Radisson Blu, Andermatt

Verð frá kr. 219.000 á mann í tvíbýli

Andermatt er nýr áfangastaður GB Ferða í Sviss. Skíðasvæðið er frábært og snjóöryggi með því mesta í Evrópu. Bærinn sjálfur er í 1.447 metra hæð y­fir sjávarmáli og skíðabrekkurnar teygja sig upp í 2.961 metra hæð. Auk þess að vera stórt og fjölbreytt skíðasvæði þá er verðlag á mat og drykk mjög hagkvæmt. Einnig er frábær aðstaða fyrir gönguskíði í Andermatt. Ferðalagið á skíðasvæðið er mjög þægilegt, aðeins um 90 mínútna akstur frá Zürich flugvelli. Einnig er hægt að taka lest á milli flugvallarins í Zürich og Andermatt.

Undanfarin ár hefur átt sér stað gríðarlega mikil uppbygging á skíðasvæðinu við Andermatt.  Lyftukostur er af nýjustu sort og nýir veitingastaðir opna með reglulegu millibili.  Skíðasvæðið stækkar mikið næsta vetur og fara troðnar brekkur úr 120 km í 180 km.  Ótroðnar “off piste” brekkur eru ekki inn í þessum tölum en svæðið er líka þekkt fyrir “off piste” skíðamennsku.

Á hótelinu eru 244 herbergi, svítur og íbúðir í mismunandi stærð, allt frá 28 upp í 132 m².  Hótelið er afskaplega huggulegt og smekklegt í alla staði, með áherslu á ljós viðargólf og veggklæðningar í nútímalegri útfærslu. Í herbergjunum eru stórir gluggar og óhindruð fjallasýn frá mörgum þeirra. Það er einstaklega þægilegt að dvelja á hótelinu og góð þjónusta. Innifalið er WiFi, herbergisþjónusta allan sólarhringinn og á herbergjunum eru LED sjónvörp, Nespresso kaffivél, mini-bar eða ísskápur. Hótelið er 4 stjörnu en það má færa fyrri því rök að þú fáir fimm stjörnu herbergi og aðbúnað.

Til gamans má geta að á svæðinu gengur lest á milli þeirra fjalla sem mynda skíðasvæðið. Lestin gengur á milli 6 áfangastaða 8 sinnum á dag og auðveldar því ferðalög enda á milli á skíðasvæðinu. Lestarvögnum hefur verið breytt, svo nú er í þeim bar, og er því um að ræða s.k. „Après-ski“ lest. Handhafar skíðapassa ferðast með lestinni án endurgjalds.

Glæsilegt morgunverðarhlaðborð er innifalið í öllum ferðum GB Ferða til Andermatt.

Auk þess er mögulegt að bóka hálft fæði, sem er frítt fyrir 6 ára og yngri, kostar 32CHF fyrir 7-11 ára og 49CHF fyrir 12 ára og eldri.

Við erum gríðarlega spennt að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þetta glæsilega nýja hótel á nýjum áfangastað í Andermatt, Sviss og erum fullviss um að Íslendingar munu elska að fara þangað skíðafrí.

Nágrennið

  • Andermatt Population:1,500
  • Altitude: 1,440m above sea level
  • Highest peak: 2,961m above sea level
  • No. of lifts: 22
  • Black runs: 8
  • Red runs: 17
  • Blue runs: 9
  • Yellow runs (freeride): 3

Bærinn er einstaklega huggulegur. Litlar þröngar götur og góðir veitingastaðir. Við mælum með stöðum fyrir þá viðskiptavini okkar sem kjósa að vera ekki í hálfu fæði.

Andermatt er frábært skíðasvæði og frábært "off-piste" ef það er nægur snjór. Þetta er mjög gott snjósvæði. Frábært staður til að skíða á. Af 10 mögulegum fær þetta svæði 10 hjá mér.
Guðmundur Jakobsson
Frábært nýtt hótel með rúmgóðum huggulegum herbergjum, góðri skíðageymslu. fínum veitingastað og góðri heilsulind. skíðasvæðið er stórt og fjölbreytt og ferðalagið frá Zürirch er auðvelt.
Hulda Pjetursdóttir
The South facing Andermatt-Sedrun SkiArena, with lifts linking Andermatt to the high plateau at Oberalp and onto Dieni, a small lift station near Sedrun. The final lift was completed for the 2018/19 season and the SkiArena is now the largest ski area in central Switzerland with over 120kms of lifts.
Andermatt
Despite all the investment into the lift system linking Andermatt with Sedrun, it is still the high-altitude, snowsure, steep, North-facing Gemmsstock mountain that is the main attraction for freeriders, off-piste skiers, black-run lovers and strong intermediate skiers who fancy a challenge. A two-stage cable car ascends 1500 metres from Andermatt via Gurschen to reach the summit at 2,961m.
Andermatt
THE SNOW-SURE AREA ANDERMATT - Every year, hundreds of thousands of tourists come to Andermatt in Switzerland. They meet one of the most snow-sure areas in Europe, readily accessible off piste areas, pleasant elevation differences – and atmospheric village.
Andermatt
Það er hentugt að komast til Andermatt, beint flug til Zurich og 90 mínútna útsýnisakstur. Gaman að blanda saman góðum brekkum og frábærum gönguskíðasvæðum. Vinalegt lítið þorp og alls ekki yfirfullt. Raddison hótelið er glænýtt og fór vel með okkur.
Jóhannes Karl Sveinsson, hrl.
Takk fyrir að koma okkur hjónum svo fljótt og vel til Andermatt um daginn og sníða tímasetningar algjörlega að okkar þörfum. Þarna áttum við frábæra skíðadaga í himinsins blíðu alla dagana. Radisson Blu hótelið er aldeilis frábært og öll þjónusta og viðmót sérstaklega notarleg. Flottur matur einnig. Skíðasvæðið er mjög spennandi og fjölbreytt. Það tók okkur tvo daga að læra á það og finna okkar uppáhalds staði. Notuðum líka gönguskíðabrautirnar.
Johanna Skaftadottir
Ferðin var mjög vel heppnuð. Radisson BLU hótelið er mjög fínt, með góðri aðstöðu og góðum morgunmat. Skíðasvæðið er alveg skemmtilegt með fjölbreyttum brekkum, við vorum virkilega heppin með veður. Við fengum sól alla skíðadagana
Guðlín Steinsdóttir

Innifalið

Flug með Icelandair til Zürich, flugvallarskattar og aukagjöld, farangursgeimild (1 handfarangur og 1 innrituð taska), gisting í Standard herbergi (28m²)  með glæsilegu morgunverðarhlaðborði, sloppar og inniskór, dagleg þrif, room service allan sólarhringinn, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Maximum Occupancy per room: 2

Flugáætlun

FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550

Lyftukort

Fullorðnir(+21)
1 Day 76
2 Days 126
3 Days 170
4 Days 220
5 Days 250
6 Days 280
7 Days 310

Börn(6-15)
1 Day 35
2 Days 65
3 Days 90
4 Days 110
5 Days 130
6 Days 150
7 Days 165

Unglingar(16-21)
1 Day 56
2 Days 90
3 Days 125
4 Days 150
5 Days 175
6 Days 200
7 Days 220

*Verð í Svissneskum frönkum (CHF)

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 05.05.2023 CHF 159.  Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.

Dagsetningar

14 des 2023
14 des til 21 des
kr. 219.000 á mann í tvíbýli
28 des 2023
28 des til 04 jan
kr. 319.000 á mann í tvíbýli - Áramótaferð
07 jan 2024
07 jan til 14 jan
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
14 jan 2024
14 jan til 21 jan
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
21 jan 2024
21 jan til 28 jan
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
28 jan 2024
28 jan til 04 feb
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
04 feb 2024
04 feb til 11 feb
kr. 260.000 á mann í tvíbýli
11 feb 2024
11 feb til 18 feb
kr. 260.000 á mann í tvíbýli
18 feb 2024
18 feb til 25 feb
kr. 260.000 á mann í tvíbýli
25 feb 2024
25 feb til 03 mar
kr. 260.000 á mann í tvíbýli
03 mar 2024
03 mar til 10 mar
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
10 mar 2024
10 mar til 17 mar
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
17 mar 2024
17 mar til 24 mar
kr. 240.000 á mann í tvíbýli
26 mar 2024
26 mar til 02 apr
kr. 240.000 á mann í tvíbýli (Páskaferð)

Hálft fæði

0-6 ára eru í fríu fæði
7-11 ára 39 CHF
12 ára og eldri 59CHF

Akstur til og frá flugvelli

Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli.  Verðið fer eftir stærð hópsins.

Flutningur á skíðabúnaði

Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)
3.760 per. fluglegg

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum
4.700 per. fluglegg