Buena Vista Golf, Tenerife

Verð kr. 430.000 á mann í tvíbýli (Junior svíta) - bóka fyrir 30/09/25

Buena Vista Golf – Hacienda del Conde, Meliá Collection er glæsilegt 5 stjörnu hótel á norðvesturhluta Tenerife við rætur hinna fögru Teno fjalla. Tilfinningin þegar þú kemur á hótelið er eins og að koma í þorp í gamalli James Bond mynd.  Allt ákaflega fallegt, friðsælt og vandað. Hótelið er svítuhótel. Svíturnar eru rúmgóðar (40m2) loftkældar, vel búnar öllum þægindum og m.a. fataherbergi. Í boði er hlaðborð og „à la carte“ veitingastað hótelsins. Í sundlaugagarðinum eru 2 sundlaugar. Heilsurækt hótelsins er stór ”YHIspa” 2500 m2 sem býður upp á ýmis konar heilsumeðferðir, gufuböð og æfingaaðstöðu.

Buena Vista er algjört æði. Fær mín allra bestu meðmæli í ÖLLU - þjónustan er í sérflokki 👌Mér finnst Buenavista geggjaður staður og bara sjaldan verið jafn ánægð með allt eins og þar.
Steinunn Björk Eggertsdóttir
Buena Vista Golf á norður hluta Tenerife er ofboðslega fallegt golf svæði, völlurinn ber mikinn keim af hönnuðinum og goðsögninni Seve Ballesteros. Enginn golfhola er eins, mikið landslag og sjávarsýn frá öllum teigum. Völlurinn er sérstakur að því leiti að það eru sex par 3, sex par 4 og sex holur par 5. Buena Vista hentar öllum getustigum. Buena Vista Golf Kom mér virkilega vel á óvart og ekki var verra að völlurinn var í frábæru ástandi. Á svæðinu er góð aðstaða til æfinga. Hótelið 5 stjörnu Melia "adult only" hótel þar sem stjanað er við fólk frá morgni til kvölds. Rúmgóð herbergi, frábær aðstaða til slökunar, mjög flott spa og maturinn einkar góður og vel framsettur. Svo má ekki gleyma náttúrulauginni fyrir neðan 16 holuna sem er algjört must! Mæli algjörlega með Buena Vista Golf
Gunnlaugur Elsuson PGA Golfkennari
Ferðin var frábær, völlurinn ótrúlega flottur og í mjög góðu standi. Hótelið og þjónustan til fyrirmyndar. Maturinn mjög góður. Sem sagt allt eins og best var á kosið.
Pálmi Jónsson
Buena Vista var frábært. Klárlega fallegasti völlur sem við höfum spilað. Herbergið var á frábærum stað, horfðum beint yfir greenið á 3ju brautinni ;) Hotelið og öll þjonusta fyrsta flokks ;)
Júníana Óttarsdóttir
Buena Vista er að mínu mati langbesti völlur Tenerife. Punktur. Melia Hótelið er sérstaklega sjarmerandi og þar er notalegt að vera og hvílast.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Innifalið

  • Flug með Icelandair til TFS (flutningur á golfsetti, 23 kg innrituð taska, handfarangur (10 kg) og einn hlutur til persónulegra nota
  • Akstur til og frá flugvelli
  • Gisting í 7 nætur í junior svítu með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, kvöldverðarhlaðborði,
  • Ótakmarkað golf á frábærum velli Buena Vista
  • Golfbíll fyrir 7 hringi innifalinn í verðinu.
  • Eitt skipti á að YHI SPA Thermal Circuit.
  • Fararstjórn undir handleiðslu Steinunnar Bjarkar Eggertsdóttur

Golfvöllurinn

Golfvöllurinn er margverðlaunaður 18 holu golfvöllur sem hannaður er af Seve Ballesteros. Völlurinn er í stórkostlegu landslagi við sjóinn og ávallt með fallegri fjallasýn.  Völlurinn er par 72 og 6.160 metrar af öftustu teigum.  Allar holurnar eru einstakar og vel hannaðar.  Lokaholurnar á vellinum eru stórkostlegar liggja margar meðfram sjónum (10, 13, 15, 16, 17).  18 holan er frábær par 5 hola.  Flatir vallarins eru þrælgóðar, stórar og með miklu landslagi.  Draumavöllur að okkar mati. Klúbbhúsið er stórt og þægilegt.  Veitingasvæðinu er skipt í innisvæði og útisvæði.  Maturinn er virkilega góður.

Flugáætlun:

FI 580 06FEB KEFTFS 1000 1525
FI 581 13FEB TFSKEF 1625 2155

  • Brottför frá Keflavík kl. 10:00 lending á Tenerife kl. 15:25
  • Brottför frá Tenerife kl. 16:25 lending í Keflavík kl. 21:55

Dagsetningar

06 feb 2026
06 feb til 13 nóv
kr. 430.000,- á mann í tvíbýli (bóka fyrir 30/09/25)
06 feb 2026
06 feb til 13 feb
kr. 505.000,- á mann í einbýli (bóka fyrir 30/09/25)

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 11.07.2025 EUR 146.

Lágmarksþátta í þessari ferð er 16 manns.  Við áskiljum okkur rétt til að hætta við ferðina ef þessi fjöldi næst ekki.