Palácio hótelið er heimsfrægt hótel sem er byggt 1930. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta fyrrum höll og annað heimili spænsku, ítölsku, frönsku og rúmensku konungsfjölskyldnanna í seinni heimsstyrjöldinni þegar Portúgal var hlutlaust land. þessar konungsfjölskyldur voru þarna í útlegð. Estoril var þekkt sem “strönd konunganna”. Hótelið er enn í dag í uppáhaldi hjá afkomendum þessara konungsfjölskyldna.
Frá upphafi hefur Palacio hýst þjóðhöfðingja, keisara, konunga og prinsa, evrópska aðalsmenn, fræga listamenn, rithöfunda, leikara og marga stjórnmálamenn sem mótað hafa örlög Vesturlanda. Einkaheimsóknir eða ríkisheimsóknir, hátíðir og helstu leiðtogafundir hafa fært Palacio langan lista af virtum gestum. Í almenningsherbergjunum, göngunum og jafnvel í morgunmatnum getur maður oft rekist á krónprins, kvikmyndaleikstjóra, leikkonu eða alþjóðlega þekktan tónlistarmann.
Palácio hefur verið alsherjar yfirhalningu margoft í gegnum tíðina en heldur alltaf í gömlu gildin. Í dag býður hótelið upp á öll þægindi fimm stjörnu hótels á sama tíma og það heldur öllum sjarma gamla tímans og er í senn tímalaust og fágað. Golfvöllur hótelsins er Estoril volfvöllurinn en við getum boðið uppá aðra velli í ferðunum.