K Club er eitt frægasta golfhótel Írlands, aðeins 30 mínútur frá Dublin flugvelli. Þetta er stórbrotið golfsvæði. Hótelið var upphaflega byggt sem einkaheimili vínkaupmannsins Hugh Barton. Barton þessi hafði auðgast á að flytja inn vín frá Frakklandi. Hann keypti landið árið 1831 eftir að hafa flutt aftur heim til Írlands. Höllin sem hann byggði kallaði hann Straffan House. Fyrirmynd Straffan House var höll sem Barton þekki fyrir utan Paris í bænum Louveciennes. Barton gekk þó skrefinu lengra með því að bæta við fallegum turni í ítölskum stíl við bygginguna. Þessi sögulega bygging myndar austurálmu K-klúbbsins í dag. Straffan húsið var innan fjölskyldunnar til ársins 1949, en þá fjárfesti Jefferson Smurfit Group í staðnum. Það keypti síðan alla samstæðuna árið 1988 og dældi fjármagni í landareignina sem skapaði það sem við þekkjum sem „The K Club“. Áin Liffy rennur í gegnum landareignina, Þar eru fallegar gönguleiðir og hægt að veiða silung á flugu ásamt því að báðir golfvellir svæðisins eru meðfram ánni.
Við seljum þessar ferðir án flugs við getum sjálfsögðu séð um flugið líka. Icelandair og Play fljúga til Dublin daglega allan ársins hring. Verðið er frá ca. 50 þús á mann með tösku og golfsetti. Ef þið eruð sátt við verðin á gistingunni þá getum við aðstoðað við bókun á flugi