Dunas golfvöllurinn á Terras Da Comporta er besti golfvöllur Portúgals. Völlurinn er ca. klukkustund suður af Lissabon, staðsettur í afskekktum strandbæ í jaðri Sado Estuary friðlandsins. Við spiluðum völlinn tvisvar sinnum í október 2024 og hann er í einu orði sagt stórkostlegur.
Við getum boðið uppá ótakmarkað golf í viku sem við teljum verða mjög vinsælan pakka þarna.
Dunas völlurinn er Par-71 og nær yfir 84 hektara af náttúrulegu landslagi og er í strandvallastíl.
Völlurinn er sá fyrsti á meginlandi Evrópu sem er hannaður af hinum virta golfarkitekt David McLay-Kidd. Aðrir frægir vellir frá honum eru meðal annars Brandon Dunes, Queenwood, Machrihanish Dunes og Castle Course í St. Andrews.
Dunas völlurinn er sá fyrri af tveimur 18 holu völlum sem verið er að byggja við Terras da Comporta. Hinn völlurinn opnar í september á næsta ári og það sem við sáum af honum þá verður hann ekki síðri.
Dunas er besti golfvöllur Portúgals skv. mörgum fagtímaritum og er 12. besti golfvöllur meginlands Evrópu.
Innifalið
“Ótakmarkað golf”
Gisting í Deluxe Garden View herbergi (39m2-42m2) á Quinta Da Comporta með morgunverðarhlaðborði, ótakmarkað golf á Dunas vellinum, ásamt aðgengi að sundlaug, heilsulind og líkamsrækt hótelsins.
GB extra:
*Golfbílar fylgja öllum hringjum ásamt æfingaboltum á æfingasvæðinu.
*Frí vínflaska frá Quinta Da Comporta
- Icelandair: Ef þið viljið taka flugið hjá okkur (Icelandair) þá getum við séð um það.
- Play: flýgur líka til Lissabon. Ef þið veljið Play og eruð færri en 10 þá bókið þið flugið sjálf. Ef þið eruð 10 eða fleiri þá get ég boðið ykkur hópamiða.
Annað
Hálft fæði: 65€ per person á dag