Hótelið opnar í apríl og hér er engu til sparað. Hótelið er efsta lagi pýramídans hjá Hyatt keðjunni, undir nafni Park Hyatt, en það eru aðeins 34 hótel í þeim flokki (af 1.300 hótelum í 6 heimsálfum í 70 löndum). Önnur þekkt Park Hyatt hótel eru Park Hyatt NY, Beaver Creek, St. Kitts, Paris Vendóme, Milan, Abu Dhabi og Dubai. Á hótelinu eru 131 herbergi og íbúðir. 4 veitingastaðir að meðtöldum Spago by Wolfgang Puck.
Golfvöllurinn á svæðinu er engin smásmíði. Hér eru um að ræða perlu úr smiðju Kyle Phillips, eins þekktasta golfvallarhannaðar samtímans. Kyle þessi hannaði m.a. Kingsbarns og Dundonald Links í Skotlandi, The Grove í London og Yas Links í Abu Dhabi. Völlurinn heitir Al Maaden, Par 73 6.569 metrar (7.184 yardar) af öftustu teigum.
Innifalið
Gisting í 7 nætur í King room (55 fm) með glæsilegum morgunverði, ótakmörkuðu golfi með golfbíl, ásamt aðgengi að líkamsrækt, sundlaug og sundlaugarsvæði hótelsins. Non golfer afsláttur: kr. 75.000
Flug:
Ath. Við auglýsum þessar ferðir án flugs.
PLAY flýgur beint í áætlunarflugi til Marrakech frá október 2024 til mars 2025 alla fimmtudaga og sunnudaga.
Morgunflug út kl. 09.00 KEFRAK (lending 14:55)
Síðdegisflug heim kl. 15:55 RAKKEF (lending 20:30)
Ef þið eruð færri en 10 þá bókið þið flugið sjálf. Ef þið eruð 10 eða fleiri þá getum við boðið ykkur hópamiða