Skíðasvæðið er frábært og snjóöryggi með því mesta í Evrópu. Bærinn sjálfur er í 1.447 metra hæð yfir sjávarmáli og skíðabrekkurnar teygja sig upp í 2.961 metra hæð. Auk þess að vera stórt og fjölbreytt skíðasvæði þá er verðlag á mat og drykk mjög hagkvæmt. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguskíði í Andermatt. Ferðalagið á skíðasvæðið er mjög þægilegt, aðeins um 90 mínútna akstur frá Zürich flugvelli. Einnig er hægt að taka lest á milli flugvallarins í Zürich og Andermatt.
Undanfarin ár hefur átt sér stað gríðarlega mikil uppbygging á skíðasvæðinu við Andermatt. Lyftukostur er af nýjustu sort og nýir veitingastaðir opna með reglulegu millibili. Skíðasvæðið stækkar mikið næsta vetur og fara troðnar brekkur úr 120 km í 180 km. Ótroðnar “off piste” brekkur eru ekki inn í þessum tölum en svæðið er líka þekkt fyrir “off piste” skíðamennsku.
Á hótelinu eru 244 herbergi, svítur og íbúðir í mismunandi stærð, allt frá 28 upp í 132 m². Hótelið er afskaplega huggulegt og smekklegt í alla staði, með áherslu á ljós viðargólf og veggklæðningar í nútímalegri útfærslu. Í herbergjunum eru stórir gluggar og óhindruð fjallasýn frá mörgum þeirra. Það er einstaklega þægilegt að dvelja á hótelinu og góð þjónusta. Innifalið er WiFi, herbergisþjónusta allan sólarhringinn og á herbergjunum eru LED sjónvörp, Nespresso kaffivél, mini-bar eða ísskápur. Hótelið er 4 stjörnu en það má færa fyrri því rök að þú fáir fimm stjörnu herbergi og aðbúnað.
Til gamans má geta að á svæðinu gengur lest á milli þeirra fjalla sem mynda skíðasvæðið. Lestin gengur á milli 6 áfangastaða 8 sinnum á dag og auðveldar því ferðalög enda á milli á skíðasvæðinu. Lestarvögnum hefur verið breytt, svo nú er í þeim bar, og er því um að ræða s.k. „Après-ski“ lest. Handhafar skíðapassa ferðast með lestinni án endurgjalds.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð er innifalið í öllum ferðum GB Ferða til Andermatt.
Auk þess er mögulegt að bóka hálft fæði, sem er frítt fyrir 6 ára og yngri, kostar 39CHF fyrir 7-11 ára og 59CHF fyrir 12 ára og eldri.
Við erum gríðarlega spennt að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þetta glæsilega nýja hótel á nýjum áfangastað í Andermatt, Sviss og erum fullviss um að Íslendingar munu elska að fara þangað skíðafrí.
Nágrennið
- Andermatt Population:1,500
- Altitude: 1,440m above sea level
- Highest peak: 2,961m above sea level
- No. of lifts: 22
- Black runs: 8
- Red runs: 17
- Blue runs: 9
- Yellow runs (freeride): 3
Bærinn er einstaklega huggulegur. Litlar þröngar götur og góðir veitingastaðir. Við mælum með stöðum fyrir þá viðskiptavini okkar sem kjósa að vera ekki í hálfu fæði.