Sand Valley, Pólland

Hafið samband fyrir verð.

Við erum nýkomin úr keppnis– og æfingaferð með Golfklúbbnum Oddi á Sand Valley.  Við höfðum heyrt af svæðinu í gegnum nokkra aðila innan klúbbsins sem gáfu svæðinu góð meðmæli.  Til að gera langa sögu stutta þá var þessi ferð hreint frábær. Við gistum í húsum (villum) og íbúðum.  Húsin eru vel útbúin með sundlaug, gufubaði, stórum heitum potti og sólbaðsaðstöðu ásamt risastóru alrými og eldhúsi. Þar safnaðist hópurinn saman eftir golf, og fyrir mat.

Þetta sló algerlega í gegn. Við spiluðum mikið golf og æfðum stíft. Æfingasvæðið á Sand Valley er framúrskarandi, þar sem slegið er af grasi, stór og mikil púttflöt við klúbbhúsið og fyrsta teig ásamt 6 holu æfingavelli sem er tilvalinn í að skerpa á stuttaspilinu. Golfvöllur svæðisins er mjög góður, en þar voru 3 golfmót á vegum Ecco Tour mótaraðarinnar haldin frá 7-19. apríl á þessu ári.

Maturinn á svæðinu er mjög góður, gott morgunverðarhlaðborð og frábær veitingastaður sem er opinn allan daginn. Eigandi Sand Valley er sérstakur áhugamaður um hamborgara og það eru 5 hamborgara á seðlinum. Við viljum meina að Club Burgerinn sé “The Best Burger in Golf” Við höfum leitað að honum í 20 ár út um allan heim.

Sand Valley er 60 mínútur frá Gdansk flugvelli.  Næsti bær er Elblag. Mæli með að fara út að borða þangað og við erum með nokkra veitingastaði sem við mælum með.

Við erum núna að bjóða sérstakt kynningartilboð á Sand Valley sem er í gildi í júní.

Flott resort, krefjandi golfvöllur sem reynir á allar hlíðar golfsins, matur uppá 10 og gisting flott bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Óskar Bjarni "Don Ozzi" Ingason
Flottur golfvöllur, krefjandi grín, flott resort sem biður uppa góðan mat og flotta gistingu bæði fyrir hópa og einstaklinga
Einar Viðarsson Kjerúlf
Ég er nýkominn úr keppnis- og æfingaferð með Golfklúbbnum Oddi á Sand Valley. Ég hafði heyrt af svæðinu í gegnum nokkra aðila innan klúbbsins sem gáfu svæðinu góð meðmæli. Til að gera langa sögu stutta þá var þessi ferð hreint frábær. Við gistum í húsum (villum) og íbúðum. Húsin eru vel útbúin með sundlaug, gufubaði, stórum heitum potti og sólbaðsaðstöðu ásamt risastóru alrými og eldhúsi. Þar safnaðist hópurinn saman eftir golf, og fyrir mat.
Jóhann Pétur Guðjónsson
Æfingasvæðið á Sand Valley er framúrskarandi, þar sem slegið er af grasi, stór og mikil púttflöt við klúbbhúsið og fyrsta teig ásamt 6 holu æfingavelli sem er tilvalinn í að skerpa á stuttaspilinu. Golfvöllur svæðisins er mjög góður, en þar voru 3 golfmót á vegum Ecco Tour mótaraðarinnar haldin frá 7-19. apríl á þessu ári. Maturinn á svæðinu er mjög góður, gott morgunverðarhlaðborð og frábær veitingastaður sem er opinn allan daginn. Eigandi Sand Valley er sérstakur áhugamaður um hamborgara og ég hef aldrei engið jafn góðan hamborgara á mínum golfferðalögum síðustu 20 ár. “The Best Burger in Golf”
Jóhann Pétur Guðjónsson

Golvöllurinn er frábær.

Innifalið

Innifalið:
Gisting í villu með fríu interneti
Akstur til og frá flugvelli
Morgunverðarhlaðborð í klúbbhúsinu
Frí golfkerra alla hringina
Sand Valley vallarvísir.

Golfbílar:
€35 18 holes
€55 36 holur
Venjuleg golfkerra frítt

Bókanir með eftirfarandi upplýsingum sendist á info@gbferdir.is eða johann@gbferdir.is

1.nöfnin og kt
2.hverjir eru saman í herbergi
3.símanúmer og e-mail þeirra sem greiða
4.óskarástíma
5.Hvort þið þurfið golfbíla. Golfbíll 35 € per 18 holur, 55€ per 36 holur

Flug:
Ath. Pakkarnir innihalda ekki flug. Þú/þið þurfið að bóka það sjálf hjá WizzAir.
Wizz Air flýgur á Gdansk á mán, mið og Föstudögum á tímabilinu 1-11.júní
Wizz Air flýgur á Gdansk á mán, mið, föst og sunnudögum á tímabilinu 12.-30. Júní
Nánar á www.wizzair.com

 

Annað

Golfbíll 18 holur € 38,00 (þarf að panta)
Golfkerra € 5,00
Leiga á golfsetti € 35,00

Rafmagnskerrur eru ekki í boði

Dagsetningar

01 mar 2024
01 mar til 08 mar
Hafið samband fyrir verð.
08 mar 2024
08 mar til 15 mar
Hafið samband fyrir verð.
15 mar 2024
15 mar til 22 mar
Hafið samband fyrir verð.
22 mar 2024
22 mar til 29 mar
Hafið samband fyrir verð.
29 mar 2024
29 mar til 05 apr
Hafið samband fyrir verð.
05 apr 2024
05 apr til 12 apr
Hafið samband fyrir verð.
12 apr 2024
12 apr til 19 apr
Hafið samband fyrir verð.
19 apr 2024
19 apr til 26 apr
Hafið samband fyrir verð.
26 apr 2024
26 apr til 03 maí
Hafið samband fyrir verð.
03 maí 2024
03 maí til 10 maí
Hafið samband fyrir verð.
10 maí 2024
10 maí til 17 maí
Hafið samband fyrir verð.
17 maí 2024
17 maí til 24 maí
Hafið samband fyrir verð.
24 maí 2024
24 maí til 31 maí
Hafið samband fyrir verð.

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 18.09.2023 EUR 149,59.