Kempinski Palace Engelberg er nýjasta skíðahótelið okkar í Sviss. Þetta er fyrsta 5 stjörnu hótelið í Engelberg. Þetta er mjög spennandi kostur fyrir íslenska skíðaunnendur. Við skoðuðum hótelið á byggingarstigi fyrr á þessu ári og þetta verður eitt fallegasta skíðahótel í Ölpunum. Sem dæmi má nefna að öll herbergi eru með húsgögnum frá ítalska húsagagnaframleiðandunum Molteni&C og allt sameiginlegt rými með húsgögnum frá ítalska húsagagnaframleiðandunum B&B. Á hótelinu eru 129 herbergi og svítur (þar af 115 með svölum), 880 fm heilsulind og gym á efstu hæð með útsýni yfir fjöllin. Öll herbergin bjóða uppá panorama útsýni yfir fjöllin.
Engelberg svæðið er hrikalega skemmtilegt skíðasvæði. 85% svæðisins eru bláar og rauðar brekkur (30%/55%) og 15% svartar brekkur. Einnig er mikið af off-piste brekkum fyrir þá sem kjósa að fara ótroðnar slóðir í djúpu púðri. Mikið svakalega er gaman að skíða hérna. Að auki er mjög skemmtileg Aprés stemning. Áfram Engelberg.
Verðin miðast við gistingu í Boutique herbergi (25-29 fm).
Hægt er að uppfæra í stærri herbergi sem hér segir. Vinsamlegast óskið eftir tilboði.
Boutique (25-29 fm)
Superior (30-38 fm)
Deluxe (42-49 fm)
Premier (41-47 fm) – svalir og baðkar.
Belle Epoche (39-48 fm)
Svítur:
Junior suite (52-55 fm)
Park suite (68 fm)
Titlis suite (55 fm)
Belle Epoche Suite (53-58 fm)
Innifalið:
Flug með Icelandair til Zürich, farangursheimild (1 ferðataska og 1 handfarangur) flugvallarskattar og aukagjöld, gisting í Boutique herbergi (25-29 fm) glæsilegu morgunverðarhlaðborði, sloppar og inniskór, dagleg þrif, room service allan sólarhringinn, aðgengi að glæsilegri heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
Flugáætlun
FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550