***Sumartilboð 2025*** Golfbíll og daglegt aðgengi í YHI-heilsulindina fylgja frítt með öllum pökkum í maí, júní og júlí 2025.
Buena Vista Golf – Hacienda del Conde, Meliá Collection er glæsilegt 5 stjörnu hótel á norðvesturhluta Tenerife við rætur hinna fögru Teno fjalla. Tilfinningin þegar þú kemur á hótelið er eins og að koma í þorp í gamalli James Bond mynd. Allt ákaflega fallegt, friðsælt og vandað. Hótelið er svítuhótel. Svíturnar eru rúmgóðar (40m2) loftkældar, vel búnar öllum þægindum og m.a. fataherbergi. Í boði er hlaðborð og „à la carte“ veitingastað hótelsins. Í sundlaugagarðinum eru 2 sundlaugar. Heilsurækt hótelsins er stór ”YHI–spa” 2500 m2 sem býður upp á ýmis konar heilsumeðferðir, gufuböð og æfingaaðstöðu.
Innifalið
***Við auglýsum þessar ferðir án flugs við getum sjálfsögðu séð um flugið líka*** Icelandair og Play bjóða uppá flug til Tenerife
Pakki 1 – “Golf & Spa”
Gisting í 7 nætur í junior svítu með glæsilegu morgunverðarhlaðborði og kvöldverðarhlaðborði alla dagana, 4 x 18 holur á Buenavista Golf, ótakmarkað aðgengi að YHI SPA Thermal Circuit, 1 x meðferð á heilsulindinni eða 50 mínútna nudd.
Pakki 2 – “Ótakmarkað golf ”
Gisting í 7 nætur í junior svítu með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, kvöldverðarhlaðborði, *ótakmarkað golf, eitt skipti á að YHI SPA Thermal Circuit.
*Einn hringur bókanlegur fyrir hvern dag. Umfram golf skal bóka samdægurs og miðast það við bókunarstöðu þess dags.
***Við auglýsum þessar ferðir án flugs***
Icelandair og Play fljúga til Tenerife (TFS) nokkrum sinnum í viku.
Icelandair: Við getum séð um allt flug kjósið þið Icelandair.
Play: Ef þið eruð færri en 10 þá bókið þið flugið sjálf. Ef þið eruð 10 eða fleiri þá getum við boðið ykkur hópamiða.
Golfvöllurinn er margverðlaunaður 18 holu golfvöllur sem hannaður er af Seve Ballesteros. Völlurinn er í stórkostlegu landslagi við sjóinn og ávallt með fallegri fjallasýn. Völlurinn er par 72 og 6.160 metrar af öftustu teigum. Allar holurnar eru einstakar og vel hannaðar. Lokaholurnar á vellinum eru stórkostlegar liggja margar meðfram sjónum (10, 13, 15, 16, 17). 18 holan er frábær par 5 hola. Flatir vallarins eru þrælgóðar, stórar og með miklu landslagi. Draumavöllur að okkar mati. Klúbbhúsið er stórt og þægilegt. Veitingasvæðinu er skipt í innisvæði og útisvæði. Maturinn er virkilega góður.
Flugáætlun:
FI 580 KEFTFS 0840 1450
FI 581 TFSKEF 1550 2010
- Brottför frá Keflavík kl. 08:40 lending á Tenerife kl. 14:50
- Brottför frá Tenerife kl. 15:50 lending í Keflavík kl. 20:10
Annað
Golfbíll: 41 EUR
Rafmagnskerra: 16 EUR
Akstur til og frá flugvelli:
1-4 pax: 135,00 € per way
Fleiri en 4 saman: 45,00 € per person per way
Pakki 1 “Golf & Spa” ( 4 hringir innifaldir): Ef þú vilt spila meira þá kostar aukahringurinn 83 EUR 18 holur
Pakki 2 “ótakmarkað golf”: Allt golf er innifalið. Þú spila einfaldlega eins mikið og þú getur 🙂