Doonbeg Írland

Verð frá kr. 215.000 á mann í tvíbýli

Doonbeg er stórbrotið svæði á vesturströnd Írlands. Völlurinn er sannkölluð perla. Stórbrotið útsýni yfir Atlantshafið á 16 af 18 holum vallarins. Greg Norman hannaði völlinn 2002, með dyggri aðstoð móður náttúru.

Doonbeg hótelið er í algjörum topp klassa, rétt eins og golfvöllurinn á landareigninni. Að vissu leyti er það eins og að ferðast aftur í tímann að heimsækja Doonbeg, þar sem hús, innréttingar og húsgögn eru í klassískum írskum stíl, sem hæfir umhverfinu fullkomlega. Herbergi og svítur eru þó búnar öllum nútíma þægindum og eru ótrúlega falleg og heillandi. Ýmsir valmöguleikar eru varðandi gistingu, allt frá hótelherbergi upp í svítur með nokkrum svefnherbergjum, með sameiginlegri stofu og fullbúnu eldhúsi. Það er allt til alls á landareigninni, hvort sem fólk hefur áhuga á að spila golf eða fara í gönguferðir á ströndinni eða slappa af í heilsulindinni. Þjónusta og aðbúnaður er eins og best þekkist og starfsfólkið einstaklega vingjarnlegt og hjálplegt og veitingastaðir á hótelinu eru góðir. Hótelið býður þó upp á akstur til og frá nærliggjandi smábæjar Doonbeg, þar sem eru nokkrir prýðilegir veitingastaðir, sem gaman er að heimsækja.

Hótelið er ekki af verri endanum.  Valið stendur á milli venjulegra herbergja sem kallast “Classic Links Bedroom” og svítna “1, 2, 3 Bedroom Suite”.  Svo er hægt að velja Ocean view herbergi og 1, 2, 3, 4 bdr svítur þar sem allt að 8 geta gist saman. Einnig eru þeir með svokallaða 4 bedroom hús sem er gríðarlega vinsælt af golfhópum.

Verðin á síðunni miðast við Classic Links Bedroom.

Dvöldum á Doonbeg í góðu yfirlæti í mat og drykk og nutum þess að spila golf í 15 stiga hita og blíðviðri. Þetta er stórbrotið svæði á vesturströnd Írlands. Völlurinn er sannkölluð perla. Stórbrotið útsýni yfir Atlantshafið á 16 af 18 holum vallarins. Greg Norman hannaði völlinn, með dyggri aðstoð móður náttúru. Hótelið er mjög gott. Bucket list ferð.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, The Ocean View Restaurant, þar sem morgunverður er borinn fram fyrir hótelgesti ásamt hádegisverði, high tea og kvöldverði.  Útsýnið frá veitingastaðnum er yfir Atlantshafið og 18 flötina og er í einu orði sagt stórbrotið.  Í klúbbhúsinu er Trump’s Bar and restaurant sem er fínn afslappaður veitingastaður.

Á hótelinu er fín heilsulind þar sem hægt er að panta nudd eða skella sér í heitan pott og gufu eftir hring.

Dagsetningar

16 apr 2026
16 apr til 19 apr
Hafið samband fyrir verð
23 apr 2026
23 apr til 26 apr
Hafið samband fyrir verð
30 apr 2026
30 apr til 03 maí
Hafið samband fyrir verð
07 maí 2026
07 maí til 10 maí
Hafið samband fyrir verð
14 maí 2026
14 maí til 17 maí
Hafið samband fyrir verð
21 maí 2026
21 maí til 24 maí
Hafið samband fyrir verð
28 maí 2026
28 maí til 31 maí
Hafið samband fyrir verð
04 jún 2026
04 jún til 07 jún
Hafið samband fyrir verð
11 jún 2026
11 jún til 14 jún
Hafið samband fyrir verð
27 ágú 2026
27 ágú til 30 ágú
Hafið samband fyrir verð
03 sep 2026
03 sep til 06 sep
Hafið samband fyrir verð
10 sep 2026
10 sep til 13 sep
Hafið samband fyrir verð
Uppselt
17 sep 2026
17 sep til 20 sep
Hafið samband fyrir verð
24 sep 2026
24 sep til 27 sep
Hafið samband fyrir verð
01 okt 2026
01 okt til 04 okt
Hafið samband fyrir verð
08 okt 2026
08 okt til 11 okt
Hafið samband fyrir verð
15 okt 2026
15 okt til 18 okt
Hafið samband fyrir verð
22 okt 2026
22 okt til 25 okt
kr. 215.000 á mann í tvíbýli

Innifalið

Gisting í Classic Links Bedroom með glæsilegum morgunverði, 3 x 18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli

Apríl: EUR 120,- á dag
Maí okt: EUR 140,- á dag
Jún júl, ág, sept: EUR 160,- á dag.

Annað:

Aukagolf:

01-30. apríl: EUR 120,- á dag

01-28.maí & 2-22. okt: EUR 250,- í miðri viku og EUR 300,- um helgar

29.maí-01.okt: EUR 375,- á dagGolfbíll €70 fyrir 18 holur
*Pre-booking essential. Carts are only available to those who have a medical condition that requires the assistance of a Cart. Golfers must provide a medical certificate for approval prior to the day of play and a caddie will be required to drive the cart

Rafmagnskerrur €30 (18 holur)
Venjulegar kerrur €5-10 (tvær týpur til, 2 hjóla og 3 hjóla)
Leiga á golfsettum €70

Kylfusveinar:
Single (per bag) €85
Double (per bag) €65
Forecaddie (per person) €30 base on a minimum of 3 persons

Flugáætlun

FI 416 KEFDUB 0730 1050
FI 417 DUBKEF 1215 1400

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 18.11.2022 EUR 153.