Nýr kafli í sögu Carton House er hafinn. Nú er hótelið orðið hluti af lúxushótelkeðjunni Fairmont Hotels & Resorts, sem er fræg fyrir m.a. The Savoy í London og The Plaza í New York. Carton House er orðið eitt glæsilegasta hótel Írlands, tilbúið til að taka á móti Íslendingum í stórum stíl, eins og undanfarin ár.
Carton House er með skemmtilegri golfsvæðum að heimsækja á Dublin svæðinu. Einfaldlega frábært hótel, 2 mjög góðir vellir og góð þjónusta. Æfingaaðstaðan er mögnuð, enda er írska golfsambandið með höfuðstöðvar sínar á Carton House.
***Við auglýsum þessar ferðir án flugs***
Icelandair fljúga daglega til Dublin.