The Grove er eitt glæsilegasta golfvallarhótel Englands. Hótelið er norðan við London, 30 mínútur frá miðborginni. Völlurinn er ekki af lakari endanum, hannaður af Kyle Phillips. Byggingin, sem er frá 18.öld, var keypt árið 1996 af Ralph Trustees, sem eiga Athenaeum hótelið á Piccadilly í London. Staðsetning hótelsins er fullkomin, aðeins 20 mínútur frá Heathrow flugvelli og 30 mínútur frá miðborg Lundúna. Á hótelinu er 3 veitingastaðir, 3 barir, tvær sundlaugar, fjöldinn allur af fundarherbergjum, veislusalur fyrir 500 manns, fullkomin líkamsræktarsalur og lúxus heilsulind “Sequuoa Spa”. Garðarnir á landareigninni innihalda fjöldann allan af plöntum, tennisvelli, lendingarsvæði fyrir þyrlur. 45.000 trjám hefur verið plantað fyrir á landareigninni.
Rúsínan í pylsuendanum er golfvöllur hótelsins. Hönnuður vallarins er Kyle Phillips en þar fer enginn aukvisi. Phyllips vann undir leiðsögn, Robert Trent Jones eldri í 16 ár áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki 1997. Eitt af hans frægustu afrekum hans er Kingsbarns völlurinn í St.Andrews. The Grove er einstaklega vel hirtur, ávallt í toppstandi, allan ársins hring. Þegar gengið er eftir brautum vallarins er eins og gengið sé á hundrað ára gömlum velli og er það það sem hönnuðurinn var á höttunum eftir. Frábært æfingasvæði fylgir hótelinu.
Innifalið:
***Við auglýsum þessar ferðir án flugs við getum sjálfsögðu séð um flugið líka*** Icelandair bjóða uppá flug til Heathrow sem er sá flugvöllur sem er næst Grove.
1.mars-30.apríl
Gisting í classic west wing herbergi með morgunverði á Glasshouse, 3×18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
1.maí-31.október
gisting í classic west wing herbergi með morgunverði á Glasshouse, kvöldverði öll kvöldin á Glasshouse, 3×18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
01.-30.nóv
gisting í classic west wing herbergi með morgunverði á Glasshouse, kvöldverði öll kvöldin á Glasshouse, 3×18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
Flugáætlun
FI 450 KEFLHR 0740 1145
FI 455 LHRKEF 2110 2310