Stoke Park - London

Verð frá kr. 199.000 á mann í tvíbýli

Stoke Park er í aðeins 11 km fjarlægð frá Heathrow flugvelli. Stórgóð þjónusta, hefð og saga staðarins stuðla að hinni fullkomnu golfferð. Hér fara saman gæði og verð. Stoke Park var einkajörð til ársins 1908 þegar ‘Pa‘ Lane Jackson stofnandi Corinthian Sports Club, keypti Stoke Park og breyttir því í fyrsta „Country Club“ Bretlands.

Spilaði Stoke Park ásamt fjórum félögum seint að hausti. Sögufrægur völlur með fádæma glæsilega umgjörð, fimm stjörnu resort og þjónusta sem fær þér til að líða vel um leið og þú rennir í hlað. Völlurinn fór fram úr væntingum, krefjandi og fær golfara að vanda vel kylfuval í upphafshöggum. Góður balance af lengd og kröfu um nákvæmni. Frábært val fyrir þá sem vilja breskan toppklassa í mat og þjónustu ásamt vel hönnuðum golfvelli en ekki of krefjandi.
Andrés Jónsson, Icelandair, General Manager UK & Ireland
Stoke Park er einstakur golfvöllur í breskri sveitaparadís. Andrúmsloftið í klúbbnum er afslappað og viðmót allrar þjónustu virkilega vingjarnlegt.
Elfar Aðalsteinsson, fyrrverandi meðlimur Stoke Park
Hótelið er mjög glæsilegt og allur aðbúnaður eins og best gerist. Maturinn á veitingastöðunum var einstaklega góður og öll þjónusta til fyrirmyndar og allt gert til að gera dvöl okkar sem notalegasta og besta. Golfvöllurinn er fallegur og brautirnar fjölbreyttar. Öll þjónusta í kingum golfið var mjög góð.
Guðrún S. Eyjólfsdóttir, M.Sc.Pharm., MBA
Völlurinn er 27 holur í parkland stíl. Á vellinum eru margar frábærar golfholur. Erfitt er að gera uppá milli þeirra en þó eru nokkrar sem eru eftirminnilegri en aðrar. Sjöunda holan var notuð sem fyrirmynd þegar 16. holan á Augusta National var hönnuð. Þeir sem hafa spilað þessa holu vita að upphafshöggið þarf að vera hárnákvæmt annars er voðinn vís.
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Þessi magnaða perla er stórkostleg heim að sækja og ógelymanleg upplifun að feta í fótspor James Bond.
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Stoke Park is a beautiful estate, and there is very good golf to be played there. There are plenty of things to do at Stoke besides playing golf.
Golf Courses of the British Isles, Bernard Darwin

Fyrsta verk Jackson var að ráða golfvallarhönnuð.  Sá sem var fenginn til verksins var engin annar en Harry Colt, sá hinn sami og hannaði Muirfield Open völlinn fræga í East LothianPine ValleyRoyal Porthrush  (heimavöll Darren Clarke og Graeme McDowell) og síðast en ekki síst vellina  Sunningdale og Wentworth, sem eru sennilega þekktustu golfvellir Englands. Stoke Park hefur verið vettvangur margra frægra bíómynda. Sú fægasta er líklega James Bond myndin Goldfinger, þar sem Sean Connery sem James Bond háir frægt einvígi á golfvellinum við hið alræmda illmenni Auric Goldfinger. Aðrar frægar myndir eru Bond myndin Tomorrow Never DiesLayer Cake með Daniel Craig og Bridged Jone‘s Diary.

Dagsetningar

14 maí 2021
14 maí til 17 maí
kr. 223.000,- á mann í tvíbýli
21 maí 2021
21 maí til 24 maí
kr. 228.000,- á mann í tvíbýli
28 maí 2021
28 maí til 31 maí
kr. 223.000,- á mann í tvíbýli
04 jún 2021
04 jún til 07 jún
kr. 217.000,- á mann í tvíbýli
27 ágú 2021
27 ágú til 30 ágú
kr. 225.000,- á mann í tvíbýli
03 sep 2021
03 sep til 06 sep
kr. 216.000,- á mann í tvíbýli
10 sep 2021
10 sep til 13 sep
kr. 216.000,- á mann í tvíbýli
17 sep 2021
17 sep til 20 sep
kr. 216.000,- á mann í tvíbýli
24 sep 2021
24 sep til 27 sep
kr. 216.000,- á mann í tvíbýli
01 okt 2021
01 okt til 04 okt
kr. 196.000,- á mann í tvíbýli
08 okt 2021
08 okt til 11 okt
kr. 196.000,- á mann í tvíbýli
15 okt 2021
15 okt til 18 okt
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
22 okt 2021
22 okt til 25 okt
kr. 196.000,- á mann í tvíbýli

Innifalið

Flug með Icelandair til London, flugvallarskattar og aukagjöld, farangursheimild (ferðataska og handfarangur) og flutningur á golfsetti flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur með glæsilegu morgunverðarhlaðboðri, 3 x 18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli

kr. 20.000,- á dag

Annað:

Aukahringur:

APRIL: £96 (mid week) og £152 (saturday sunday)

OKT: £96 (mid week) og £152 (saturday sunday)

MAY-SEPT: £140 (mid week) og £184 (saturday sunday)

Flugáætlun

FI 450 KEFLHR 0740 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Tilboðið miðast við Visa gengi 20.04.2020 GBP 185. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.