Princes Golf Club er sannkölluð strandvallaparadís stutt frá Gatwick flugvelli. Ekki nóg með það að þessi klúbbur státar af góðu hóteli, tveim prýðilegum veitingastöðum og frábærum 27 holum, heldur eru þeir nágrannar annarra frægra strandvalla valla, ss. Royal St. Georges og Royal Cinque Ports.
The Open mótið var haldið á Prices 1932, árið sem Gene Sarazen vann. Gene hannaði sandwedge kylfuna fyrir þetta mót. Hann hafði aðstöðu hjá Howard Huges og hannaði prótotýpuna 1931 sem hann notaði í fyrst í Flórída, en fyrst í alvöru golfmóti á Princes. Princes hefur einnig haldið fjölda úrtökumóta fyrir The Open. Sandwich bærinn er í 10-15 mín akstursfjarlægð frá hótelinu, og við mælum með heimsókn í þennan vinalega bæ.