Við kynnum með stolti The Chedi Andermatt, fimm stjörnu hótel í hæsta gæðaflokki. Hérna fer að okkar mati hið fullkomna resort hótel, það er einfaldlega það langbesta sem við höfum gist á frá upphafi. Hótelið er vel staðsett í hjarta gamla bæjarins í Andermatt. Þjónustan er hreint út sagt óviðjafnanleg. Íburður er mikill en allt gert af mikilli smekkvísi og efnisvalið eftir því, þar sem notast var við harðvið, náttúrustein, leður og stál í innréttingum hótelsins. Lýsing og hljóðvist eru einnig til fyrirmyndar um allt hótelið, sem skapar notalega stemningu og næði um allt hótelið. Jarðhæðin hýsir ýmis almenn rými, svo sem móttöku, bókasafn, setustofu (e.lounge), vindlaherbergi, tískuvöruverslun, úra- og skartgripa verslun, skíðaverslun, bar og aðalveitingastað hótelsins „The Restaurant“. Öll húsgögn á hótelinu eru glæsileg og íburðarmikil en áhersla lögð á þægindi. Allt er lagt upp úr því að gestir hótelsins njóti dvalarinnar og eru almenningsrýmin mjög hlýleg og afslöppuð og er unnt er að fá veitingaþjónustu í öllum almennum rýmum hótelsins. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir. Morgunverðurinn er framreiddur á aðalveitingastað hótelsins. Veitingastaðurinn er ótrúlega fallegur og satt að segja hægt að gleyma tímanum þar. Hægt er að panta af matseðli, en einnig er glæsilegt hlaðborð. Kaffið er lagað af kaffibarþjóni og þjónað til borðs. Í miðju rýminu er séstakt ostaherbergi, sem morgunverðargestir geta valið úr, gómsæta osta að eigin vali.
Lyftumiðar
Fullorðnir (eldri en 15 ára): 84 CHF
Unglingar (6-15 ára) CHF 42 CHF
Börn (6 ára og yngri) Skíða Frítt
Einnig er hægt að kaupa multi day tickets sem eru ódýrari en þetta.
Fjallið
Undanfarin ár hefur átt sér stað gríðarlega mikil uppbygging á skíðasvæðinu við Andermatt. Skíðasvæðið er frábært og snjóöryggi með því mesta í Evrópu. Bærinn sjálfur er í 1.447 metra hæð yfir sjávarmál og skíðabrekkurnar fara uppí 2.961metra. Fyrir utan að vera frábært skíðasvæði þá er ferðalagið til Andermatt mjög þægilegt. Þannig er ekki nema 90 mín akstur frá Zürich flugvelli til Andermatt. Akstursleiðin er einnig mjög þægileg, svo til eingöngu eftir hraðbraut. Einnig er hægt að taka lest á milli flugvallarins í Zürich og Andermatt. Til gamans má geta að á svæðinu gengur lest á milli þeirra fjalla sem mynda skíðasvæðið. Lestin gengur á milli 6 áfangastaða 8 sinnum á dag og auðveldar því ferðalög enda á milli á skíðasvæðinu. Lestarvögnum hefur verið breytt, svo nú er í þeim bar, og er því um að ræða s.k. „Après-ski“ lest. Handhafar skíðapassa ferðast með lestinni án endurgjalds.
Gemsstock Most of the skiing revolves around Gemsstock, with its world class pistes and off-piste in areas such as Guspis, Felsental and Unteralp. If you like finding your own runs, this is an excellent place to go to.
Nätschen/Sedrun The Nätschen and Sedrun lift systems have been combined with the addition of new chairlifts and a cable car. Altogether, Andermatt-Sedrun-Sportbahnen offers 120km of pistes. Mari Russi’s favorite this winter is the new run from Schneehühnerstock down to the Oberalp Pass.
Nágrennið
- Andermatt Population:1,500
- Altitude: 1,440m above sea level
- Highest peak: 2,961m above sea level
- No. of lifts: 22
- Black runs: 8
- Red runs: 17
- Blue runs: 9
- Yellow runs (freeride): 3
Bærinn er einstaklega huggulegur. Litlar þröngar götur og góðir veitingastaðir. Við mælum með stöðum fyrir þá viðskiptavini okkar sem kjósa að vera ekki í hálfu fæði.