Machrihanish, Skotland

Verð kr. 139.000 á mann í tvíbýli

Machrihanish Dunes er sannkölluð perla, falin á suð-vesturströnd Skotlands í gríðarlega fallegu umhverfi fjarri ys og þys nútíma lífs. Það er einmitt það sem gerir þetta svæði svo einstakt. Þú bókstaflega finnur fyrir kyrrðinni og sögunni. Það er eins og tíminn standi í stað. Ferðalagið frá flugvellinum tekur um 3 ½ klst og er ein af fallegri leiðum sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar um Stóra Bretland undanfarin 15 ár. Svo falleg er leiðin að Paul McCartney og Bítlarnir sáu sig knúna til að semja lag um þetta sjónarspil. Þetta lag er „The Long and Winding Road“. Aksturinn er stórbrotinn; byrjar frá Glasgow flugvelli í norður í gegnum Loch Lomond, þar næst inn í skosku Hálöndin. Eftir um klukkutíma er ekið niður skagann í suður meðfram ströndinni í gegnum hvert sjávarþorpið á fætur öðru. Áður en þú veist af ertu komin til Machrihanish. Hótelið sem okkar gestir gista á heitir THE UGADALE HOTEL. Útsýnið er yfir sjóinn og fyrsta teig á gamla Old Tom Morris vellinum, Machrihanish Golf Club. Gamla knæpan „THE OLD CLUBHOUSE“ er við hliðina á hótelinu og þar er oft mikið fjör langt fram á kvöld og prýðismatur á mjög sanngjörnu verði.

"I just sat down at my piano in Scotland, started playing and came up with that song, imagining it was going to be done by someone like Ray Charles. I have always found inspiration in the calm beauty of Scotland and again it proved the place where I found inspiration."
Paul McCartney
Það ætti að vera draumur hvers kylfings að spila þennan ótrúlega völl sem liggur í landslagi sem hefur ekkert verið átt við. Margar holurnar liggj meðfram ströndinni með stórbrotnu útsýni. Þetta er völlur sem allir kylfinar eiga að prufa og spila "orginal" skoskan links golfvöll.
Gunnar Gunnarsson

Golfvellirnir eru aðalatriðið. Þeir eru 2 talsins, Machrihanish Dunes og Machrihanish Golf Club. Þetta eru hvorutveggja stórkostlegir strandvellir. Dunes völlurinn er byggður inní náttúrulegt landslag. Engar jarðvegsframkvæmdir áttu sér stað við byggingu þess vallar, sem er magnað þegar menn upplifa og spila völlinn. Völlurinn er nokkuð krefjandi en sanngjarn. Það eru nokkur blind teighögg á vellinum en merkingar eru til fyrirmyndar og vallarvísirinn hjálpar mikið. Þó er þess virði að fá kylfusvein með sér í hring. Kylfusveinn kostar 45 pund+þjórfé. Brautir vallarins eru breiðar, flatirnar stórar og karginn er ekki þykkur þannig að allir eiga að geta notið þess að leika völlinn. Gamli völlurinn er einnig perla, miklu flatari og látlausari, en alls ekki auðveldari.

Dagsetningar

06 apr 2023
06 apr til 09 apr
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
13 apr 2023
13 apr til 16 apr
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
20 apr 2023
20 apr til 23 apr
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
27 apr 2023
27 apr til 30 apr
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
04 maí 2023
04 maí til 07 maí
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
11 maí 2023
11 maí til 14 maí
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
18 maí 2023
18 maí til 21 maí
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
25 maí 2023
25 maí til 28 maí
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
17 ágú 2023
17 ágú til 20 ágú
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.
24 ágú 2023
24 ágú til 27 ágú
kr. 169.000,- á mann í tvíbýli.

Innifalið

Flug með Icelandair til Glasgow, flugvallaskattar, ein ferðataska á mann, handfarangur, flutningur á golfsetti og aukagjöld, 3 nætur í 2 bedroom cottage með morgunverði, ótakmarkað golf ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.

 

*Lágmarksbókun er 4 leikmenn í 2 bedroom Cottage

Aukagjald fyrir einbýli

Annað:

Flugáætlun

KEFGLA – FI430 0735-1040
GLAKEF – FI431 1420-1540

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar. Tilboðið miðast við Visa gengi 18.02.2022 GBP 174.