Royal Hideaway Corales Suites,Tenerife

Verð frá kr. 244.000 á mann í 2 bedroom svítu (miðast við 4 saman)

Spurt er: Hvað er flottasta hótelið á Tenerife? Við höfum núna sannreynt það og niðurstaðan liggur fyrir. Svarið er Royal Hideaway Corales Resort. Hér er rólegt umhverfi nálægt Fiskibænum La Caleta við Enramada ströndina. Við seljum pakka með og án flugs. Bara það sem hentar þér.

Þetta hótel er draumur að gista á. Þjónustan er til fyrirmyndar. Móttakan er rúmgóð og allar ferðir innihalda glæsilegt morgunverðarborð. Á kvöldin eru fjölmargir möguleikar. Alls eru veitingastaðir hótelsins 5 talsins. Þess má geta að það er verslunarmiðstöð á hótelinu á einni hæðinn, kaffihús og ísbúð. Það eru 3 sundlaugar á hótelinu og frábær sólbaðsaðstaða þar sem starfsmenn sundlauganna sjá um að útbúa þinn svæði með handklæðum og fullri veitingaþjónustu allan daginn. Einnig er stuttur göngutúr á Enramada ströndina. Í næsta nágrenni er strandbærinn La Caleta sem er stórskemmtilegt sjávarþorp með frábærum veitingastöðum. Við eigum okkar uppáhaldsstaði sem við mælum með.

Hótelið skiptist í 2 hluta:
1. Royal Hideaway Corales Suites – fjölskylduhótel með rúmgóðum fullbúnum íbúðum (1 og 2 svefnherbergi í boði). Þetta er reglulega smekklegar íbúðir með stofu, borðstofu, eldhúsi, þvottavél og þurrkara, risastórum vel útbúnum svölum með útsýni yfir sjóinn.
2. Royal Hideway Corales Beach – svítuhótel fyrir 17 ára og eldri. Glæsilegar Junior svítur með frábæru útsýni yfir sjóinn.
Frí á Royal Corales Resort er draumi líkast.

Á hótelinu er mjög góð æfingaaðstaða og heilsulindin er stórkostleg. Utan hótelsins er stutt í frábærar gönguleiðir sem hægt er að hlaupa eða hjóla vilji fólk meiri átök. Einnig er stutt í golfvelli, Paragliding eða köfun.
Hótelið er eitt fallegasta hótel sem við höfum séð. Það eru alls kyns smáatriði sem gefa byggingunni einstakt yfirbragð. Innra byrði hótelsins er eins og kóralrif.

Á hótelinu er 4 frábærir veitingastaðir sem gæla við bragðlaukana alla ferðina. Nánar

Glæsilegt 5 stjörnu hótel sem nostrar við þig frá morgni til kvölds. Staðsett á veðursælasta stað eyjunnar Costa Adeje. Hótelið liggur að tveim ströndum og hér er nóg um að vera hvort sem það er vatna- eða sjósport, tennis, squash, hjólaferðir, gönguferðir og golf svo eitthvað sé nefnt. Það má líka njóta og slappa af
Jóhann Pétur Guðjónsson

Innifalið

Flug með Icelandair (ein innrituð taska 23 kg og 10 kg í handfarangri innifalið í verði), gisting í 7 nætur með morgunverðarhlaðborði.

Flugáætlun

FI 580 KEFTFS 0840 1450
FI 581 TFSKEF 1550 2010

Brottför frá Keflavík kl. 08:40 lending á Tenerife kl. 14:50
Brottför frá Tenerife kl. 15:50 lending í Keflavík kl. 20:10

Annað

Dagsetningar

22 jan 2022
22 jan til 29 jan
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
29 jan 2022
29 jan til 05 feb
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
26 feb 2022
26 feb til 05 mar
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
05 mar 2022
05 mar til 12 mar
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
12 mar 2022
12 mar til 19 mar
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
19 mar 2022
19 mar til 26 mar
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
26 mar 2022
26 mar til 02 apr
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
02 apr 2022
02 apr til 09 apr
kr. 244.000,- á mann í 2 bedroom svítu
09 apr 2022
09 apr til 16 apr
kr. 300.000,- á mann í 2 bedroom svítu
16 apr 2022
16 apr til 23 apr
kr. 300.000,- á mann í 2 bedroom svítu
23 apr 2022
23 apr til 23 apr
kr. 244.000,- á mann í Junior Svítu Ocean View

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið er miðast við Visa gengi 05.07.2021 EUR 151.