Ski Lodge - Engelberg

Verð frá kr. 225.000 á mann í tvíbýli

Ski Lodge er vinsælasta hótelið í Engelberg og ekki af ástæðulausu. Hér er alltaf mikið líf og fjör frá morgni til kvölds.  Hótelið er mjög fallega innréttað og herbergin þægileg.  Þeir leggja mikinn metnað í mat og drykk svo að í raun þarftu ekki að færa þig af hótelinu þegar þú ert kominn heim eftir skíðadaginn og búinn að skella þér í heita pottinn.

Staðsetning hótelsins er mjög góð, 20 metra frá lestinni, 40 metra frá skíðarútunni – eða 7 mínútur að ganga að Titlis gondólanum.

Við mælum með að fólk taki hálft fæði í ferðinni.  Maturinn á Ski Lodge er gómsætur og þar er rekið metnaðarfullt eldhús.  Hálft fæði (Skiers Dinner half board) kostar 55 CHF á dag.

85% skíðasvæðisins eru bláar og rauðar brekkur (30%/55%) og 15% svartar brekkur. Einnig er mikið af off piste brekkum fyrir þá sem kjósa að fara ótroðnar slóðir í djúpu púðri. Mikið svakalega er gaman að skíða hérna. Að auki er mjög skemmtileg Aprés stemning. Áfram Engelberg.

 

Walk through the front door of the lodge and you might be greeted by bubbly Swedish girls that came down to the alps to escape their dark winters, up north. Make your way to the bar to grab a beer and a shot of fernet. There you will meet all the people you need, for the rest of the week. But the real magic comes with the repeat button. From the second you walk into the ski lodge, all time goes away. Eat, Ski, Eat. Ski, Eat, Drink. Ski, Drink, Sleep. Repeat. Life is boiled down to the most simple of formulas.
Marcus Caston, atvinnumaður á skíðum og fastagestur á Ski Lodge
Ski Lodge er líflegasta hótelið í Engelberg. Ef fólk kýs að gista annarstaðar er hótelið engu að síður samkomustaður svæðisins eftir að skíðun líkur fyrir ungt fólk á öllum aldri. Styrkleiki Engelberg felst í góðum utanbrautarsvæðum fyrir þá sem vilja meira krefjandi skíðun.
Arnar Sigurðsson
Engelberg er skíðasvæði sem er ólíkt mörgum öðrum skíðasvæðum sem ég hef skíðað. Þetta svæði er ótrúlega fjölbreitt, endalausir möguleikar í fyrir utanbrautar skíðamennsku sem gerði þessa ferð krefjandi og eftirminnilega. Orðatiltækið We roll deep in Engelberg stóð heldur betur undir væntingum
Gunnar Sverrir Harðarson
Við hjónin vorum ánægð með ferðina. Mikill kostur að fljúga beint til Zurich og stutt að keyra til Engelberg, falleg leið og tíminn flaug. Engelberg er yndislegur bær með yndislegu fólki, starfsfólkið á Ski Lodge mjög þjónustulundað og þægilegt og aðstaða til fyrirmyndar. Herbergið var yndislegt og útsýnið dásamlegt. Við getum mælt með þessu skíðasvæði fyrir vant fólk.
Heiðdís Dögg
Ski Lodge er afslappað og skemmtilegt hótel með líflegri stemmningu, góðu viðmóti starfsfólks og frábærum mat. Skíðasvæðið er skemmtilegt en krefjandi og mikið af frábæru off-piste.
Tómas Karl Aðalsteinsson
Since the first time I visited in 2017, I have returned to Engelberg every winter, extending my stay every year, and seemingly getting more and more sucked in. You couldn’t ask for an easier prefabricated vacation. Fly into Zurich. Hop on a train. And arrive in Engelberg a couple hours later. The Ski Lodge Engelberg is less than 100 meters from the train station.
Marcus Caston, atvinnumaður á skíðum og fastagestur á Ski Lodge
Ég er mjög hrifinn af Ski Lodge hótelinu. Þar er Skandinavísk hipstera menning og allt mjög afslappað. Staðsetningin er mjög góð í bænum og þarna skapast gríðarlega góð Aprés stemning eftir skíði og langt fram á kvöld. Þetta er trendí staðurinn í Engelberg. Maturinn, bjórinn og kokteilarnir á Ski Lodge eru frábærir.
Jóhann Pétur Guðjónsson
Engelberg svæðið er hrikalega skemmtilegt skíðasvæði. 85% svæðisins eru bláar og rauðar brekkur (30%/55%) og 15% svartar brekkur. Einnig er mikið af off piste brekkum fyrir þá sem kjósa að fara ótroðnar slóðir í djúpu púðri. Mikið svakalega er gaman að skíða hérna. Að auki er mjög skemmtileg Aprés stemning. Áfram Engelberg.
Jóhann Pétur Guðjónsson
Leave time and your worries at the door, and step into a ski bum’s “groundhogs day.” The longer you stay in Engelberg, the more isolated you become from the bustling chaos of your “outside” life. The emails pile up, but you care less and less. What was that thing you needed to call home about? What was that thing that was giving you anxiety? That’s why I love Engelberg.
Marcus Caston, atvinnumaður á skíðum og fastagestur á Ski Lodge

Innifalið:

Flug með Icelandair til Zürich, farangursheimild (1 ferðataska og 1 handfarangur) flugvallarskattar og aukagjöld, gisting með morgunverðahlaðborði, frítt WiFi

Flugáætlun

FI 568 KEFZRH 0720 1205
FI 569 ZRHKEF 1305 1550

Dagsetningar

07 jan 2024
07 jan til 14 jan
kr. 230.000,- á mann í tvíbýli
14 jan 2024
14 jan til 21 jan
kr. 225.000,- á mann í tvíbýli
21 jan 2024
21 jan til 28 jan
kr. 220.000,- á mann í tvíbýli
28 jan 2024
28 jan til 04 feb
kr. 220.000,- á mann í tvíbýli
04 feb 2024
04 feb til 11 feb
kr. 250.000,- á mann í tvíbýli
11 feb 2024
11 feb til 18 feb
kr. 225.000,- á mann í tvíbýli
18 feb 2024
18 feb til 25 feb
kr. 225.000,- á mann í tvíbýli
25 feb 2024
25 feb til 03 mar
kr. 225.000,- á mann í tvíbýli
03 mar 2024
03 mar til 10 mar
kr. 215.000,- á mann í tvíbýli
10 mar 2024
10 mar til 17 mar
kr. 230.000,- á mann í tvíbýli
17 mar 2024
17 mar til 24 mar
kr. 230.000,- á mann í tvíbýli
26 mar 2024
26 mar til 02 apr
kr. 250.000,- á mann í tvíbýli (Páskaferð)

Aukalega

Hálft fæði:  (Skiers Dinner half board) 78 CHF á dag.

AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
Við getum séð um ferðir til og frá flugvelli. Verðið fer eftir stærð hópsins.

FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI
Flutningur á skíðum er ekki innifalinn í pakkaverði

Verð er bókað er fyrirfram (20% afsláttur)
3.760 per. fluglegg

Verð ef heimild er keypt á flugvellinum
4.700 per. fluglegg

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.

Tilboðið miðast við Visa gengi 09.10.2023 CHF 155.