Stoke Park er í aðeins 11 km fjarlægð frá Heathrow flugvelli. Stórgóð þjónusta, hefð og saga staðarins stuðla að hinni fullkomnu golfferð. Hér fara saman gæði og verð. Stoke Park var einkajörð til ársins 1908 þegar ‘Pa‘ Lane Jackson stofnandi Corinthian Sports Club, keypti Stoke Park og breyttir því í fyrsta „Country Club“ Bretlands.
Fyrsta verk Jackson var að ráða golfvallarhönnuð. Sá sem var fenginn til verksins var engin annar en Harry Colt, sá hinn sami og hannaði Muirfield Open völlinn fræga í East Lothian, Pine Valley, Royal Porthrush (heimavöll Darren Clarke og Graeme McDowell) og síðast en ekki síst vellina Sunningdale og Wentworth, sem eru sennilega þekktustu golfvellir Englands. Stoke Park hefur verið vettvangur margra frægra bíómynda. Sú fægasta er líklega James Bond myndin Goldfinger, þar sem Sean Connery sem James Bond háir frægt einvígi á golfvellinum við hið alræmda illmenni Auric Goldfinger. Aðrar frægar myndir eru Bond myndin Tomorrow Never Dies, Layer Cake með Daniel Craig og Bridged Jone‘s Diary.