Ski Lodge er vinsælasta hótelið í Engelberg og ekki af ástæðulausu. Hér er alltaf mikið líf og fjör frá morgni til kvölds. Hótelið er mjög fallega innréttað og herbergin þægileg. Þeir leggja mikinn metnað í mat og drykk svo að í raun þarftu ekki að færa þig af hótelinu þegar þú ert kominn heim eftir skíðadaginn og búinn að skella þér í heita pottinn.
Staðsetning hótelsins er mjög góð, 20 metra frá lestinni, 40 metra frá skíðarútunni – eða 7 mínútur að ganga að Titlis gondólanum.
Við mælum með að fólk taki hálft fæði í ferðinni. Maturinn á Ski Lodge er gómsætur og þar er rekið metnaðarfullt eldhús. Hálft fæði (Skiers Dinner half board) kostar 55 CHF á dag.
85% skíðasvæðisins eru bláar og rauðar brekkur (30%/55%) og 15% svartar brekkur. Einnig er mikið af off piste brekkum fyrir þá sem kjósa að fara ótroðnar slóðir í djúpu púðri. Mikið svakalega er gaman að skíða hérna. Að auki er mjög skemmtileg Aprés stemning. Áfram Engelberg.