Turnberry, Skotland

Hafið samband fyrir verð á mann í tvíbýli

Það er vissulega erfitt að finna réttu lýsingarorðin yfir Turnberry. Þetta sögufræga golfsvæði hefur fengið yfirhalningu svo um munar. Eftir að hafa heimsótt svæðið í síðasta sumar þá erum við gríðarlega sátt við breytingarnar. Frábært golfsvæði er orðið enn betra. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á golfvöllunum tveim. Ailsa og King Robert The Bruce (áður Kyntire). Ailsa völlurinn var stórkostlegur golfvöllur, en eftir að hafa spilað breyttan völl þá finnum maður hvað hann er orðin miklu heilsteyptari, sanngjarnari og fallegri völlur. Hann er svo sannarlega ekki auðveldur en það geta allir notið þess að spila hann. Ein stærsta breytingin er breytingin á 9., 10. og 11. holunni að öðrum ólöstuðum. Einnig helsta kennileiti vallarins, gamli vitinn, fengið nýjan tilgang. Vitanum hefur verið breytt í “half way” hús og svítu sem er í boði fyrir þá sem vilja. Hinn 18 holu völlurinn hefur fengið nýtt nafn og þar hefum nokkrum holum einnig verið breytt.

Ég hef spilað marga frábæra golfvelli á Bretlandseyjum. Turnberry fer á topp-3 listann. Völlurinn er magnaður. Seinni níu holurnar séu gríðarlega krefjandi og kalla á útsjónasemi, ekki síst skynsemi. Þetta er alvöru keppnisvöllur og ég er þess fullviss að Opna breska verður aftur leikið á vellinum í náinni framtíð. Hótelið er stórglæsilegt og hefur fengið endurnýjun lífdaga með mjög svo jákvæðum breytingum. Það er hvergi veikan blett að finna
Jón Júlíus Karlsson
Það er ólýsanlega upplifun að spila þenna sögufræga völl sem gerður hefur verið enn betri eftir stórkostlegar lagfæringar. 9. holan er ein sú fallegasta og gerast þær ekki betri. Það verður verulega gaman að sjá Turnberry koma aftur inn á Opnu bresku mótaröðina í allri sinni fegurð. Hvet menn til að skoða myndbönd um "duel in the sun á Turnberry" áður en lagt er í hann. Hótelið og þjónusta er eins og það gerist best og er umfram væntingar
Gunnar Gunnarsson
Það eru ekki mörg golfhótelin sem jafnast á við Turnberry. Að mínu mati eitt af 3 bestu golfhótelum Skotlands. Vellirnir eru stórkostleg upplifun sem allir alvöru kylfingar ættu að spila að minnsta kosti einu sinni á ævinni, helst oftar
Jóhann Pétur Guðjónsson
Útsýnið af veröndinni við hótelið er einstakt þar sem horft er yfir klúbbhúsið og 18. flötina af hæðinni sem hótelið stendur á. Turnberry er án nokkurs vafa eitt glæsilegasta golfsvæði Bretlandseyja. Þeir sem elska skoskt links golf verða ástfangnir af Turnberry
Jón Júlíus Karlsson

Æfingasvæðið er eitt það glæsilegasta á Bretlandseyjum. Aðbúnaðurinn á hótelinu er stórkostlegur og maturinn mjög góður. Turnberry er svo sannarlega golfsvæði sem vert er að heimsækja.

Dagsetningar

06 apr 2023
06 apr til 09 apr
Hafið samband fyrir verð.
13 apr 2023
13 apr til 16 apr
Hafið samband fyrir verð.
20 apr 2023
20 apr til 23 apr
Hafið samband fyrir verð.
27 apr 2023
27 apr til 30 apr
Hafið samband fyrir verð.
04 maí 2023
04 maí til 07 maí
Hafið samband fyrir verð.
11 maí 2023
11 maí til 14 maí
Hafið samband fyrir verð.
18 maí 2023
18 maí til 21 maí
Hafið samband fyrir verð.
25 maí 2023
25 maí til 28 maí
Hafið samband fyrir verð.
18 ágú 2022
18 ágú til 21 ágú
Hafið samband fyrir verð.
25 ágú 2022
25 ágú til 28 ágú
Hafið samband fyrir verð.

Innifalið

Flug með Icelandair til Glasgow, flugvallaskattar, ein ferðataska á mann, handfarangur, flutningur á golfsetti og aukagjöld, 3 nætur með morgunverði, 3 x 18 holur ( 18 holur á Ailsa og 36 holur á King Robert the Bruce) ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins.

Aukagjald fyrir einbýli

Annað:

Aukahringir á Ailsa:

mars: £120,00 um helgar (friday-sunday) annars£100,00

1.apríl-13.maí: £175,00 um helgar (friday-sunday) annars£150,00

14-.maí-31.okt: £300,00 um helgar (friday-sunday) annars£250,00

Flugáætlun

KEFGLA – FI430 0735-1040
GLAKEF – FI431 1420-1540

Skilmálar

Staðfestingargjald er 50% af heildarverði. Hægt er að fá staðfestingargjaldið endurgreitt innan 7 daga frá bókun, annars óendurkræft að öllu leyti. Eftirstöðvar skuldfærast 6 vikum fyrir brottför. Flugvallaskattar geta breyst án fyrirvara til hækkunar/lækkunar.