Cameron House (25 min frá Glasgow flugvelli)

Verð frá kr. 169.000 á mann í tvíbýli

Fimm stjörnu lúxushótelið Cameron House Hotel opnar aftur eftir umfangsmikla endurnýjun. Þetta frábæra golfhótel sem er staðsett á stórri landareign við Loch Lomond og er í miklu uppáhaldi hjá okkur. Fyrir utan að vera frábært golfhótel með mjög góðum golfvelli og aðbúnaði í toppklassa þá er landareignin í epísku skosku landslagi og einungis 25 mínútur frá Glasgow flugvelli. Hótelið er tímalaust og fágað. Þar eru 140 svefnherbergi  og 24 glæsilegar svítur. Allt hótelið hefur verið endurbyggt á óaðfinnanlegan hátt. Auk hótelsins er frábær 18 holu golfvöllur, 9 holu golfvöllur og glænýtt klúbbhús með heilsulind, smábátahöfn og hvorki meira né minna en 6 veitingastaðir.

Cameron House er frábær golfáfangastaður. Hótelið er frábært og það er mikið úrval af veitingastöðum á staðnum. Eitt kvöldið borðar þú á hótelinu, annað kvöld ertu komin á Boathouse með útsýni yfir smábátahöfnina og endar kvöldið á veröndinni með vindil og góðan drykk samhliða því að dást af fegurð Loch Lomond. Golfvöllurinn er mjög góður og öll umgjörð og aðbúnaður fyrsta flokks. Veitingastaðurinn þar er líka mjög góður. Það er ekki slæm hugmynd að spila 18 holur, fara í heilsulindina í klúbbhúsinu og heita pottinn og enda með að borða þar. Ferðalagið á Cameron House er einfalt. Frá Glasgoe flugvelli er aðeins 20 mín akstur. Bucket list áfangastaður ef þú spyrð mig.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Golfvöllurinn

The Carrick er frábær golfvöllur. Margar holurnar eru með útsýni yfir Loch Lomond í einu fallegasta svæði Skotlands. Völlurinn opnaði árið 2007. Kanadíski arkitektinn Douglas Carrick hannaði völlinn sem byrjar á láglendi á fyrri 9. á seinni 9 byrjar völlurinn að hækka með miklu landslagi með útsýni yfir Loch Lomond. Eftir 9 holuna er lítlll veitingastaður sem er gerður úr gömlum London Thames bát. Mjög skemmtileg upplifun.

Á seinni 9 stefnir þú upp á hálendið með glæsilegri fjallasýn.  Síðustu holurnar snúa aftur að klúbbhúsinu meðfram Loch Lomond vatninu.

Fjórtánda holan er eftirminnileg. Þessi par 3 hola er með upphækkuðum teig sem stendur 20 metrum ofar en flötin.  Lokaholurnar eru frábærar holur, þar sem allt getur gerst.  Lokaholan er eftirminnileg hola í hundslögg til hægri í átt að klúbbhúsinu þar sem góðar veitingar og ískaldir drykkir bíða kylfinga.  Þess má geta að það er frábær búningsklefi á Carrick þar sem hægt er að fara í sturtu skella sér í heita pottinn og golfverslunin er toppklassa.

Carrick hefur haldið Ladies Scottish Open (2007 og 2008), PGA Cup (2009) og Europro Tour árið 2014, 2015 og 2016. Á Cameron House er einnig níu holu völlur sem kallast Wee Demon sem hefur einnig fínt útsýni yfir vatnið.

Flugáætlun

FI 430 KEFGLA 0735 1050
FI 431 GLAKEF 1340 1500

Innifalið

Flug með Icelandair til Glasgow, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði og 3×18 holur ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins

Hálft fæði

3 course lunch £28,00
3 course dinner £55,00
Afternoon Tea £30,00

Aukagolf

Mars £35
Apríl og október £55
Maí og Sept £75

Uppfærslur (verð per herbergi á dag)

Loch View Room £60
Loch View Room with Balcony £100
Classic Family Room £90
Loch View Family Room £160
Loch View Family Room with Balcony £190
Classic Family Suite £250
Loch View Studio Suite Auld House £250
Loch View Studio Suite £250
Loch View Studio Suite with Balcony £250
Loch View Suite Auld House £300
Loch View Terrace Suite Auld House £320
Loch View One Bedroom Suite Auld House £340
Loch View One Bedroom Suite £340
The Loch Suite £750
The Cameron Suite £1.700
The Tower Suite £3.000

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar. Tilboðið miðast við Visa gengi 18.02.2022 GBP 174.

Dagsetningar

18 ágú 2022
18 ágú til 21 ágú
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
25 ágú 2022
25 ágú til 28 ágú
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
01 sep 2022
01 sep til 04 sep
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
08 sep 2022
08 sep til 11 sep
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
15 sep 2022
15 sep til 18 sep
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
22 sep 2022
22 sep til 25 sep
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
29 sep 2022
29 sep til 02 okt
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
06 okt 2022
06 okt til 09 okt
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli

Akstur til og frá flugvelli:

Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli.  Verðið fer eftir stærð hópsins, en aksturinn frá Glasgow flugvelli tekur aðeins 20 mín.

Flutningur á golfsetti

Flutningur á golfsetti er innifalinn í pakkaverði.