Centurion Club er einn af bestu golfvöllunum á Londonsvæðinu. Þessi einkaklúbbur er sannkölluð perla. Við höfum náð samningum við klúbbinn og getum nú boðið hringi á þessum velli alla daga vikunnar fyrir okkar viðskiptavini. Sniðugt er að sameina dvöl á Grove við hring á Centurion, enda ekki nema 15 mínútur á milli vallanna.
Það er draumur að spila þennan völl. Fyrsta holan er þægileg par fimm hola sem er hægt að ná inn á í 2 höggum, næst kemur gríðarlega falleg par 3 hola sem er varin með fallegum glompum, því næst par 4 hola og síðan önnur par fimm hola sem hægt er að ná inn á í tveim höggum. Það eru hvorki fleiri né færri en 7 par fimm holur á Centurion sem gerir völlinn mjög skemmtilegan að kljást við. Völlurinn er alltaf í stórkostlegu formi, allar flatir, teigar og brautir upp á tíu og karginn er nánast ósnertur, enda ekki nema 20-50 manns sem spila völlinn daglega.
Ef þú hefur tækifæri á að spila þennan völl, þá gerðu það.
Innifalið:
18 holur ásamt aðgengi að æfingasvæðinu, æfingaboltum, klúbbhúsinu og merktur skápur í búningsherberginu.
Golfbíll er á 60 GBP
Leigusett 50 GBP á mann.