Doonbeg er stórbrotið svæði á vesturströnd Írlands. Völlurinn er sannkölluð perla. Stórbrotið útsýni yfir Atlantshafið á 16 af 18 holum vallarins. Greg Norman hannaði völlinn 2002, með dyggri aðstoð móður náttúru.
Doonbeg hótelið er í algjörum topp klassa, rétt eins og golfvöllurinn á landareigninni. Að vissu leyti er það eins og að ferðast aftur í tímann að heimsækja Doonbeg, þar sem hús, innréttingar og húsgögn eru í klassískum írskum stíl, sem hæfir umhverfinu fullkomlega. Herbergi og svítur eru þó búnar öllum nútíma þægindum og eru ótrúlega falleg og heillandi. Ýmsir valmöguleikar eru varðandi gistingu, allt frá hótelherbergi upp í svítur með nokkrum svefnherbergjum, með sameiginlegri stofu og fullbúnu eldhúsi. Það er allt til alls á landareigninni, hvort sem fólk hefur áhuga á að spila golf eða fara í gönguferðir á ströndinni eða slappa af í heilsulindinni. Þjónusta og aðbúnaður er eins og best þekkist og starfsfólkið einstaklega vingjarnlegt og hjálplegt og veitingastaðir á hótelinu eru góðir. Hótelið býður þó upp á akstur til og frá nærliggjandi smábæjar Doonbeg, þar sem eru nokkrir prýðilegir veitingastaðir, sem gaman er að heimsækja.
Hótelið er ekki af verri endanum. Valið stendur á milli venjulegra herbergja sem kallast “Classic Links Bedroom” og svítna “1, 2, 3 Bedroom Suite”. Svo er hægt að velja Ocean view herbergi og 1, 2, 3, 4 bdr svítur þar sem allt að 8 geta gist saman. Einnig eru þeir með svokallaða 4 bedroom hús sem er gríðarlega vinsælt af golfhópum.
Verðin á síðunni miðast við Classic Links Bedroom.