Le Golf National er fyrir löngu orðið eitt af þekktari golfsvæðum í Evrópu enda hefur Opna franska mótið verið haldið þar frá árinu 1991 og Ryder Cup síðastliðið haust. Vellirnir eru 3 talsins. Fyrstan ber að nefna Albatros völlinn (Par 72). Sá völlur er talin vera besti golfvöllur Evrópu af mörgum bestu leikmönnum heims. Völlurinn er svona risk and reward völlur og stórskemmtilegur fyrir hópa sem halda keppni sín á milli. Völlurinn er samt sanngjarn, þú sérð allar hættur, engin blind högg. Völlur númer tvö er Aigle (Örninn) sem er skemmtilegur links style völlur (par 71). Það er gott æfingasvæði á vellinum og nú stenda yfir breytingar á gamla Osilet vellinum á þann veg að verið að er breyta honum í glæsilega 7 holur æfingavöll. Eitt af 23 hliðum Versala er á vellinum, sem sýnir hversu gríðarlegt landflæmi var lagt undir höllina á sínum tíma undir stjórn Loðvíks fjórtánda. Þú sérð líka hliðið frá 14. holu á Albatrossinum.
Næstu stórmót sem haldin verða á Le Golf national eru:
2022: the World Amateur Team Championship, also called Eisenhower Trophy
2024: The golf competition of the 2024 Olympic Games, Paris