Centurion Club, London

Verð GBP 200 fyrir þá sem gista á Grove (annars GBP 250)

Centurion Club er einn af bestu golfvöllunum á Londonsvæðinu. Þessi einkaklúbbur er sannkölluð perla. Við höfum náð samningum við klúbbinn og getum nú boðið hringi á þessum velli alla daga vikunnar fyrir okkar viðskiptavini. Sniðugt er að sameina dvöl á Grove við hring á Centurion, enda ekki nema 15 mínútur á milli vallanna.

 

Centurion golfvöllurinn er einkaklúbbur og allt viðmótið er í takt við það. Móttökurnar eru þannig að þér er fljótt ljóst að þú ert mikilvægur gestur fyrir klúbbinn. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið og golfvöllurinn er einstakur. Völlurinn er í miklu landslagi og að parti til skógarvöllur. Allar brautirnar eru mjög eftirminnilega og þetta er klárlega golfvöllur sem maður þarf að spila aftur
Þórir Kjartansson
Centurion Club er virkilega flottur völlur í hæfilegri fjarlægð frá Heathrow. Skemmtilegt "layout" sem býður upp á fjölbreytt landslag, skógarholur í bland við opnari links. Aðstaðan er mjög flott, þjónustan fyrsta flokks og veitingastaðurinn með þeim betri á golf resorti. Mæli hiklaust með þessum.
Arnór Gunnarsson
Það er draumur að spila þennan völl.  Fyrsta holan er þægileg par fimm hola sem er hægt að ná inn á í 2 höggum, næst kemur gríðarlega falleg par 3 hola sem er varin með fallegum glompum, því næst par 4 hola og síðan önnur par fimm hola sem hægt er að ná inn á í tveim höggum.  Það eru hvorki fleiri né færri en 7 par fimm holur á Centurion sem gerir völlinn mjög skemmtilegan að kljást við.  Völlurinn er alltaf í stórkostlegu formi, allar flatir, teigar og brautir upp á tíu og karginn er nánast ósnertur, enda ekki nema 20-50 manns sem spila völlinn daglega. Ef þú hefur tækifæri á að spila þennan völl, þá gerðu það.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Það er draumur að spila þennan völl.  Fyrsta holan er þægileg par fimm hola sem er hægt að ná inn á í 2 höggum, næst kemur gríðarlega falleg par 3 hola sem er varin með fallegum glompum, því næst par 4 hola og síðan önnur par fimm hola sem hægt er að ná inn á í tveim höggum.  Það eru hvorki fleiri né færri en 7 par fimm holur á Centurion sem gerir völlinn mjög skemmtilegan að kljást við.  Völlurinn er alltaf í stórkostlegu formi, allar flatir, teigar og brautir upp á tíu og karginn er nánast ósnertur, enda ekki nema 20-50 manns sem spila völlinn daglega.

Ef þú hefur tækifæri á að spila þennan völl, þá gerðu það.

 

Innifalið:

18 holur ásamt aðgengi að æfingasvæðinu, æfingaboltum, klúbbhúsinu og merktur skápur í búningsherberginu.

Golfbíll er á 60 GBP
Leigusett 50 GBP á mann.

Dagsetningar

06 apr 2024
06 apr til 07 apr
£200,- fyrir þá sem dvelja á Grove (annars £250,-)

Skilmálar

Hringur greiðist við bókun og skal miða við Visa gengi GBP þess dags sem bókun er staðfest og greidd. Hægt er að fá hringinn endurgreiddan innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti.