Verð frá kr. 1.100.000 á mann í tvíbýli (10 nætur)
26 des 2023
26 des til 03 jan
Verð frá kr. 1.100.000 á mann í tvíbýli (10 nætur)
23 mar 2024
23 mar til 02 apr
Verð frá kr. 590.000 (9 nætur) á mann í tvíbýli - Páskaferð

Lyftupassar

7 daga skíðapassi

$ 805 (18-64 ára)

$ 434 Child (7-17 ára)

$ 434 Senior (+65 ára)

FRÍTT (6 ára og yngri)

ath. Börn (7-12) ára skíða frítt í allan vetur ef þú leigir græjurnar hjá Four Mountain Sports. Leiga fyrir 9 daga er $173 fyrir venjulegan pakka en $239 fyrir premium pakka

Akstur til og frá flugvelli:

Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli.  Verðið fer eftir stærð hópsins.

Akstur til og frá flugvelli:

frá $236 á mann (1-3 saman)

$0 (yngri en 6 ára)

Flutningur á skíðum

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði:

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)

USA kr. 4.400 per. fluglegg

Nánar – þú ferð í farangursheimild, setur inn upplýsingar (brottfarastaður og áfangastaður), þá opnast annar gluggi. Þar getur er sett inn skíði sem er undir íþróttabúnaður og þá kemur verð á skíðum per. fluglegg.  ath. það má innrita skíði sem hluta af venjulegri farangursheimild.

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum

USA kr. 5.500 per. fluglegg

SKILMÁLAR

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.