The Belfry

kr. 189.000,- á mann í tvíbýli

Belfry er heimsþekkt golfhótel skammt frá miðborg Birmingham. Á hótelinu eru þrír 18 holu golfvellir, heimsklassa æfingaaðstaða og allt sem hinn kröfukarði kylfingur gæti óskað sér. Hótelið hefur verið endurbætt og uppfært að nánast öllu leiti undanfarin 2 ár. Þetta er vægast sagt eitt af flottari golfvallarsvæðum sem er í boði á Bretlandseyjum.

Þessi Belfry helgi var algjörlega frábær og stóðst allar væntingar. Vellirnir frábærir og Brabazon í sérflokki. Öll aðstaða til fyrirmyndar og matur í klúbbhúsinu og á Ryder grill virkilega góður.
Einar Kristján Jónsson
Þetta var alveg frábær ferð. Algjör lukka með veðrið og það hjálpar alltaf en Brabazon kom mér þvílíkt á óvart satt að segja, miklu flottari völlur í heildina en ég bjóst við, var alltaf frekar flatur í sjónvarpinu f. utan 10., 18. og 9. Þarna voru 18 frábærar holur“
Úlfar Jónsson, Landsliðsþjálfari GSÍ
Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan. Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu flugi til Heathrow
Páll Ketilsson - ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og kylfingur.is
Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar fundið alltaf eitthvað fyrir sitt hæfi. Vill fá að þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri til að njóta þessa alls í frábærum félagskap á topp stað...og ég kem örugglega aftur..og aftur..
Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun
Átti frábæra helgi á Belfry. Aðstaðan með nútímabrag og til fyrirmyndar. Að leika á Ryder velli og upplifunin sem t.a.m. fylgir því að standa 10. teig á Brabazon eða slá inná 18. flötina er engri lík. Völlurinn krefjandi og í frábæru ásigkomulagi. PGA völlurinn sem er minna þekktur, kom okkur skemmtilega á óvart og gefur stóra bróður ekkert eftir. Vellir sem ég mun klárlega heimsækja fljótt aftur.
Andrés Jónsson, Icelandair
Ég heimsótti Belfry síðla sumars 2014. Staðurinn ætti að vera öllum golfurum kunnur, sem vettvangur Ryder Cup. Það verður enginn svikinn af heimsókn þangað og stendur hótelið og vellirnir undir öllum væntingum. Það er einstök tilfinning að fá að feta í fótspor Ryder Cup spilaranna á Brabazon vellinum og mæli ég með því að kylfingar láti það vera rúsínuna í pylsuendanum í golfferðinni. Það er samt rétt að taka það fram að það er ekki síðra að spila PGA völlin, sem er mjög krefjandi og í frábæru standi.
Berglind Rut Hilmarsdóttir
Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun, þá er Belfry málið. Það eitt að fjórar Ryder Cup keppnir hafi verið haldnar hér er næg ástæða til að heimsækja þetta golfsvæði. Vellirnir eru reyndar þrír, allir mjög góðir. Engin er svikinn af heimsókn til Belfry. Þetta er draumaferðin.
Jóhann Pétur Guðjónsson - framkvæmdastjóri, GB ferðir
Vellirnir í frábæru standi. Þar bar hæst Brabazon, enda einn af bestu og þekkustu völlum í sögu golfsins. Það skýrir út fjórar Ryder cup keppnir á vellinum undanfarin 25 ár. Allur viðurgjörningur og þjónusta var með afbrigðum góð og þjónustulund starfsmanna var með eindæmum, alltaf með bros á vör og til þjónustu reiðubúið. Herbergin ekki stór enn mjög nýtískuleg og með afbrigðum þægileg. Allar sjóvarpsrásir voru til staðar þar á meðal allur Sky pakkinn.
Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun

Innifalið:

Flug með Icelandair til London Heathrow, flugvallarskattur, flutningur á golfsetti, gisting með morgunverði, 4 x 18 holur (1 x Brabazon, 2 x PGA og 1 x Derby) aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.

  • Hálft fæði kostar kr. 6.500 á dag eða kr. 19.500 á mann í 3 nátta ferð.

Flugáætlun

FI 450 KEFLHR 0740 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310

Dagsetningar

07 sep 2023
07 sep til 10 sep
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
14 sep 2023
14 sep til 17 sep
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
21 sep 2023
21 sep til 24 sep
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
28 sep 2023
28 sep til 01 okt
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
04 apr 2024
04 apr til 07 apr
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
11 apr 2024
11 apr til 14 apr
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
18 apr 2024
18 apr til 21 apr
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
25 apr 2024
25 apr til 28 apr
kr. 199.000,- á mann í tvíbýli
02 maí 2024
02 maí til 05 maí
kr. 209.000,- á mann í tvíbýli
09 maí 2024
09 maí til 12 maí
kr. 209.000,- á mann í tvíbýli
16 maí 2024
16 maí til 19 maí
kr. 209.000,- á mann í tvíbýli
23 maí 2024
23 maí til 26 maí
kr. 209.000,- á mann í tvíbýli
30 maí 2024
30 maí til 02 jún
kr. 209.000,- á mann í tvíbýli

Aukalega:

Aukagjald fyrir einbýli: kr. 19.000,- á dag.

Rafmagnskerrur: £17,50

Golfbílar: £50 fyrir 18 holur

Aukagolf:

Brabazon-£185pp

PGA-£90pp

Derby-£45pp

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar. Tilboðið miðast við Visa gengi 20.01.2023 GBP 180.