Kempinski Palace - Engelberg

Verð frá kr. 199.000 á mann í tvíbýli

Kempinski Palace Engelberg er nýjasta skíðahótelið okkar í Sviss. Þetta er fyrsta 5 stjörnu hótelið í Engelberg. Þetta er mjög spennandi kostur fyrir íslenska skíðaunnendur. Við skoðuðum hótelið á byggingarstigi fyrr á þessu ári og þetta verður eitt fallegasta skíðahótel í Ölpunum. Sem dæmi má nefna að öll herbergi eru með húsgögnum frá ítalska húsagagnaframleiðandunum Molteni&C og allt sameiginlegt rými með húsgögnum frá ítalska húsagagnaframleiðandunum B&B. Hótelið opnar vorið 2021. Á hótelinu eru 129 herbergi og svítur (þar af 115 með svölum), 880 fm heilsulind og gym á efstu hæð með útsýni yfir fjöllin. Öll herbergin bjóða uppá panorama útsýni yfir fjöllin.
Við ætlum að bjóða uppá hjólaferðir, gönguferðir með vorinu og næsta sumar. Skíðaferðir byrja í des 2021.

Láttu þig hlakka til. kv, GB Ferðir

 

Við hjónin vorum ánægð með ferðina. Mikill kostur að fljúga beint til Zurich og stutt að keyra til Engelberg, falleg leið og tíminn flaug. Engelberg er yndislegur bær með yndislegu fólki. Við getum mælt með þessu skíðasvæði fyrir vant fólk.
Heiðdís Dögg
Engelberg er skíðasvæði sem er ólíkt mörgum öðrum skíðasvæðum sem ég hef skíðað. Þetta svæði er ótrúlega fjölbreitt, endalausir möguleikar í fyrir utanbrautar skíðamennsku sem gerði þessa ferð krefjandi og eftirminnilega. Orðatiltækið We roll deep in Engelberg stóð heldur betur undir væntingum
Gunnar Sverrir Harðarson
Styrkleiki Engelberg felst í góðum utanbrautarsvæðum fyrir þá sem vilja meira krefjandi skíðun.
Arnar Sigurðsson
Engelberg svæðið er hrikalega skemmtilegt skíðasvæði. 85% svæðisins eru bláar og rauðar brekkur (30%/55%) og 15% svartar brekkur. Einnig er mikið af off piste brekkum fyrir þá sem kjósa að fara ótroðnar slóðir í djúpu púðri. Mikið svakalega er gaman að skíða hérna. Að auki er mjög skemmtileg Aprés stemning. Áfram Engelberg.
Jóhann Pétur Guðjónsson

Engelberg svæðið er hrikalega skemmtilegt skíðasvæði. 85% svæðisins eru bláar og rauðar brekkur (30%/55%) og 15% svartar brekkur. Einnig er mikið af off-piste brekkum fyrir þá sem kjósa að fara ótroðnar slóðir í djúpu púðri. Mikið svakalega er gaman að skíða hérna. Að auki er mjög skemmtileg Aprés stemning. Áfram Engelberg.

Innifalið:

Flug með Icelandair til Zürich, farangursheimild (1 ferðataska og 1 handfarangur) flugvallarskattar og aukagjöld, gisting með morgunverðahlaðborði, frítt WiFi

Flugáætlun

FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550

Dagsetningar

06 jún 2021
06 jún til 13 jún
kr. 199.000 á mann í tvíbýli
13 jún 2021
13 jún til 20 jún
kr. 199.000 á mann í tvíbýli
20 jún 2021
20 jún til 27 jún
kr. 199.000 á mann í tvíbýli
27 jún 2021
27 jún til 04 júl
kr. 199.000 á mann í tvíbýli
01 ágú 2021
01 ágú til 08 ágú
kr. 199.000 á mann í tvíbýli
08 ágú 2021
08 ágú til 15 ágú
kr. 199.000 á mann í tvíbýli
12 des 2021
12 des til 19 des
Verð tilkynnt í apríl
19 des 2021
19 des til 26 des
Verð tilkynnt í apríl
26 des 2021
26 des til 02 jan
Verð tilkynnt í apríl

Aukalega

AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli. Verðið fer eftir stærð hópsins.

FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI
Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)
3.760 per. fluglegg

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum
4.700 per. fluglegg

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 18.11.2020 CHF 154.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar