East Sussex National, London

Verð frá kr. 69.000 á mann í tvíbýli (án flugs)

East Sussex National er glæsilegt golfhótel, sem er staðsett á 1100 ekru landareign í ensku sveitinni, þó aðeins 40 mínútur frá Gatwick flugvelli. Herbergin eru mjög smekkleg, rúmgóð og vel útbúin. Á öllum herbergjum er flatskjár, kaffi- og tekanna. Baðherbergin eru stór með baðkari og stórri sturtu. Hótelgestir hafa aðgang að frábærri líkamsræktarstöð, 20 m. langri sundlaug, heitum pottum, gufuböðum. Þar er einnig einstaklega rúmgóðri heilsulind, sem hótelgestir geta nýtt sér. Á hótelinu er herbergisþjónusta allan sólarhringinn, þráðlaust net, þrír veitingastaðir, tveir barir, svo eitthvað sé nefnt.

East Sussex National er eitt allra flottasta golf resort sem ég hef komið á í Evrópu. Æfingaaðstaðan er í toppklassa, tveir frábærir "championship" vellir og starfsfólkið á svæðinu frábært. Ef þú ert að velta fyrir þér golfi erlendis þá myndi ég hiklaust mæla með þessum stað.
Ingi Rúnar Gíslason, PGA kennari
Fórum átta félagar saman á East Sussex National og spiluðum 6 hringi á 4 dögum, gætum varla hugsað okkur betra svæði fyrir slíka ferð. Tveir frábærir vellir, góð æfingaaðstaða, glæsilegt hótel og ekki verra að skella sér í heilsulindina eftir góðan dag á golfvellinum. Starfsfólkið tók vel á móti okkur og allt gert til að láta gestum líða sem best. Mæli hiklaust með East Sussex fyrir alla kylfinga, byrjendur sem lengra komna. Topp þjónusta frá GB Ferðum gerir það að verkum að við komum klárlega aftur að ári.
Stefán Már Stefánsson, Atvinnukylfingur.
Á hverju vori förum við félagarnir í golfferð til Bretlands. Eftir mikla yfirlegu og pælingar völdum við East Sussex National. Við sáum ekki eftir því. Svæðið er í heppilegri fjarlægð frá flugvellinum og hefur að geyma fyrirtaks aðstöðu í alla staði. Æfingasvæðið, golfverslunin, heilsulindin og hótelherbergin voru til fyrirmyndar, meira að segja maturinn var góður – sem er nú ekki alltaf tilfellið á Englandi.
Haukur Örn Birgisson, Forseti GSÍ
East Sussex National býður upp á frábæra aðstöðu í alla staði, bæði fyrir pör og hópa. Heilsulindin er notaleg fyrir og eftir golf og báðir vellirnir jafn skemmtilegir þó þeir séu ólíkir.
Pétur Óskar Sigurðsson, sölustjóri golfdeildar ÍsAm.
Mér finnst vera mikill kostur að hafa tvo golfvelli á svæðinu, það býður upp á skemmtilegan fjölbreytileika í golfferðum. Báðir vellirnir voru mjög góðir og umgjörðin í kringum þá fyrsta flokks. Hópurinn var sammála um að fara einhvern tímann aftur á East Sussex National og að mínu mati eru það bestu meðmæli sem hægt er að gefa.
Haukur Örn Birgisson, Forseti GSÍ
Golfvellirnir á East Sussex National vellinum eru fyrirtak. Hönnunin hentar miðlungskylfingum eins og mér einkar vel, þeir eru vel opnir af skógarvöllum að vera, en þó auðvitað góð áskorun fyrir alla kylfinga. Reyndar hafði eiginkonan mig undir í keppni okkar hjóna, en minningin er engu að síður góð og ég hlakka til að spila þarna aftur, ef guð lofar. Umhverfið er fallegt og friðsælt, vallarverðir vinalegir og þjónustan við kylfinga er sérstaklega góð, minnir á það sem maður þekkir frá Bandaríkjunum.
Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður
East Sussex National ferðin gekk vel og allt gekk farsællega. Frábærir vellir, sérstaklega East. Hótelherbergin voru svakaleg, ca. 90fm
Sigurjón Gunnarsson, / Manager Business Solutions - Advania
Einn af helstu kostum East Sussex National er að svæðið hefur tvo golfvelli. Austur-völlurinn er lengri, mjög krefjandi og mikilvægt að halda boltanum í leik. Margar frábærar golfholur á austurvellinum og þá sérstaklega á seinni níu. Vestur-völlurinn kom mér á óvart og var bráðskemmtilegur. Hann er öllu auðveldari og mjög ólíkur Austur-vellinum þrátt fyrir að þeir séu hlið við hlið. Alls ekki slæmt fyrir kylfinginn að geta valið um tvo velli. Ég mæli hiklaust með East Sussex National og hlakka til að koma aftur.
Jón Júlíus Karlsson
East Sussex National ferðin var alveg frábær. Klassa vellir og æðislegt hótel. Við vorum allir rosalega ánægðir“
Egill R. Guðjohnsen og félagar
For the first time visitors who have never visited East Sussex National - think Augusta National, as many believe this particular club brings a touch of Augusta to the Sussex Downs.
www.theopen.com

Hótelinu fylgja tveir afburða 18 holu golfvellir, East Course og West Course, auk mjög góðs æfingasvæðis. Báðir vellirnir voru hannaðir af Robert E. Cupp, sem er einn af hönnuðum Jack Nicklaus. Vellirnir voru hannaðir með stórmót í huga þegar hefur verið haldið mót á öðrum þeirra á PGA mótaröðinni. Mikið er lagt í alla hönnun og undirlag vallarins er með því betra sem þekkist í golfheiminum, m.a. var ræktað sérstakt tilbrigði af Bent grasi fyrir völlinn, til að tryggja að veðráttan hafi sem minnst áhrif á gæði vallarins.

Dagsetningar

06 mar 2025
06 mar til 09 mar
kr. 69.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
13 mar 2025
13 mar til 16 mar
kr. 69.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
20 mar 2025
20 mar til 23 mar
kr. 69.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
27 mar 2025
27 mar til 30 mar
kr. 69.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
03 apr 2025
03 apr til 06 apr
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
10 apr 2025
10 apr til 13 apr
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
17 apr 2025
17 apr til 20 apr
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
24 apr 2025
24 apr til 27 apr
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
01 maí 2025
01 maí til 04 maí
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
08 maí 2025
08 maí til 11 maí
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
15 maí 2025
15 maí til 18 maí
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
22 maí 2025
22 maí til 25 maí
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
29 maí 2025
29 maí til 01 jún
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
04 sep 2025
04 sep til 07 sep
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
11 sep 2025
11 sep til 14 sep
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
18 sep 2025
18 sep til 21 sep
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
25 sep 2025
25 sep til 28 sep
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
02 okt 2025
02 okt til 05 okt
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
09 okt 2025
09 okt til 12 okt
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
16 okt 2025
16 okt til 19 okt
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
23 okt 2025
23 okt til 26 okt
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
30 okt 2025
30 okt til 02 nóv
kr. 109.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir
06 nóv 2025
06 nóv til 09 nóv
kr. 69.000 á mann í tvíbýli (án flugs) 3 nætur 4 hringir

Innifalið

Gisting í 3 nætur með morgunverði, 2 rétta kvöldverði öll kvöldin á Pavillion veitingastaðnum, 4×18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 14.000 á dag.

Annað:

  • Aukahringur: £50 í mars og ágúst og £60 í apríl, maí, sept, okt
  • Golfbílar: £30 fyrir 18 holur og £50 fyrir 36 holur
  • Uppfærsla í Club room £20 á dag (37)
  • Uppfærsla í Luxury Suite £75 á dag (12)

Flugáætlun

FI 470 KEFLGW 0745 1145
FI 455 LHRKEF 2125 2340

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar. Tilboðið miðast við Visa gengi 10.06.2024 GBP 182.