Spurt er: Hvað er flottasta hótelið á Tenerife? Við höfum núna sannreynt það og niðurstaðan liggur fyrir. Svarið er Royal Hideaway Corales Resort. Hér er rólegt umhverfi nálægt Fiskibænum La Caleta við Enramada ströndina. Við seljum pakka með og án flugs. Bara það sem hentar þér.
Þetta hótel er draumur að gista á. Þjónustan er til fyrirmyndar. Móttakan er rúmgóð og allar ferðir innihalda glæsilegt morgunverðarborð. Á kvöldin eru fjölmargir möguleikar. Alls eru veitingastaðir hótelsins 5 talsins. Þess má geta að það er verslunarmiðstöð á hótelinu á einni hæðinn, kaffihús og ísbúð. Það eru 3 sundlaugar á hótelinu og frábær sólbaðsaðstaða þar sem starfsmenn sundlauganna sjá um að útbúa þinn svæði með handklæðum og fullri veitingaþjónustu allan daginn. Einnig er stuttur göngutúr á Enramada ströndina. Í næsta nágrenni er strandbærinn La Caleta sem er stórskemmtilegt sjávarþorp með frábærum veitingastöðum. Við eigum okkar uppáhaldsstaði sem við mælum með.
Hótelið skiptist í 2 hluta:
1. Royal Hideaway Corales Suites – fjölskylduhótel með rúmgóðum fullbúnum íbúðum (1 og 2 svefnherbergi í boði). Þetta er reglulega smekklegar íbúðir með stofu, borðstofu, eldhúsi, þvottavél og þurrkara, risastórum vel útbúnum svölum með útsýni yfir sjóinn.
2. Royal Hideway Corales Beach – svítuhótel fyrir 17 ára og eldri. Glæsilegar Junior svítur með frábæru útsýni yfir sjóinn.
Frí á Royal Corales Resort er draumi líkast.
Á hótelinu er mjög góð æfingaaðstaða og heilsulindin er stórkostleg. Utan hótelsins er stutt í frábærar gönguleiðir sem hægt er að hlaupa eða hjóla vilji fólk meiri átök. Einnig er stutt í golfvelli, Paragliding eða köfun.
Hótelið er eitt fallegasta hótel sem við höfum séð. Það eru alls kyns smáatriði sem gefa byggingunni einstakt yfirbragð. Innra byrði hótelsins er eins og kóralrif.
Á hótelinu er 4 frábærir veitingastaðir sem gæla við bragðlaukana alla ferðina. Nánar