Við erum nýkomin úr keppnis– og æfingaferð með Golfklúbbnum Oddi á Sand Valley. Við höfðum heyrt af svæðinu í gegnum nokkra aðila innan klúbbsins sem gáfu svæðinu góð meðmæli. Til að gera langa sögu stutta þá var þessi ferð hreint frábær. Við gistum í húsum (villum) og íbúðum. Húsin eru vel útbúin með sundlaug, gufubaði, stórum heitum potti og sólbaðsaðstöðu ásamt risastóru alrými og eldhúsi. Þar safnaðist hópurinn saman eftir golf, og fyrir mat.
Þetta sló algerlega í gegn. Við spiluðum mikið golf og æfðum stíft. Æfingasvæðið á Sand Valley er framúrskarandi, þar sem slegið er af grasi, stór og mikil púttflöt við klúbbhúsið og fyrsta teig ásamt 6 holu æfingavelli sem er tilvalinn í að skerpa á stuttaspilinu. Golfvöllur svæðisins er mjög góður, en þar voru 3 golfmót á vegum Ecco Tour mótaraðarinnar haldin frá 7-19. apríl á þessu ári.
Maturinn á svæðinu er mjög góður, gott morgunverðarhlaðborð og frábær veitingastaður sem er opinn allan daginn. Eigandi Sand Valley er sérstakur áhugamaður um hamborgara og það eru 5 hamborgara á seðlinum. Við viljum meina að Club Burgerinn sé “The Best Burger in Golf” Við höfum leitað að honum í 20 ár út um allan heim.
Sand Valley er 60 mínútur frá Gdansk flugvelli. Næsti bær er Elblag. Mæli með að fara út að borða þangað og við erum með nokkra veitingastaði sem við mælum með.
Við erum núna að bjóða sérstakt kynningartilboð á Sand Valley sem er í gildi í júní.