Palacio de los Duques, Madrid

Verð frá kr. 114.000 á mann í double room

Palacio De Los Duques, hótelið í Madrid er algjörlega frábært borgarhótel.
Það er svo gaman að heimsækja borg eins og Madríd, sem hefur allt sem prýðir stórborg, eins og spennandi matarmenningu, listir, söfn, mannlíf og verslanir. En dagar í slíkri stórborg geta verið langir og krefjandi svo það er frábært að hafa algeran griðastað á hótelinu, til að hlaða batteríið inn á milli. Palacio de los duques er slíkt hótel. Hótelið er einstaklega fallegt og þar eru öll þægindi sem hægt er að hugsa sér. Hönnun þess er innblásin af málverkinu „Las Meninas“ sem hægt er að skoða í Museo Del Prado í Madrid. Þjónustan á hótelinu er fyrsta flokks og starfsfólkið allt svo einlægt og þjónustulundað. Það er frábær matur í boði og til að toppa þetta allt, eru þaksvalir með lítilli sundlaug á hótelinu, þar sem hægt er að njóta sólarinnar og stórkostlegs útsýnis yfir alla miðborgina. Staðsetning hótelsins er frábær, þaðan er aðeins um fimm mínútna gangur að óperunni, konungshöllinni og dómkirkjunni. Þá er iðandi mannlíf á hverju götuhorni, allt í göngufæri.

Frábært hótel í hjarta Madrídar. Stórkostleg þaksundlaug, heitur pottur og bar með frábæru útsýni yfir borgina, meðal annars konungshöllina og Teatro Real (Óperan). Fjöldi veitingahúsa og verslana í nágrenni við hótelið, m.a. Cava Baja, Mercado San Miguel og Chocolateria San Gines.
Jóhann Pétur Guðjónsson
Þetta eru ferðir fyrir vandláta
Jóhann Pétur Guðjónsson

Innifalið

Gisting, sloppar og inniskór, dagleg þrif, room service allan sólarhringinn, aðgengi að sundlaugarsvæði hótelsins, sólbekkir og handklæði.

Flugáætlun

Play fljúga til Madridar allan ársins hring (Brottfarir á föstudögum og mánudöguum)

Icelandair fljúga til Madridar frá 20.maí 2023-16.september (Brottfarir á miðvikudögum og laugardögum)

Annað

Við mælum með skoðunarferðum og veitingastöðum fyrir alla okkar viðskiptavini sem óska eftir því.

Við bókum golf fyrir þá sem vilja.  Golf Santander (20 min akstur) og Centro Nacional (20 min akstur)

Golf Santander:
01.jan-31.mars EUR 100
01.apríl-31.júlí EUR 130
01.ágúst-31.ágúst EUR 100
01.sept-31.okt EUR 130
*golfbíl eða rafmagnskerra innifalin ásamt 40 æfingaboltar

Centro Nacional:
01.jan-31.mars EUR 70
01.apríl-31.júlí EUR 80
01.ágúst-31.ágúst EUR 70
01.sept-31.okt EUR 80

*40 æfingaboltar innifaldir
*golfbíl EUR35
*rafmagnskerra EUR12

 

Dagsetningar

09 des 2022
09 des til 12 des
kr. 114.000 á mann í tvíbýli
16 des 2022
16 des til 19 des
kr. 114.000 á mann í tvíbýli
06 jan 2023
06 jan til 09 jan
kr. 114.000 á mann í tvíbýli
13 jan 2023
13 jan til 16 jan
kr. 114.000 á mann í tvíbýli
20 jan 2023
20 jan til 23 jan
kr. 114.000 á mann í tvíbýli
27 jan 2023
27 jan til 30 jan
kr. 114.000 á mann í tvíbýli
03 feb 2023
03 feb til 06 feb
kr. 120.000 á mann í tvíbýli
10 feb 2023
10 feb til 13 feb
kr. 120.000 á mann í tvíbýli
17 feb 2023
17 feb til 20 feb
kr. 130.000 á mann í tvíbýli
24 feb 2023
24 feb til 27 feb
kr. 130.000 á mann í tvíbýli
03 mar 2023
03 mar til 06 mar
kr. 130.000 á mann í tvíbýli
10 mar 2023
10 mar til 13 mar
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
17 mar 2023
17 mar til 20 mar
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
24 mar 2023
24 mar til 27 mar
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
31 mar 2023
31 mar til 03 apr
kr. 130.000 á mann í tvíbýli.
07 apr 2023
07 apr til 10 apr
kr. 130.000 á mann í tvíbýli
14 apr 2023
14 apr til 17 apr
kr. 130.000 á mann í tvíbýli
21 apr 2023
21 apr til 24 apr
kr. 130.000 á mann í tvíbýli
28 apr 2023
28 apr til 01 maí
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
05 maí 2023
05 maí til 08 maí
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
12 maí 2023
12 maí til 15 maí
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
19 maí 2023
19 maí til 22 maí
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
26 maí 2023
26 maí til 29 maí
kr. 135.000 á mann í tvíbýli
02 jún 2023
02 jún til 05 jún
kr. 149.000 á mann í tvíbýli
09 jún 2023
09 jún til 12 jún
kr. 149.000 á mann í tvíbýli
16 jún 2023
16 jún til 19 jún
kr. 149.000 á mann í tvíbýli
23 jún 2023
23 jún til 26 jún
kr. 149.000 á mann í tvíbýli
30 jún 2023
30 jún til 03 júl
kr. 149.000 á mann í tvíbýli

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 11.11.2022 EUR 154.