Dale Hill

Verð frá kr. 159.000 á mann í tvíbýli

Dale Hill er flott golfhótel, sem er staðsett austan við Gatwick flugvöll, þó aðeins 50 mínútur frá flugvellinum. Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin. Á öllum herbergjum er flatskjár, kaffi- og tekanna. Baðherbergin eru stór með baðkari og stórri sturtu. Hótelgestir hafa aðgang að sundlaug og gufuböðum. Á hótelinu er þráðlaust net, tveir veitingastaðir, tveir barir, svo eitthvað sé nefnt.

Dale Hill er frábært golfhótel stutt frá Gatwick flugvelli. Fórum 8 félagar saman og spiluðum Ian Woosnam völlin sem er hin mesta skemmtun. Sanngjarn skógarvöllur í frábæru ástandi. Hótelið, veitingastaðurinn og barinn með frábæra þjónustu. Mun kláralega fara á Dale Hill aftur á næstunni og nýta mér þjonustu GB ferða.
Stefán Már Stefánsson, Atvinnukylfingur.
Dale Hill golfsvæðið er góður kostur fyrir kylfinga á nær öllu getustigi. Vellirnir tveir eru um margt ólíkir þó þeir séu hlið við hlið. Aðstaðan á Dale Hill er fyrsta flokks og gæði golfvallanna eins og best verður á kosið. Hótelið gott og maturinn til fyrirmyndar. Ég átti afar ánægjulega dvöl á Dale Hill og hlakka til að koma aftur í heimsókn.
Jón Júlíus Karlsson
Það var mér sérstök ánægja að leika Ian Woosnam-völlinn sem er svo sannarlega keppnisvöllur í hæsta gæðaflokki. Völlurinn er ekki of langur og dræverinn óþarfur á mörgum holum sem er skemmtileg tilbreyting. Völlurinn býður upp á margar minnisstæðar golfholur og hönnunin fyrsta flokks. Dale Hill völlurinn er ekta enskur klúbbvöllur og hentar sérstaklega forgjafarhærri kylfingum. Ekki langur en með fjölmörgum skemmtilegum golfholum sem kylfingar fá seint leið á.
Jón Júlíus Karlsson
Dale Hill skartar frábæru og ekta bresku sveitar landslag, völlurinn er fjölbreyttur en í senn sanngjarn og hentar bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna. Woosnam-völurinn er útsýnisperla í hæsta gæðaflokki með hreint frábærum holum sem unun er að spila.
Gunnnar Gunnarsson, GKG

Hótelinu fylgja tveir mjög góðir 18 holu golfvellir, Old Course og Woosnam course, auk góðs æfingasvæðis. Woosnam-völlurinn er sannkallaður Championship völlur.  Ian Woosnam lét hafa eftir sér skömmu eftir að völlurinn var tekinn í notkun að hann hefði hannað völlinn með jafnvægi að leiðarljósi. Völlurinn væri nógu erfiður fyrir atvinnumenn en á sama tíma nógu auðveldur fyrir áhugamenn og forgjafarhærri kylfinga. Honum tókst ætlunarverk sitt.  Völlurinn er 5430 metra langur af gulum teigum og par 71. Fyrstu holur vallarins eru vinalegar og einn af helstu kostum vallarins er að á mörgum brautum er dræverinn algjörlega óþarfur.

Eldri völlurinn á Dale Hill er samnefndur golfsvæðinu og var tekinn í notkun árið 1973. Mjög skemmtilegur 18 holu völlur og öllu auðveldari en nágranni sinn. Völlurinn er nokkuð styttri en Woosnam-völlurinn, er 4960 metrar að lengd af gulum teigum og spilast sem par 69. Fyrri níu holurnar eru tiltölulega opnar en skógurinn spilar meiri rullu á seinni níu og brautirnar talsvert þrengri. Skemmtilegur golfvöllur þar sem miklu skiptir að halda boltanum í leik. Saman mynda Dale Hill og Woosnam-vellirnir öflugt tvíeyki golfvalla sem kylfingar fá seint leið á. Grein um Dale Hill: http://www.visir.is/dale-hill-perla-i-enskri-sveitasaelu/article/2014140…

Dagsetningar

23 mar 2023
23 mar til 26 mar
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
Uppselt
06 apr 2023
06 apr til 09 apr
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
Uppselt
18 maí 2023
18 maí til 21 maí
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
25 maí 2023
25 maí til 28 maí
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli
28 sep 2023
28 sep til 01 okt
kr. 159.000,- á mann í tvíbýli

Innifalið

Innifalið: flug með Icelandair til Gatwick, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með morgunverði, kvöldverði öll kvöldin, 4×18 holur ásamt aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli

kr. 6.000,- á dag

Annað:

  • Aukahringur: £30
  • Aukagjald fyrir einbýli kr. 8.000 á dag
  • Uppfærsla í Executive room kr. 3.000 á dag
  • Uppfærsla í svítu kr. 4.500 á dag

Flugáætlun

FI 470 KEFLGW 0745-1145
FI 477 LGWKEF 2140-2340

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar. Tilboðið miðast við Visa gengi 28.02.2023 GBP 178.